Vísir


Vísir - 18.08.1977, Qupperneq 19

Vísir - 18.08.1977, Qupperneq 19
„Stillimyndin skýr en tónninn slitróttur" Að ósk Visis var setið öllu lengur viö sjónvarpiö þessa viku en endranær. Arangur: viö- brögö og vangaveltur um útsent efni. Viövörun: umsögn ágrips- kennd og hraösamin og þvi ef- laust slagoröakennd. MIÐVIKUDAGSKVÖLD 10. AGUST: Fréttir: Koma Kekkonens, sem viðsiðan sáum koma, fara, heilsa og kveöja, henigja sig brosa og þakka með stefum og tilbrigðum til sunnudags. Sem betur fer eru svona móttökusiö- venjur hvorki fyrirferðamikill né rótgróinn þáttur i þjóðlífinu enda fremur broslegar, og hjá- kátlegt var að heyra blessuð barnaheimilisbörnin með flögg- in sin kynnt sem „fagnandi” að- dáendur forsetans, flest virtust vart talandi og hefðu eins getað verið að „fagana” Idi Amin eða bara ýtustjóranum I Seljahverf- inu, sem eflaust hefðu báðir vakið meiri athygli þeirra. Að loknum fréttum: Made in Sweden: sænsk popphljómsveit i þýskri upptöku. Notalegur þáttur og þá einkum ánægjulegt að hlýða á einn helsta „fram- vörð” sænska popsins, George (Joje) Wadenius, sem með gitarleik sinum hreif hlustand- ann með sér i flug. í dagskrárlok helltist yfir okkur okkur vænn skammtur af áróðri. Prúðmannlegur herfor- ingi frá NATÓ reyndi að tala af yfirvegaðri stillingu um nauð- syn fleiri drápstækja til þess aö þurfa ekki að vera eftirbátur „andstæðingsins” i hugsanleg- um fjöldamorðum. Svona þættir hætta aldrei að vekja furðu manns og jafnframt vanmáttar- kennd gagnvart þeirri tima- skekkju að eftir tvö þúsund ára „kristna siðmenningu” skuli ennþá eytt meiri fjármunum til undirbúnings tortimingar mannkyns en til nokkurs hlutar af nytsemi eða viti á blessaðri jarðkringlunni. Ósköp var þetta einhliða áróður og hatrammur, sem náöi hámarki i harðneskju- legri yfirlýsingu prúða manns- ins, þegar hann allt i einu hækkaði róminn, kipraði varimar og kvað það gremju- legt að fá ekki óskir sinar upp- fylltar: „það þyrfti ekki nema „smáræði” til þess að eyða allri ógnun heimshafanna”. I ljós kom, að „smáræðið” voru skitnir 15 milljarðar dollara, með þeim mætti eyöa gjörvöll- um sovéska flotanum ! Amen og hananú. FIMMTUDAGUR 11. AGÚST: Stillimyndin var skýr en tónn- inn slitróttur. Kannski timabært að panta viðgerð? FÖSTUDAGUR 12. AGÚST: Prúðuleikararnir vöktu kátinu að vanda. Einn af þess- um sjaldgæfuþáttum „fyriralla fjölskylduna”: allir fá þar eitt- hvað fallegt, meira að segja dóttirin á öðru ári, sem stendur allt i einu stjörf og hugfangin andspænisheilu furðudýrasafni. Og þýðingu Þrándar verður seint hrósað um of. HELGARKVIKMYNDIRNAR: Svo undarlega og óvenjulega vildi til, að kvikmyndir vikunn- ar voru eftir tvo af fremstu kvikmyndaleikstjórum verald- ar, þá Ingmar Bergman og Louis Bunuel. Báðar áttu þær það þó sameiginlegt að vera ekki meðal bestu mynda höf- unda. Mynd Bergmans þrjátiu ára gamalt æskuverk og önnur sjálfstæða mynd hans sem leik- stjóra. Þvi miður hafði ég ekki tök á að sjá þessa mynd en á laugardagskvöldið horfði ég á Dauðann i gróandanum eftir Bunuel. Myndina geröi hann i Mexikó árið 1965 og var hún fyrst i röð þriggja mynda sem hann gerði i samvinnu við franska aðila með frönskum leikurum. Þessar „frönsku” myndir hans þykja bera ein- kenni sölusjónarmiða umfram