Vísir - 29.10.1977, Qupperneq 1

Vísir - 29.10.1977, Qupperneq 1
Útlán bankanna helmingi meiri en fyrirhugað var: Mesta aukningin er hjá stóru bönkunum Útlán bankakerfisins eru nú komin langt fram úr þvi sem forráöamenn banka og spari- sjóða sömdu um við Seðlabank- ann. i þeim samningi var gert ráð fyrir að aukning útlána á ár- inu öllu yrði ekki meiri en 20%, en í septemberlok höfðu þaklán- in svokölluðu aukist um 33% frá áramótum. Með þaklánum er átt við öll útlán önnur en endurselda vixla til Seðlabankans, en Seðlabank- inn kaupir eins og kunnugt er af bönkunum hluta útlána þeirra til útgerðar- og afurðalána. Snemma i september komu bankastjórarnir saman til fundarog ákváðu þáaö halda sig við 20% markið og töldu þeir sig raunar ekki geta annað, vegna erfiðrar lausafjárstöðu. Siðan hefur þó ekkert dregið úr aukningunni og nemur hún nú 17.893 milljónum, eöa 33%. Að sögn Eiriks Guðnasonar hjá hagfræðideild Seðlabankans er ekki útséð um hver aukningin verður endanlega yfir árið, en i desember i fyrra lækkuöu lánin mjög mikið- Útlán viöskiptabankanna hafa aukist meira en útlán sparisjóða og annarra innláns- stofnana, eða um 34,8%. I heild- ina eru það stærri bankarnir, eða rikisbankarnir, sem mesta aukninguna hafa. —SJ *m?m*';**13 Veturinn hefur enn ekki haldið innreiö sina I höfuöborgina hvaö sem aimanakinu llöur. Golan er þó svalarien áöur og þvi gottaögeta klæöst skjólgóöri peysu einsog stúlkan meöbörnin tvö. Annrlkiföstu- dagsins er mikiö og börnin reyna einnig aö skálma áfram. Jens Alexandersson ljósmyndari VIsis tók þessa mynd I Austurstræti I gær. „Flugleiðir töpuðu hundruðum mill- jóna á verkfallinu" — segir Sveinn Sœmundsson „Tapið hefur ekki enn veriö reiknað endanlega út, en ég full- yrði að það nemur hundruðum milljóna króna,” sagöi Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flug- leiða I samtaii viö VIsi. Eins og kunnugt er stöðvaðist flug félagsins að verulegu leyti I 1/2 mánuð vegna verkfalls BSRB. Sveinn sagði að auk þess hefðu hótelin tæmst, þegar ferðamenn flýðu úr landi um leið og þeim gafst tækifæri til þess. „Óbeint tap er einnig geig- vænlegt,” sagði hann. „Þetta er mikill álitshnekkir fyrir okkur. Fólk treystir okkur ekki og þorir ekki að koma til Islands. 1 morgun barst mér til dæmis skeyti frá manni, sem spurði hvort rétt væri að annað verk- fall væri að skella á. Við fengum slæma pressu um Island erlendis, sérstaklega vegna tregðu verkfallsnefndar að hleypa útlendingunum úr landi. Við erum ekki búnir aö bita úr nálinni með þetta. Það er alger nauðsyn á þvi að tryggja nú þegar að samgöngur við umheiminn rofni ekki i verk- föllum.þviviðerum aðverða að algjöru viðundri meöal þjóða heims.” —SJ Erfitt að koma börnunum fyrir „Okkur hefur alitaf tekist aö leysa mái þessara barna, en yfirleitt hefur þaö veriö meö tlmabundinni dvöl liti á landi,” sagöi Sævar Guöbergsson félagsmálafulitrúi hjá Félags- máiastofnun Reykjavikur- borgar, þegar Visir innti hann eftir þvl hvernig gengi aö koma heimilislausum börnum og ung- lingum I fóstur. Sævar sagði aö þvi miöur væri erfitt að finna þessum börnum samastað I borginni, þvi þar eru ekki margir sem hafa aðstöðu til aö taka sllkt verkefni aö sér. Hins vagar væri Félagsmála- stofnunin i sambandi viö mörg ágæt sveitaheimili, sem vildu taka við börnum til dvalar. „En þaðer slæmt aö þurfa aö rlfa unglinga úr sinu félagslega umhverfi, taka þau úr þeim skóla sem þau hafa gengiö I og senda þau út á land, þar sem i mörgum tilvikum er erfitt að sækja skóla,” sagði hann. A Stór-Reykjavlkursvæöinu eru engar f jölskyldur sem tekiö hafa ab sér börn og unglinga, sem af einhverjum orsökum eru heimilislaus. Þó eru I Reykjavik fjögur svokölluö fjölskyldu- heimili, sem Félajgsmála- stofnuninsér um rekstur á. Þar eru börn og unglingar tekin til fósturs um óákveöinn tíma og eruþessi heimili það lítil, aö þau eru svipuð og venjuleg heimili. Vfsir heimsótti eitt þessara heimila og ræddi viö hús- mdöurina þar, Helgu Vetur- liðadóttur. Sjábls.2 og 3. | HELGARBLAÐIÐ FYLGIR VÍSI í DAG! | i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.