Vísir - 22.11.1977, Page 2
r.
( í Reykjavík J
Lestu mikið af bókum?
Sæþór Þórðarson, trésmiöur:
Nei, enginn timi. Les bara Visi.
Eirikur Þorleifsson, rafvirki:
Talsvert, bæði skáldsögur og
fræðibækur. Ég á mikiö af bók-
um.
Róbert Gislason, nemi: Já, ég les
dálitið, skáldsögur og sakamála-
sögur eftir Alistair MacLean og
Desmond Bagley.
Sigurður Sigurðsson vélstjóri:
Nei, til þess hef ég er.gan tíma.Ég
ætla aö geyma þaö til elliáranna.
Blöðin duga mér.
Lilja Jónsdóttir, afgreiöslu-
stúlka: Eitthvaö þá helst skáld-
sögur eftir Guðrúnu frá Lundi og
Snjólaugu Bragadóttur.
Þriðjudagur 22. nóvember 1977
VISIR
Mikil uppbygging ó Hvommstanga:
Melavegur. Frysti- og sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga f baksýn. Vfsismyndir: SHÞ/-Hvammstanga
35 EINBÝLISHÚS í SMÍÐ
/ W
UM I AR!
Mikil uppbygging hefur verið
á Hvammstanga að undan-
förnu. Auk þess sambýlishúss
með fjórum íbúðum á bygging-
aráætlun leigufbúða sveitarfé-
laga voru um 35 einbýlishús I
byggingu á þessu ári, en á
Hvammstanga búa á fimmta
hundraö manns.
Við eina götu i bænum, Mela-
veg, eru 17 einbýlishús i bygg-
ingu, og þegar flutt i nokkur
þeirra. Þá eru þrjú stórhýsi I
byggingu, en það er hús rækju-
verksmiðjunnar Meleyri, slát-
ur- og frystihús Kaupfélags
Vestur-Húnvetninga, iþróttahús
og sundlaug hreppsins og auk
þessa alls viðbygging við mjólk-
ursamlagið, sem er i gangi.
Þessi uppbygging hefur geng-
ið furðu vel og iðulega verið
.filutt i húsin á sama ári og bygg-
ing þeirra hófst.
Nokkur hús eru svonefnd ein-
ingahús, bæði frá Siglufiröi og
Húsasmiðjunni I Reykjavik. Þá
eru ennfremur nokkur stein-
steypueiningahús i byggingu I
bænum.
—ESJ/SHÞ-Hvammstanga
Grunnur hins nýja fþróttahúss og sundlaugar
íslenskur regnbogi fyrir milljarð í Fœreyjum
Matthias Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra, þáði boð til Fær-
eyja og sat þar i góöum fagnaði i
tvo eða þrjá daga. Ráðherran-
um voru sýnd ýms atriði at-
vinnusögunnar, einkum er lúta
að vinnslu sjávarafurða og er
ekkert nema gott um það að
segja. Viö heimkomuna sagði
hann að sum frystihúsin væru
betur búin en hér heima en önn-
ur lakar. Aftur á móti var ráð-
herranum ekki sýnt hvernig
Færeyingar fara að þvi aö
greiöa hærri laun i fiskiðnaði en
hér þekkist og hærra verö fyrir
fiskinn sem þó er seldur á sömu
mörkuðum og islens'kur fiskur.
Allt var það á huldu og fer
kannski best á þvi, fyrst fjár-
munir hjá okkur virðast týnast I
fiskversluninni. Nóg er að hafa
skipakaupin frá Noregi i gangi
aö sinni.
