Vísir - 08.04.1978, Side 15
VISIB Laugardagur 8. april 1978
15
Þekkib þiö þá? Þessi feiti meö gapandi giniö er auövitaö Oliver
Hardy, áöur en samstarfiö hófst. Stan var eiginlega alltaf eins.
1 siðustu mynd á undan höfðu
þeir báðir verið krúnurakaðir til
að lita út eins og ósviknir fangar,
og þegar hár tók að vaxa aftur á
höfði Laurels, var það algerlega
óviðráðanlegt. I örvæntingu sinni
klóraði hann sér i höfðinu, og leik-
stjórinn hrópaði „Flott!”
Líf og list
Kækur Hardys var sá að fitla
við hálsbindi sitt. Þessi kækur
varð lika til fyrir tilviljun. Hann
hafði blindast i rjómakökubar-
daga og kunni ekki annað ráð úr
ógöngunum.
Gamansemi þeirra félaga
byggðist einkum upp á þvi, hve
einstakur hrakfallabálkur Stan
var, og alltaf bitnaði klaufaskap-
úr hans á aumingja „Ollie”.
Þá öskraði Ollie upp yfir sig af
bræði og sagði: „Sjáðu nú, hvað
þú hefur gert mér rétt einu sinni,
Stanley” , og svo leit hann beint i
augu myndavélarinnar með hin-
um fræga mæðusvip sinum.
Laurel giftist sjö sinnum, en þó
átti hann aðeins fimm konur.
Skýringin er sú, að hann kvæntist
sömu konunni, Virginiu, þrisvar.
Fyrst gekk hann að eiga Mae.
Það var árið 1919. Siðan átti hann
Lois, og Virginiu gekk hann að
eiga i fyrsta sinn árið 1934. Þau
skildu og gengu aftur i það heil-
aga árið 1935. Þau skildu aftur
tveimur árum siðar, og þá kvænt-
ist hann rússneskri söngkonu,
sem hét Ilena. Það var fimmta
hjónabandið. Hjónabandið e ntist
i tiu ár, og þá kom Virginia til
sögunnar i þriðja sinn. Loks átti
hann Idu. Það var sjöunda hjóna-
band hans, og hún lifði mann sinn.
Þá var einkalif Hardys ekki sið-
ur stormasamt. Hann var kvænt-
ur leikkonunni Myrtle Reeves i
tólf ár. Eftir skilnaðinn sagði
hún: „Hann fer verr með mig i
hónabandinu en Laurel i bió-
myndunum”.
Þau tóku saman á ný, en skildu
eftir tvö ár. Hardy bjó siðan i far-
sælu hjónabandi ásamt seinni
konu sinni, þar til hann dó árið
1957 eftir langvarandi veikindi.
Á niðurleið
Fjórði áratugur aldarinnar var
blómaskeið þeirra félaga. En
þegar heimurinn fór i striðið,
snerihamingjan við þeim bakinu.
Þeir voru þrælbundnir af samn-
ingum og voru óánægðir með þær
myndir, sem þeir voru skikkaðir
til að leika i.
Heilsu far Laurels versnaði
eftir þvi sem árin færðust yfir,
hann drakk of mikið, hjónabands-
flækjan óx, og eins fannst honum
sem honum væri farið að fara
aftur. Hann fékk vægt
hjartaáfall, en sagði engum frá
þvi. Gamanleikurunum tveimur
var boðið til Frakklands að leika i
kvikmynd, og þeim var fagnað
hjartanlega hvarvetna i Evrópu.
En myndin, sem var kölluð Robin-
sonKrúsó-land, misheppnaðist
gersamlega. Myndatakan tók
heilt ár, en átti að vara i þrjá
mánuði. Hardy veiktist alvarlega
og léttist um tuttugu kiló.
Þeir fóru tvisvar til Englands
til að reyna að vekja upp forna
frægð, árin 1947 og 1954. En þeir
voru orðnir rosknir og heilsutæpir
og árangurinn varð enginn.
Þá var áformað að koma þeim
á framfæri i sjónvarpi, en haustið
1956, áður en af þvi gat orðið, fékk
Hardy heilablóðfall og hann þjáð-
ist mjög siðasta árið sem hann
lifði. Hann hálflamaðist og léttist
smám saman niður i sjötiu kiló.
Hann gat ekki talað en skrifað gat
hann. Eitt sinn skrifaði hann:
„Allt er betra en þetta”.
Fyrstur tii að heimsækja Hardy
á sjúkrahúsið var gamall maður,
sem studdist við staf og komst
ekkert án hjálpar konu sinnar:
Stan Laurel var lika farinn að
kröftum.
En myndir þeirra lifa...
Hardy dó i ágúst 1957, 65 ára
gamall. „Þá er lokið sögunni af
Laurel og Hardy”, sagði Stan, og
nú grét hann fyrst i alvöru.
Stan Laurel var sykursjúkling-
ur. Hann hélt sig heima við og sá
gömlu myndirnar sinar verða
vinsælar að nýju i sjónvarpi.
Hann hlaut enga þóknun fyrir
þessar sjónvarpssýningar. Hann
sagði, að sér likaði engan veginn
það sem hann sæi, sérstaklega
vegna þess hve myndirnar hefðu
verið styttar og klipptar fyrir
sjónvarp.
Stan Laurel fékk hjartaslag ár-
ið 1965 og dó eftir skamma legu.
Hann varð 74 ára.
Áratug siðar komust þeir i
tisku, urðu poppstjörnur. Myndir
af þeim seldust jafn vel og plaköt
með Bay City Rollers eða Rod
Stewart.
Laurel og Hardy sungu ein-
hvern tima lag i vestra, sem þeir
léku i og hét „Lengst i vestri”.
Lagið var gefið út á plötu, og ný-
lega komst það á vinsældalista
vestan hafs og austan. Nú voru
gerð plaköt með þeim, barm-
merki og speglar með myndum af
þeim. Skrifaðar voru um þá bæk-
ur, og grinistar tóku að herma
eftir þeim i sjónvarpi og i nætur-
klúbbum. Stan Laurel hefði klór-
að sér i höfðinu og Oliver Hardy
fitlað við bindið, hefðu þeir orðið
vitni að þessu æði.
Þetta æði, sem geisaði veturinn
1975-76 og varð raunar ekki mjög
langlift, gerði tilveruna einhvern
veginn miklu skemmtilegri...
mmmimwm
Sendið okkur
hjólbarða og
látið setja
Uul-Cap
kaldsólningar
munstrið á
barðann.
Simar 4-39-88 & 4-48-88
Kópavogi
gBliOCtSE
Smiðjuvegi 32-34 —
Nordsjö lökk og mólning
í þúsundum lita, blandað
eftir hinu vinsœla
TINTORAMA litakerfi,
NORDSJÖ
MÁLARAMEISTARINN
Grensásvegi 50 — Sími 84950