aðrar hans myndir, fyrir vikið kannski einfaldari og aðgengi- legri. Myndin lýsti flótta nokk- urra mannvera undan spor- hundum suður-amerikrar her- foringjastjórnar, baráttu þeirra við náttúruöflin og hvort við annað. Efnið varð allspennandi er á leið en persónulýsingar voru fremur yfirborðslegar og myndin i heild langt frá að ná þeim áhrifum, sem merkustu myndir Bunuels hafa. Kannski var hún lika sundurlausari en ella fyrir að vera sýnd verulega stytt miðað við upprunalega lengd, en þar er ekki við sjón- varpið að sakast. Um kvikmyndaval sjónvarps- ins almennt er reyndar svipaða sögu að segja og um svo margt annað efni þess. Slik stofnun fer ótrúlega fljótt að lúta sinum eig- in lögmálum, sem oft getur ver- ið erfitt að hrófla við (lögmál þessi ákvarðast af fjármagni, mannafla og — skulum við vona — vitsmunum, vilja og hæfileik- um starfsmanna). Tilviljun og vanafesta geta ráðið miklu. Stundum er deilt á offramboð ensks og amerisks efnis og skal tekið undir þá gagnrýni. Það er eins og framboðshringurinn sé alltof þröngur. Það er þvi ekki annað að gera en hvetja inn- kaupafdlkið til að horfa hærra og lengra i verkefnavali og vona það besta. Og meðan rætt er um kvikmvndir er rétt að minna á nauðsyn frekari kvikmynda fræðslu- og kynninga, þvi að ennþá er myndmál og mynd,,lestur” alltof mörgum sjónvarpsáhorfendum lokuð bók. Þættir Sigurðar Sverris og Erlendar Sveinssonar voru vissulega spor i rétta átt. Haldið þeim áfram en forðist bara að verða of fræðilegir. Erlendis stendur maöur kvikmynda- fræðinga alltof oft að þvi i al- mennri umfjöllun að týna kjarna málsins vegna sérþekk- ingar og vitsmunahroka. LAUGARDAGUR 13. AGÚST: Albert og Herbert, höfundar breskir grinistar viðkunnir, leikarar sænskirfrá Gautaborg, þar sem þátturinn var gerður. Kannski var það vegna vafa- samraryfirfærslu milli land^ig tungumála að breska gamaniö varö aldrei verulega gotti túlk- un Svianna, brandarar af slitn- ara tagi og „hápunktur” gamansins löngu ljós, er að hon- um kom. Innskot varðandi sænskt sjónvarpsefni: Ihaldsöfl og einstaka fjölmiðlar hafa meö samviskusamri endurtekningu alhæfinga og fordóma viljað láta lita svo út, að sænskt sjón- varpsefni væri litt eftirsóknar- vertokkurlslendingum og ætlar minnimáttarkenndin seint að si- ast úr mönnum i garö þessarar grannþjóðar. En kannski er fólki vorkunn. Heimkominn eftir margra ára dvöl með sænskum undraðist ég lengi hve ótrúlega islenska sjónvarpinu tókst að sniðganga margt af þeirra besta skemmtiefni meðan hér voru sýndir „skemmtiþættir” með hinum „viðkunna sænska listamanni” Sylvester Geirdal (eða ámóta): fólki, sem i Sviþjóð flokkaðist undir annars og þriðja flokks skemmtikrafta. En reyndar hafa mörg sænsku leikritanna og framhaldsþáttanna bætt upp þessa ógæfulegu hlið á sænsku sjónvarpsefni hér sýndu. Já, meðal annarra orða ágæta. út varpsráð, hvenær fáum við að sjá þættina um Strindberg? Við skulum vona, að ástæðan fyrir óheppni i verkefnavali stafi af þvi að innkaupastjórar sjón- varpsins neyðist til að kaupa köttinn i sekknum. umfjöllum. Og mikil bót er að upphafskynningu á helstu frétt- um kvöldsins, slikt kemur sér vel á annatimum. Ekki ætla ég út i almenna gagnrýni á frétta- útsendingum islenska sjón- varpsins. Við sitjum þar vist við