Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 7

Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 7
vism Mánudagur 5. desember 1977. 7 Mikil fjórhagsvandrœði L. A.: UPPSÖGN FASTRA LEIKARA NEMA STYRKIR STÓRHÆKKI „Þetta stefnir allt i átt til stórvandræða og ef ekki tekst að leysa fjárhagsvandann verður að draga saman seglin. Uppsögn fast- ráðinna leikara hefur borið á góma, en ekkert ákveðið um það mál ennþá”, sagði Jón Kristinsson, formaður Leikfélags Akureyrar i viðtali við Visi. LaunakostnaBur hefur hækk- að mjög mikið hjá leikfélaginu, sem hefur fimm fastráðna leik- ara á launum og tvo á hálfum launum. Allur kostnaður annar hefur einnig stórhækkað, en styrkir staðið i stað. A siðasta ári fékk Leikfélag Akureyrar fimm milljónir króna i styrk frá rikinu. Fjár- hagsáætlun fyrir næsta ár hljóö- ar upp á 50 milljónir króna og sagðist Jón vera vondaufur um að möguleiki væri á að fá hlut- fallslega hækkun s'tyrkja. „Við höfum gert allt sem við" getum til að spara en það dugar ekki til og leikhúsið rekið með halla. Laun fastráðinna leik- ara eru stór höfiiðverkur þar sem þeir eru einnig á launum yfir sumarið þegar engar sýn- ingar eru. Ekki er hægt að halda áfram að safna skuldum og þvi getur svo farið að við neyðumst tii að segja leikurunum upp og draga saman seglin”, sagði Jón Kristinsson. —SG Jólalög með Sigríði Ellu Væntanleg er á mark- aðinn innan tiðar ný hljómplata með Sigriði Ellu Magnúsdóttur. Platan er tekinn upp i Háteigskirkju en söng- konan gefur hana sjálf út. Margt tónlistarfólk er Sigríði Ellu til aðstoðar á plötunni. Simon Vaughan sem er íslending- um kunnur af fjölum Þjóðleik- hússins og kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar aðstoða við sönginn, en undirleik- inn annast félagar úr Sinfóniu- hljómsveitinni. Einleikarar eru Arni Arinbjarnarson og Jón Stef- ánsson. Aplötunnieru 13 lög, flest jóla- lög, og hafa ýmsir aðilar séð um útsetningu þeirra. Hinn kunni jólasálmur Heims um ból er þar i tveim útgáfum: i venjulegri mynd er flestir kannast við og einnig i upphaflegri útsetningu höfundar við þýðingu Matthiasar Jochums- sonar — Hljóða nótt — á frum- textanum „Stille nacht”. Myndin á framhlið plötuum- slagsins er fengin úr handrita- safni Þjóðminjasafnsins og nefn- ist hún Tilbeiðsla. „* Lenco L-833DD Um hann er talað af þeim sem gera kröfur til tækni og tóngæða. í tæknitimaritum er um hann skrifað sem sérstaka nýjung á markaðnum. Hann er: „Beindrifinn” með elektroniskum stöðvunarrofa sem jafnframt lyftir arminum þegar platan er búin. Hraða- stillir + 4%. Nýtísku gormabúnaður sem kemur í veg fyrir hristing. Lenco ER PLOTpSPILARI, HiRofSwitzeriand FYRIR ÞA VANDLÁTU utinai SqógeiióóM kf. SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 - 105 REYKJAVÍK Vinsamlegast sendið mér myndalista og verð á LENCO Mtt Sigriður Ella og Jón Stefánsson með mynd þá er prýðir plötuumslagið Fáanlegir aukahlu tir 1. Hakkavél 2. Pylsufyllir 3. Grænmetis- og ávaxtakvörn 4. Sitrónupressa 5. Grænmetis- og ávaxtajárn 6. Stálskál 7. Ávaxtapressa 8. Dósahnifur Hér er ein lítil systir.. CHEFETTE KENWOOD HEKLA HFi Laugavegi 170-172,- Sími 21240 3 mismunandi litir Fáanlegir aukahlutir 9. Grænmetis- og ávaxtarifjám 10. Kaffikvörn 11. Hraógengt grænmetis- og ávaxtajarn 12. Baunahnifur og afhýóari 13 ■ Þrýstisigti 14. Rjómavél 15. Kartöfluafhýóari 16. Hetta .og hér er önnur MINI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.