Þá veitti sjávarútvegsráð-
herra þvi athygli aö hvar sem
hann fór um á bilum var ekið á
malbikuðum vegum. Færeyjar
eru þó ekkert bílaland og vöru-
flutningar, öfugt við það sem
gildir hér, fara aö mestu fram á
sjó. Samt hafa Færeyingar lagt
mikið kapp á gerð varanlegra
vega og hafa nú lagt slitlag á
alla sina vegi. Vegirnir f Fær-
eyjum hljóta að vera ihugunar-
efni fyrir fslenskan ráöherra
sem hefur séö þá meö eigin aug-
um. Hér á aftur á móti aö eyöa
niu milljörðum I möl og drullu
næsta sumar.
Þriðja stórvirkið sem sjávar-
útvegsráöherra sá í heimsókn
sinnitilFæreyja var myndarleg
eldisstöð fyrir regnbogasilung.
Færeyingar flytja nú út regn-
bogasilung fyrir rúman milljarð
á ári, en ræktunina hófu þeir
árið 1971. Skýtur þetta eitthvað
skökku við þá baráttu sem Skúli
ILaxalóni hefur háð við yfirvöld
um ræktun regnbogasilungs hér
á landi s.l. þrjátiu ár eða svo.
Þar hefur einn maður( að visu
alveg stikkfri eins og aörir i
kerfinu, gengið fram fyrir
skjöldu og f nafni embættis sfns
gert Skúla á Laxalóni ómögu-
legt að rækta regnbogasilung til
manneldis og jafnvel ekki flytja
út hrogn enda er dæmi þess að
Skúli hefur brennt hrognum fyr-
ir um þrjár milljónir króna
vegna þess að tilskilin leyfi til
útflutnings fengust ekki.
Kenning kerfisþjónsins hefur
ætið verið sú að hrogn Skúla
væru sýkt og raunar regnboga-
stofninn allur aö a.m.k. hefði
ekki verið úr þvi skoriö aö svo
væri ekki. Við það hefur setið I
nær þrjátiu ár og mun væntan-
lega sitja á meöan kerfisþjónn-
inn hefur starfsaldur til i opin-
beru embætti, og þeir aðrir
þjónar hans, sem eru þess sinnis
að alls ekki megi ala regnboga-
silung á tslandi sakir sjúkleika.
Færeyingar hafa hins vegar
annan hátt á i þessu eins og
fleiru sem að verklegum vits-
munum lýtur. Sjávarútvegsráð-
herra skoöaði uppeldisstöðina
og hlustaði með undrun á að
þeirskyldu nú þegar vera farnir
að flytja út fyrir rúman mill-
jarð. Að hinu spurði hann ekki
hvaöan stofninn að þessum fær-
eyska regnboga væri enda
þurfti varla nokkurrar forvitni
viö um það atriöi þar sem rikis-
valdið með hjálp þjóns sins
virðir Islenska regnbogann á viö
þaö sem einhver kerfisþrællinn
kallaði sporðmink. Það var þvl
ástæðulaust aö spyrja um
skyldleika þarna á milli. ✓
Hins vegar kom á daginn,
þegar málið var athugaö nánar
að það sem rikisvaldið og þjón-
ar þess vildu drepa á íslandi var
orðinn gróöavegur i Færeyjum.
Þaö vill nefnilega svo til aö
Skúliá Laxalóni lagði Færeyja-
stöðinni til hrogn úr stöð sinni
árið 1971 eftir ábendingum bæði
frá Danmörku og Noregi en þar
var Færeyingum tilkynnt að
heilbri gði regnbogastofninn
fengist einungis á íslandi. Laxa-
i. lónsregnboginn hefur þannig
veitt miklu fé i bú Færeyinga og
á eftirað gera betur á meöan is-
lenska kerfiö heldur áfram
þrjátiu ára striði sfnu við Skúla
á Laxalóni. Margfaldað meö
milljarði Færeyinganna má
álita aö Skúli hefði getað fært
þjóðarbúinu þrjátiu milijaröa
fyrir regnboga hefði hann verið
látinn i friöi. Kannski fara
stjórnvöld nú að skilja að það er
dýrt að hafa ofstopamenn i for-
svari fyrir fiskeldismálum.
Svarthöfði