sama borð og nágrannaþjóðirn- ar varðandi erlendar fréttir, sjónvarpsstöðvar eru „mataðar” á takmörkuðu fréttaúrvali stóru fréttamið- stöðvanna, sem ákveða hvað hafi fréttagildi. Vald frétta- mannsins felst hins vegar i, hverjar fréttir hann velur innan þessara marka og ekki sist i orðavali hans i frásögnum. Má i þvi sambandi minna á dæmið góða um fréttina, þar sem sagt var að „veður hefði verið óhag- stætt til loftárása á Norður- Vietnam undanfarna daga”. Það var og — óhagstætt fyrir hvern? — Svona smáatriði i orðávali geta verið lúmsk og slikur launáróður (sem reyndar er oft ómeðvitaður af frétta- mannsins hálfu) getur haft býsna sterk áhrif. En nóg um þaö. Að loknum fréttum á sunnu- dagskvöld var dálitið einkenni- „Annars er um að gera aö vera ekki of neikvæöur, þvi hvaö sagöi ekki maðurinn: „Þaö er enginn vandi aö vera alltaf aö segja aö sjónvarpið sé lélegt. Hugsiö ykkur bara hvaö þaö er miklu erfiöara að segja að það sé gott” Stefán Baldursson leikstjóri. legt efni á dagskrá. Bandarisk- ursöngleikur,flutturaf islensku ágætisfólki, landskunnum ein- söngvurum, kór og hljómsveit undir stjórn Garðars Cortes. Einkennilegt vegna þess að öll útfærsla var stillausari og ómarkvissarien tali taki og á ég þá við leikstjórn alla, umgjörð og búninga. Auðvitað ber aö styðja alla viðleitni til aukins flutnings islensks efnis og ekki skal lastað að gefa tónlistarfólki tækifæri en þá er lika lágmarks- krafa að vandað sé til svið- setningar og td. leitað til leik- stjóra varðandi mótun verksins. Hvergi var getið leikstjóra i dagskrárkynningu en i' út- sendingu var Garðar Cortes skrifaður fyrir þeirri hlið máls- ins. Ekki ætla ég að fara að lasta þann ágæta listamann, hann er gæddur þeim sjaldgæfu hæfileikum að vera bæði góður söngvari ogleikari og þætti vist ýmsum þar vel að verið. Þrátt fyrir ótal galla skilaði einstaka atriði sér skemmtilega i söng og einsöngvararnir vöktu kátinu. SUNNUDAGUR 14. AGÚST: Efni fyrir börn og unglinga. Barnaefni sjónvarpsins er enn- þá af alltof skornum skammti og verður seint ofhamraö á þvi. Barnaefni þyrfti aö sýna amk. þrisvar i viku. Skóla- og fræðslusjónvarp er reyndar stórmál, sem ekki verður farið inn á hér, en i fljótheitum virðist manni nú, að slikt hefði verið brýnna en útsendingar i óeðli legum litum — en eflaust hafa reikningsmeistarar komist að þeirri niðurstöðu að hið siöar- nefnda væri hagkvæmara og raunsærra — eða hvaö? Danska leynilögreglumyndin var hörkuspennandi, 6 ára son- ur minn var þó ergilegur yfir að leiktalið skyldi ekki flutt á Is- lensku eöa lesinn undir islensk- ur texti. Þetta hefur lika oft angrað hann i Stundinni okkar: mætti gera meira af aö lesa á Is- lensku með myndunum. Og loks kvaddi Kekkonen. Ekki verður annað sagt en fréttatimar vikunnar hafi verið ásjálegir og vel myndskreyttir án þess farið sé út i efnislega Stefán Baldursson leikstjóri situr í sjónvarps stólnum að þessu sinni Húsbændur og hjú er einn langlokuþáttanna bresku, og raunar sá eini, sem ég hef reynt að horfa á, þegar tækifæri gefst. Þótt stundum finnist manni efni þáttanna endurtekningarkennt eru þeir óaðfinnanlegir að allri gerð og handritahöfundar glettilega skarpskyggnir á þjóð- félagslega umgjörð þáttanna. Rótfesta stéttarskiptingarinnar i samskiptum