Vísir - 18.08.1977, Blaðsíða 17

Vísir - 18.08.1977, Blaðsíða 17
VISIR Fimmtudagur 18. ágúst 1977 17 VÍSIR IV/ Gengi og gjaldmiðlar Nota gengisskráningu í baráttu við verðbólgu Dollarinn féll litil- lega á gjaldeyris- mörkuðum i gær en bú- ist hafði verið við að staða hans myndi hald- ast nokkuð óbreytt um hrið. Ástæðan fyrir þessu er sú spá manna, að lokið sé timabili vaxtahækkana i Bandarikjunum. Sterlingspund styrkist Enska pundið hækkaði i verði á gjaldeyrismörkuðum i gær en pundið hefur veriö að styrkj ast undanfarna daga. Pundið var skráð á 1.74 dollara i New York i gær en hefur verið skráð á 1.72 dollara mestan part siö- ustu mánaða. Um þetta leyti i fyrra var pundið skráð á 2.10 dollara en hrun varð á gengi þess i fyrrahaust og féll það niður i 1.59 þegar verst lét en styrktist fljótt og hefur verið stöðugt i um það bil hálft ár. Astæðan fyrir stigi pundsins er talin lækkandi verðbólga i Bretlandi og sú skoðun að Eng- landsbanki hyggist láta pundið fljóta uppá við i þeim tilgangi að lækka verð á erlendum hráefn- um og vörum keyptum erlendis frá. Þetta er talið vera liður i baráttu stjórnvalda við verð- bólgu. Sennilega telja stjórn- vöid vöruskiftajöfnuð Breta viö útlönd vera það styrkan vegna sivaxandi framleiðslu á oliu i Norðursjó, sem nú sér Bretum fyrir stórum hluta orkuþarfa þeirra, að nota megi gengið til þessaðberjast viö verðbólguna. Fram til þessa hefur vöruskifta- jöfnuðurinn verið það óhag- stæður að ekkert svigrúm hefur verið til þess að nota gengis- skráninguna til þess að lækka vöruverð vegna óhagstæðra áhrifa slikra aðgerða á vöru- skiftajöfnuöinn. Aukning á framleiðslu- kostnaði i Bretlandi á siðustu tólf mánuðum er talin um 10% en laun hafa hækkað um svipaða upphæð á þessum tima. Verðlag hefur á hinn bóginn hækkað um þvi sem næst 18% og táknar mismunurinn milli verð- lagshækkunarinnar og hækkun- ar á tekjum manna þá kjara- skerðingu sem orðið hefur i landinu á siðustu tveimur misserum. Gifurlegur hagnaður Japana Japanska yenið steig i gær vegna birtingar talna um vöru- skipti landsins við útli nd. Tölurnar sýna, aö methagnaöur var á vöruskiptum Japana á siðasta mánuði eða um 1 mill- jarður dollara. I mánuðunum á — Pundið hœkkar Þannig hefur útflutiíingur Japana vaxið um rúmlega 20% en innflutningur um aðeins 5% á siðustu mánuðum. Ýmsar þjóðir hafa ihugað að beita refsiaðgerðum gegn Japan og setja innflutningshöft á japanskar vörur. Þess hefur verið krafist af verkalýðsfélög- um og ýmsum stjórnmálasam- tökum viða i Vestur Evrópu að heftur verði innflutningur á bil- um, rafmagnstækjum og stáli frá Japan en Japanir þykja ekki sanngjarnir i viðskiftum sinum og hafa verið sakaðir um að « m*it « *«#*** Spákaupmenn að störfum. undan var einnig um mjög veru- legan hagnað af utanrikis- viðskftum að ræða. Japanir hafa verið gagn- rýndir mjög fyrir viðskifta- og efnahagsstefnu sina þar eð þeir þykja ekki gera nægilega