Vísir - 08.04.1978, Page 2

Vísir - 08.04.1978, Page 2
2 Laugardagur 8. april 1978 visœ Ég er að hleypa mér út í mikið starf" — segir Dagbjört Sigurðar. déttir Átta. barna og formaður í Verkalýðs- og sjémanna- félaginu á Stokkseyri ,,Ég kom fyrst i stjórn félagsins á kvennaári 1975 og þá sem ritari. Þá vorum við tvær i stjórn- inni en nú erum við i meirihluta, þrjár af fimm”, sagði Dagbjört Sigurðardóttir;. formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélagsins Bjarma á Stokkseyri;i spjalli við Visi. Hún er nýtekin við formennsku i félaginu og mun vera eina konan á landinu sem gegnir formennsku i sliku félagi. í Verkalýðs- og sjó- mannafélaginu Bjarma eru félagar tæplega 250 og þar eru karlmenn i meirihluta. Það er með elstu félögum á landinu. stofnað 12. febrúar 1904. Átta barna móðir. „Ég gekk i verkalýðsfélagiö strax og ég hafði aldur til og fór að vinna i frystihiísi. Þegar ég gifti mig og fór að eignast börn þá hætti ég um tima þvi að börnin þurftu á tima minum að halda.” sagði Dagbjört. Dagbjört er gift Ágústi Guð- brandssyni sem er verkstjóri i frystihúsinu á Stokkseyri'og þau eiga átta börn. „Nú eru tvö heima þau eru 12 ára og 1C ára það elsta" er 32 ára. Fjögur eru gift og farin að heiman en eitt er við nám i Reykjavik og svo á ég tvær dætur i Noregi^önnur er gift og maður hennar er þar við nám en hin er i heimsókn hjá systur sinni og að- stoðar hana við að gæta barn- anna”, sagði Dagbjört. Sviðsmynd úr nýjasta verkinu á fjölum Leikfélags Reykjavfkur. Glsli Halldórsson, Sigríður Hagalin og Hjalti Rögnvaldsson I hlut- verkum slnum I Refunum. Um f jörutíu þus- und hafa séð Saumastofuna og Skjaldhamra Um siðustu mánaðamót höföu meira en fimmtiu þúsund manns scð sýningar Leikfélags Reykjavikur i vetur, en þær eru orönar um 170. Nú eru siðustu sýningar á Saumastofunni og Skjaldhömr- um. Þessi leikrit eru nú meðal þeirra leiksýninga sem mesta aðsóknhafa hlotið. Lætur nærri að um fjörutiu þúsund manns hafi séð þessi verk hvort um sig. Skjaldhamrar hafa nú verið sýndir rúmlega 180 sinnum, en Saumastofa Kjartans Ragnars- sonar rúmlega 190 sinnum. Þetta er þriðja leikárið sem þessi verk eru á fjölunum hjá Leikfélaginu. Fjöldamörg á- hugaleikfélög hafa falaö þessi verk til sýninga. Skjaldhamrar Jónasar Árna- sonar hafa verið settir á svið i Finnlandi, á trlandi og i Texas i Bandarikjunum. Verið er að undirbúa sýningu á verkinu i Sviþjóð. Sjónleikarafélagið i Færeyj- um hefur fengið Saumastofuna og mun leikritið verða sýnt þar á næstunni. Skáld-Rósa eftir Birgi Sigurðsson hefur verið sýnd tæplega fjörutiu sinnum frá þvi verkið var frumsýnt um ára- mótin. Hefur verið uppselt á hverja einustu sýningu til þessa. Miðnætursýningarnar á Blessuöu barnaláni hafi fengið góðar undirtektir áhorfenda og það hefur yfirleitt verið uppselt á hverja einustu sýningu i Austurbæjarbiói. Nýjasta verkið á fjölunum i Iðnó er Refirnir eftir banda- risku skáldkonuna Lillian Hell- man. Þar eru nú sýningar orðn- ar 10 og aðsókn að leiknum hef- ur lofað góðu. — KP. Annars konar sláturhús á Sauðárkróki Sláturhús það fyrir fiðurfé, sem frá var sagt i Visi 1. april _ siðastliðinn er ekki enn komið á laggirnar á Sauðárkróki, enda fréttin birt i tilefni dags- ins. Hins vegar hafa Sauð- kræklingar aö undanförnu haft annað sláturhús sér til skemmtunar. Það er „Sláturhúsið Hraðar hendur” eftir Hilmi Jóhannesson, en það hefur verið sýnt mörgum sinnum á Sæluvikunni, sem staðið hefur yfir þessa viku á Króknum. Sæluvikan hefur gengið vel fyrir sig, og verið fjölsótt að vanda — bæði sýningar, dans- leikir og aðrir dagskrárliðir. Hefur einhver séð kisu? Grár köttur, læða, týndist frá Nýbýlavegi 12 i Kópavogi i fyrradag. Kötturinn er með hvita fætur, hvita bringu og hvitt nef. Þeir sem einhverjar upplýsingar kynnu að geta gefið um ferðir kisu eru beðnir að hafa samband i sima 42469 eða 41657. Fundarlaunum er heitið. —EA Safna fé til sjónvarps- kaupa Sjúklingar á Borgarspítaia hafa tekið liöndum saman um að safna fc til kaupa á litsjón- varpstæki. Er ætlunin að gefa tækið til afnota á deild A 3, slysadeild, en að sögn sjúklinga er sjónvarpstæki deildarinnar orðiö ganialt og mjög úr sér gengið. Fé er safnað meðal sjúklinga og starfsfólks en einnig eru þeir sem koma i heimsóknir hvattir til að leggja málinu lið. —SG Dr. Frank Herzlin yfirlæknir á Freeportsjúkrahúsinu í New York mun halda fyrirlestur i Átthagasal Hótel Sögu á morgun og á sunnudag. RÁÐSTEFNA MEÐ DR.FRANK HERZLIN A morgun og sunnu- dag verður haldin ráð- stefna i Átthagasal Hótel Sögu á vegum Freeportklúbbsins. Þar mun dr. Frank Herzlin yfirlæknir Freeportsjúkrahússins ræða um efnið The Freeport Philosophy For Successful Living. Ráðstefnan er öllum opin og stendur hún yfir frá klukkan 10-12 og 13.30-16 báða dagana. Þátttökugjald er þrjú þúsund krónur fyrir báða dagana og greiðist það við innganginn. Dr. Herzlin erhér i heimsókn i boði Fréeportklúbbsins og tal- aði hann á opnum AA fundi i Tjarnarbæá miðvikudagskvöld. Þar var húsfyllir og vakti ræða Herzlin mikla athygli. —SG ■

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.