persónanna sýnd af skilningi og skoplegu háði og blindni beggja aðila á óbreytan- leika eigin aðstæðna i senn trú- verðug og ógnvekjandi. MANUDAGUR 15. AGÚST: Myndskreyting fréttanna til fyrirmyndar. Fréttakaflinn af framkvæmdunum á Grundar- tanga sérstaklega góöur vand- virknislega tekinn og skilaði efnislega miklu. Reyndar voru innlendu fréttakvikmyndirnar þessa viku yfirleittvel teknar og klipptar og kunnáttubragur á. Hins vegar endaði frétta timinn þetta kvöld á undarlegri frétt af skákmótinu á Lækjartorgi, þar sem ma. var staldrað lengi við „sigurvegarann” — en hver var maðurinn? Slæleg frétta- mennska. Aðaldagskráratriði mánu- dagskvöldsins var þýsk sjón- varpskvikmynd um dreng á ein- hverskonar hæli eða upptöku- heimili. Vel gerð og þörf mynd og eitthvað uppbyggilegri en hinir klaufalegu bilasölu- og bófaþættir Þjóðverjanna sem sýndir voru i fyrravetur, svo maður leyfi sér að stinga stóru- tánni i fordóm agryf ju þjóðernisalhæfinganna. ÞRIÐJUDAGSK VÖLD 16. AGÚST: Fróðlegur og spennandi þátt- ur um leitina að upptökum N ilar var bitastæðast á dagskrá kvöldsins. Þátturinn vakti mann enn til umhugsunar um alla þá ónotuðu möguleika til dagskrárgerðar, sem Islensk saga og bókmenntir búa yfir. Væri ekki hægt að veita meira fé til innlendrar þáttagerðar og hætta að sýna hrámeti á borö við Ellery Quinn? Sonja Diegohafði umsjón með samtiningi erlendra frétta úr ýmsum áttum. Sonja er einhver hæfasti og áheyrilegasti frétta- maöur sjónvarpsins enda þátturinn vel fluttur, þóttdálitið væri hann tætingslegur. Að lokum: Er ekki timi til kominn að leggja þulum sjón- varpsins gáfulegri og málefna legri kynningar i munn en þær eru látnar lesa á undan hinum ýmsu þáttum og kvikmyndum? „Ester og Jonathan taka á leigu gamalt bóndabýli. Dularfullir atburðir taka að gerast eftir að Sally grannkona þeirra kaupir sér reiðhjól. Súsan, fyrrverandi eiginkona Jonathans, sem átt hefur i sálrænum erfiðleikum vegna málhelti, byrlar elshuga sinum eitur — en allt fer þó vel að lokum”. Annars er um að gera aö vera ekki of neikvæður, þvi hvað sagði ekki maðurinn: „Það er enginn vandi að vera alltaf að segja að sjónvarpið sé lélegt. Hugsið ykkur bara hvað það er miklu erfiðara að segja að það sé gott!” 12.25 Verðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frivaktinni 14.30 Miödegissagan: „Föndrararnir” eftir Leif Panduro 15.00 Miödegistónieikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir. Dag- skrá kvöldsins. 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagiö mitt. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá 19.00 Fréttir Fréttaauki. 19.35 Daglegt mál 19.40 Fjöllin okkar 20.05 „Freraur hvltt en himinbiátt” — trió fyrir klarinettu, selló og pianó eftir Atla Heimi Sveinsson. 20.25 Leikrit: „Hver er maöurinn?” eftir Alexander Vampilof Þýöandi Arni BergmannLeikstjóri: GIsli Halldórsson. 21.15 Divertimento nr. 3 eftir kanadiska tónskáldið Murray Adaskin 21.30 „Sjónaukinn”, smásaga eftir Simon GtíbowskiAnna Jdna Kristjánsdóttir is- lenzkaði. Jón Júliusson leik- ari les fyrri hluta sögunnar. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir, Kvöldsag- an: ,,Sagan af San Michele” eftir Axel Munthe 22.40 Hljómplöturabb 23.30 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.