Vísir - 03.06.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 03.06.1978, Blaðsíða 10
10 C Laugardagur 3. júnl 1978 VISIR ulgefandí: Rcykjaprent h/f Framkvæmdarstjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund ur Pétursson Umsjón með helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jóns’son, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson. Jónina Mikaelsdottir. Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Palsson Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. utlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson. AAagnús Olafsson. Auglýsinga. og sölustjóri: Pall Stefánssor ■ Dreifingarstjóri: Sigurður R Petursson Auglysingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Siðumula 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 2000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakið. Listahátíð í Reykjavík Milli stórátaka í pólitikinni hefst listahátíð í Reykjavík. Að sönnu er listahátíðin stórkostleg- ur menningarlegur viðburður. En þar að auki er hún eins og ástatt er nú kærkomin upplíf gun í því ófrjóa ástandi sem helgast af þrætubókarlist stjórnmál- anna. Sú líst er að vísu mikilvæg, en ekki þrungin þeirri andagift, sem menn eiga í vændum á listahátíð. Hátiðin er kennd við Reykja- vík, enda átti Reykjavikurborg snaran þátt i þvi að gera hana að veruleika. Og á sínum tima komu stjórnendur borgarinnar ásamt með listamönnum í veg fyrir að hún yrði lögð niður vegna takmarkaðra auraráða rikissjóðs. i dag er enn ástæða til að fagna að listahátíð skuli hafa lifað af. En þessi hátíð er annað og meira en menningarlegt fyrirbæri, sem einungis hefur lifað af. Hún hefur fest rætur í islensku þjóðlifi. Sú hefur orðið reynslan af fyrri hátíðum af þessu tagi, að þær hafa orðið innlendri listsköpun lyftistöng og glætt menningarlegan áhuga fólks, ekki bara í Reykjavík, heldur um landið þvert og endi- langt. Við höfum með þessum hætti fengið út hingað margt af þvi sem telst til hámenningar i heim- inum. Það er mikils virði bæði fyrir áhugafólk og innlenda listamenn. Sumir hafa áhyggjur af þvi að erlend stórmenni í list- um skyggi á þau atriði, sem inn- lendir listamenn leggja af mörk- um. Vel má vera að svo sé að einhverju leyti. En hitt er víst að sú menningarlega vakning, sem slík alþjóðleg listahátíð veldur, skýtur þegar allt kémur til alls traustari stoðum undir innlenda listsköpun. Við höfum á listahátiðum fengið heim íslenska listamenn, sem haslað hafa sér völl erlendis og standa þar í fremstu röð. Það er mikill fengur að hafa fengið Erró aó þessu sinni til þess að sýna myndir sínar að Kjarvalsstöðum. Hann er eins- konar tengiliður þeirrar innlendu og erlendu menningarstrauma, sem mætast á þessari hátið. Davíð Oddsson formaður framkvæmdastjórnar listahátíð- ar hefur sagt, að ástæðulaust sé að fá ofbirtu í augun eða taka bakföll af stjörnuáhuga, þó að stórkostlegt sé að svo miklir er- lendir listamenn sæki okkur heim eins og Rostropovitc, Nilson, Peterson og Söderström, svo að dæmi séu tekin. Um leið og komu þessara þekktu listamanna er f agnað er ástæða til að taka undir þessi orð framkvæmdastjórnar- formannsins. Það er í sjálf u sér út i bláinn að gera samanburð á innlendu og erlendu efni á hátíð sem þessari. Menn verða að meta hvern þátt fyrir sig í sínu eigin Ijósi. Um hitt geta menn svo endalaust deilt, hvernig eigi að byggja upp slíka hátíð. Um það verða engir tveir fyllilega sammála. Staðreynd er hins vegar, að forráðamenn hátíðarinnar hafa gert miklar kröfur og sett markið hátt. Einmitt þess vegna hefur þessu menningarfyrirbæri vaxið fiskur um hrygg. A listahátíð verður heldur ekki minnst án þess að geta um þátt Vladimirs Askenasys. Hann á öðrum frem- ur heiðurinn af því að ísinn var brotinn og við höfum fengið út hingað fulltrúa þess, sem hæst ber í listum á erlendum vett- vangi. Forráðamenn listahátíðar hafa að þessu sinni farið inn á ýmsar nýjar brautir, þó að margt sé með hefðbundnum hætti. Það nýmæli, að efnt var til kvikmyndahátíðar í vetur sem leið, hefur vakið talsverða athygli og valdið nokkrum deil- um að auki. En þar var riðið á vaðið og rudd braut fyrir list- grein sem hér hefur ekki fest rætur enn sem komið er. Þetta blað getur tekið undir með formanni framkvæmda- stjórnar hatíðarinnar þegar hann segir að markið verði ávallt að setja hátt með hátíð sem þessari jafnframt því sem þess sé gætt að hún verði aldrei fordildarhá- tíð, sem enga samleið á með fjöldanum. Listahátíð er ekki vinsældauppboð eins og menn hafa fengið að sjá svolitið af í stjórnmálalistinni undanfarnar vikur. Listahátíð i Reykjavík þjónar þeim tilgangi fyrst og fremst að auðga þjóðlif ið og ef la menningarlegan þroska fólksins i landinu. Að því leyti er stefnt í rétta átt. Ameriskt stjórnarfar hefur þann kostaðbreytt viðhorf leiða oft fljótt til lagabreytinga til að- lögunar viðkomandi skoöana- skiptum. Sem góð dæmi um þetta má nefna ný lög, sem taka mildara á neyslu marijuana, og lagabreytingar sem sýna breytta afstöðu til kynvillu. Neysla marijuana (sem fæst af cannabisjurtinni, en er miid- ara en hass) taldist glæpur alls staðar i Ameriku fram til ársins 1973. Neytendur jafnt sem dreif- aöilar voru dregnir fyrir lög og rétt ef uppvist varð um athæfi þeirra, dæmdir til fangelsis- vista og/ eða fjársekta, og dóm- arnir voru færðir á sakaskrá viðkomandi. Marijuana hefur hins vegar löngum verið litið mildari um en aðrir sóknir hafa aldrei leitt i ljós að fólk geti orðið háð marijuana likamlega, þótt sjálfsagt sé hægt að veröa háður þvi sálrænt HIN NYJU VIÐHORF TH MARIJUANA OG KYNVIUU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.