mikið til þess að aka eftirspurn heima fyriren auka hins vegar útflutn- ing stöðugt. Þetta hefur þær af- leiðingar að Japanir selja öörum þjóðum stöðugt meira og hleypa þannig vexti i eigin efna- hag en hjálpa ekki öörum þjóö- um með þviað kaupa varning af þeim heldur safna digrum gjaldeyrissjóðum. beita leyndum höftum. Þannig hafa evrópskir bila- framleiðendur sakað stjórnvöld þar eystra um að setja óaðgengi legar reglur um innflutning bila sem leiðir til þess að nánast engin útflutningur er á bílum frá Evrópu til Japans en hundruð þúsunda bila eru fluttir frá Japan til Evrópu á ári hverju og vex þessi útflutningur stööugt. Búast má við harðnandi þrýstingi á Japani um að gripa til aðgerða sem örvi eftirspurn eftir innfluttum vörum i Japan, 'Hótel Borgarnes' Nýja veitingabúðin er opin frá kl. 8.00—23.30. V.ið mihnum á okkar rámgóðu og snyrtilegu hótelherbergi. Pantanir teknar i sima 93-7119-7219 (d%ótd (3otgavrw<) HÚSBYGGJENDUR-Éinangrunarplast Afgreiöum einangrunarplast é Stór-Reykjavíkursvæöiö frá mánudegi-föstudags. Afhendum vöruna á byggingar- staö, viöskiptamonnum . aö kostnaöarlausu. Hagkvæmt verö og greiösluskilmálar viö flestra hæfi orqarpiq«|T BorQarnttl j\ tíml 93-7370 kvttld ^ belfarslaí »3-7355 Veiðileyfi Vegna forfalla eru lausar tvœr stengur í Grímsá 23.-26. ágúst. Nánari upplýsingar í síma 84366 kl. 9-18 nœstu daga. FELAGSSTARF OG FUNDIR Frá Ferðafélagi islands. Eins og flestum er kunnugt verður Ferða- félag íslands 50 ára þann 27. nóv. n.k. Þeirra tima- móta mun félagiö minn- ast með margvislegum hættiá þessu ári og hefur sumt af þvi verið þegar framkvæmt. Eitt atriðið i þessari afmælisdagskrá félagsins voru skipulagð- ar gönguferðir á Esju. Fyrsta ferðin var farin 7. mai s.l. og var siðan gengið á fjallið sam- kvæmt fyrirfram gerðri áætlun allt til 12. júni, en þá höfðu verið farnar 10 ferðirá fjallið og reyndist þátttakan margfalt meiri en búizt var við, eða mætti 1300 hundruð manns. Þátttakendur voru skráöir og að þess- um 10 gönguferðum lokn- um var dregið um sex helgarferðir meö félag- inu, sem voru verðlaun til þeirra er áttu þá miða, sem dregnir voru út. Esjugöngum hefur ver- ið haldið áfram siðan, en ekki eftir fastri áætlun og hefur verið ákveðið að halda þeim áfram til 2. okt. samkvæmt eftirfar- andi töflu: laguardaginn 20.ágúst sunnudaginn 28. ágút laugardaginn 4.sept. laugardaginn ll.sept. sunnudaginn 18.sept. laugardaginn 24.sept sunnudaginn 2.okt. Þeir ,sem hafa tekið þátt i Esjugöngum félagsins eftir 12. júni hafa verið skráðir og það sama mun gilda um þá, sem eiga eftir að koma i gönguna. Er siðustu gönguferðinni 2. okt. er lokið mun enn verða dregiö um verðlaun fyrir þátttökuna. Verðlaunin munu verða árbækur félagsins að eigin vali fyrir ákveðna upphæð Þetta verður tilkynnt sið- ar. Miðvikudagur 17. ág kl. 08.00 Þórsmerkurferð. Farseðlar og nánari uppl. á skrifstofsnni. . Sumarleyfisferðir 