Vísir - 19.01.1978, Blaðsíða 24

Vísir - 19.01.1978, Blaðsíða 24
n.mk Smáauglýsing í Visi er enginQ Odíö virka daaa til kl. 22.00 !§É£k Opið virka daga til kl. 22.00 Laugardaga kl. 10-12 Sunnudaga kl. 18-22 simi 86611 Fiskverð í þessum mónuði? EKKERT SMAMAL SEIM HRIST ER FRAM ÚR ERMINNI" „Þetta er ekkert smámál sem haegt er aö hrista fram úr erm- inni”, sagöi Matthias Bjarna- son, sjávarútvegsráöherra, viö Vfsi i morgun, er hann var spuröur um hvort og hvenær rikisstjórnin ætlaöi aö grfpa til aögerða tii lausnar deilum um ákvöröun fiskverðs. „Þessi mál eru í aðgerð en það liggur ekkert fyrir ennþá”, sagði ráðherra. „Hér er ekki um neinar smáupphæðir að ræða og það hefur verið haft samráð við marga aðila. Rikisstjórnin hef- ur einnig fjallað um þessi mál á mörgum fundum.” Ráðherra var að þvi spurður hvort hann teldi að unnt væri að ákveða fiskverð án aðgerða af hálfu hins opinbera. Sagði hann að það væri ljóst að ekki væri mögulegt fyrir kaupgndur að greiða hærra verð fyrir fiskinn og jafnframt yrðu seljendur að fá hækkun. I þessari stöðu hlyti að þurfa að koma til aðgerða annars staðar frá. „Ég get ekki svarað þvi”, sagði ráðherra, „hvenær að- gerða er að vænta frá rikisvald- — segir Matthías Bjarnason, um ókvörðun fiskverðs inu, en þetta er stórt og mikið vandamál.” Um það hvort þess- ar aðgerðir kæmu ef til vill ekki fyrr en i febrúar með almennum efnahagsaðgerðum rikis- stjórnarinnar, sagði ráðherra að hann vonaðist til að það drægist ekki svo lengi. — KS Akureyri: Tveir árekstrar Tveir árekstrar urðu á Akureyri i gærdag og eru tveir ökumannanna sem lentu i þeim grunaöir um ölvun við akstur. Fyrri áreksturinn varð um klukkan hálf sjö á mótum Þór- unnarstrætis og Þingvalla- strætis. Talsvert tjón varð á bilunum, sem eru tveir fólks- bilar en engin slys urðu á mönnum. ökumaður annars bilsins er grunaður um ölvun við akstur. Hinn áreksturinn varð rétt eftir klukkan sjö á Tryggva- götu og er annar ökumaðurinn grunaður um ölvun. Engin slys urðu á fólki en eitthvert tjón á bilunum. —EA LYST EFTIR KONU Lögreglan i Reykjavik hefur lýst eftir konu, sem fór aö heiman á sunnudagskvöld. Nafn konunnar er Kristjana H. Júliusdóttir og er hún til heimilis að Yrsufelli 3 i Reykjavik. Hún er þritug, dökkhærð með sitt hár og er 166 sm á hæð. Þegar hún fór að heiman var hún i stuttum ullarjakka með belti, bláum flauelsbuxum og brúnum kúrekastigvélum. —EA Aflahrotan, sem nú stendur yfir á loönuvertlöinni hefur oröiö tii þess, aö þrær verksmiöjanna viö noröurströndina eru aö fyllast og þurfa þvi skip- in aðsigla lengra meö aflann. Þannig er,til dæmis(Vikingur væntanlegur meö einar I2001estir til Reykjavikur idag og einnig kemur danska skipið isafold meö loönuafla sinn suður til Faxaflóa. Fyrsta loðnan til Reykjavíkur: Víkingur og Isafold komu í morgun með um 1600 tonn Skaplegt veiðiveður var á loðnumiðunum við Kolbeinsey i gærkvöldi og uótt og veiðin góð. Loðnunefnd hafði i morgun fengið tilkynningu frá 36 skipuni) sem öll höfðu fengið einhvern afla — samtals 11.890 tonn. Flest skipin voru á leið til lands með afla sinn og var þeim stefnt á alla helstu löndunarstaði allt suður til Reykjavikur. Von var á Vikingi AK til Reykjavikur skömmu fyrir há- degi með um 1200 tonn og dansk/islenska skipið ísafold var rétt á eftir með um 350 lestir inn- anborðs. —klp— Fjórhagsóœtlun Reykjavíkurborgar til síðari umrœðu í dag: Borgarráð gerír tillögur um 324 milljóna tekjuaukningu 350 mHI. varið til oð mœta verðhœkkunum á órinu Borgarráö samþykkti I gær tillögu til borgarstjórnar um hækkun á tekjuhliö fjárhags- áætlunarinnar fyrir árið 1978 um 324 milljónir króna og verða niðurstöðutölur áætlunarinnar þar með rúmlega 14.7 milljarö- ar króna, að sögn Birgis tsleifs Gunnarssonar, borgarstjóra, i morgun. Borgarstjórnin mun taka til við siðari umræðu um fjárhags- áætlunina I dag og verður hún væntanlega afgreidd einhvern timann i nótt. „Við höfum endurskoðað tekjuáætlunina með tilliti til upplýsinga, sem fjárlögin gefa tilefni til, og samkvæmt upp- lýsingum frá Þjóðhagsstofnun”, sagði Birgir Isleifur i morgun. Þannig hækka tekjur af útsvari vegna þess, að tekjuaukning milli ára reynist nokkru meiri en áður var áætlað. Eins munu tekjur úr jöfnunarsjóði, af að- stöðugjöldum og af bensinskatti verða nokkru meiri en áætlað var upphaflega. „Við verjum þessari hækkun að langmestum hluta til að mæta verðhækkunum, sem verða munu á þessu ári, en i heild gerum við ráð fyrir um 350 milljónum til að mæta verö- hækkunum á árinu”, sagði Birgir Isleifur. Borgarráð ákvað einnig i gær tillögur um styrki til einstakra félaga og annarra aðila, og hækkuðu þeir um 47.8 milljónir króna frá upphaflegri fjárhags- áætlun. „Mestu hækkanirnar sam- kvæmt tillögum borgarráðs er 10.9 milljón króna hækkun til iþróttabandalagsins.sem þá fær 82.4 milljónir, og 10 milljón króna hækkun til Kirkju- byggingasjóös, sem þá fær 28 milljónir”, sagði hann. Niðurstöðutölur fjárhags- átælunarinnar eru eftir þessar tillögur 14 milljarðar og 738 milljónir, og er það 41.3% hækk- un á milli fjárhagsáætlana. — ESJ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.