16. ág. 6 daga ferð um Mýrdal, öræfasveit og Hornafjörð. Komið á alla fegurstu og þekktustu staðina á þessari leið. Giest i húsum. Farar- stjóri: Jón A. Gissurar 19. ág. 6 daga ferð til Esjufjalla i Vatnajökli. Gengið þangað eftir jökl- inum frá Jökullóninu á Breiðamerkursandi. Gist allar næturnar i húsum Jöklarannsóknarfélags- 24. ág. 5 daga ferð norður yfirllofsjökul.Gist i húsi. 25. ág. 4-ra daga berja- ferð i Bjarkarlund. Farmiðar og nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Ferðafélag íslands. Esjugöngur Ferðafélags Islánds i haust. Laugardagur 20. ág. Sunnudagur 28. ág. Laugardagur 4. sept. Laugardagur 11. sept. Sunnudagur 18. sept. Laugardagur 24. sept. Sunnudagur 2. okt. ÝMISLECT Kirkjuturn Hallgríms- kirkju er opinn á góð- viörisdögum frá kf. 2-4 slödegis. Þaöan er ein- stakt útsýni yfir borgina og nágrenni hennar að ógleymdum fjallahringn- úm i kring. Lyfta er upp f turninn. Asgrim ssafnið, Berg- stæðastræti 74, er opiö alla daga nema laugar- daga frá klukkan 1.30-4. Orlof húsmæðra Seltjarnamesi, Garðabæ og Mosfellssveit veröur I orlofsheimili húsmæöra i Gufudal, ölfusi. Fyrir konur með börn 30.7-6.8 Fyrir konur eingöngu 20- 27. ágúst. Upplýsingar f simum 14528 (Unnur) 42901 (Þuriður 7-8 siðd.) 66189 (Kristin 7-8 siðd.) Fundir AA-samtak- anna í Reykjavík og Hafnarfiröi Tjarnargata 3c: Fundir eru á hverju kvöldi kl. 21. Einnig eru fundir sunnudaga kl. 11 f.h., laugardaga kl. 11 f.h. (kvennafundir), laugar- daga kl. 16 e.h. (spor- fundir). — Svarað er I sima samtakanna, 16373, ■« eina klukkustund fyrir hvern fund tii upplýsinga- miðlunar. Austurgata 10, Hafnar- firði: mánudaga kl. 21. Tónabæi: Mánudaga kl. 21. — Fundir fyrir ungt fólk (13- 30 ára). Bústaðakirkja: Þriðjudaga kl. 21. Laugarneskirkja: Fimmtudaga kl. 21. — Fyrsti fundur hvers mánaðar er opinn fundur. Langholtskirkja: Laugardaga kl. 14. Ath. að fundir AA-sam- takanna eru lokaðir fundir, þ.e. ætlaðir alkó- 'hólistum eingöngu, nema ánnaö sé tekið fram, að- standendum og öðrum velunnurum er bent á fundi Al-Anon eða Ala- teen. AL-ANON, fundir fyrir aðstandendur alkóhó- lista: Safnaðarheimili Grensáskirkju: Þriöjudaga kl. 21. — , Byrjendafundur kl. 20. Langholtskirkja: Laugardaga kl. 14. ALATEEN, fundir fyrir bern (12-20 ára) alkó- hólista: Langholtskirkja: Fimmtudaga kl. 20. Fréttatilkynning: Dregið hefur verið i hapf>- drætti tslenskrar Réttar- verndar. Upp komu eftir- talin númer: 15.636 - 3.326 - 16.195 - 20.003- 1.030-6.545 - 19.720 - 20.004 - 16.978 - 6.590 - 16.464. Nár.ari upplýsingar i sim- um 27282 eða 35222. Föstud. 19.8 kl. 20 Hábarmur — Laugar og víðar. Frjálst er f tjöldum I fjallasal. Fararstj. Jón 1. Bjarnason. Föstud. 26.8. Aðalbláberja ferð til Húsavlkur. Einnig gengnar Tjörnesfjörur. Fararstj. Einar Þ. Guð- johnsen. Upplýsingar og farseölar á skrifst. Lækjarg. 6 simi 14606. — Otivist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.