Vísir - 03.06.1978, Blaðsíða 19

Vísir - 03.06.1978, Blaðsíða 19
VISIR Laugardagur 3. júnl 1978 Kosningará islandi fara nú oröiö,einsog allir vita, fyrst og síðast fram í sjónvarps- sal. Það skiptir öllu máli hvernig stjórnmálamenn ,,taka sig út" á skerminum. Hvort þeir svitna á efri vörinni. Hvort augnaráðið flöktir frammi fyrir vélaraug- anu. Á því veltur fylgið. Eða fylgishrunið. Ljósmyndarar Vísis fóru viða á kosninganóttina um siðustu helgi og komu m.a. við í sjónvarpssal. Þar var verið að gera sjónvarpsmenn og stjórnmálamenn klára fyrir skerminn. Að gamni fórum við svo i myndasafn Vísis og leituðum að myndum frá alþingiskosningunum fyrir réttum lSárum, eða 9. júní 1963. Þá hafði sjónvarpstæknin ekki haldið innreið sína aðöðru markien að sjálfstæðismenn sjónvörpuðu leiðtogum sínum úr ræðustól á baráttufundi í Háskólabíói fram íanddyriðtil þeirra sem ekki komust fyrir inni í sal. Þá mynd sáu bara fylgisspakir sjálfstæðismenn og þótt leiðtogarnir væru ósminkaðir á skerminum vann f lokkurinn mjög á i kosningunum.... 19 ínnaDaaDnDaDDaaaDoaaaaDDaaDDDDDaaDoaaDDnaaa Vogar - Vatnsleysuströnd TIL LEIGU Góð þriggja herbergja íbúð við Tjörnina í Vogum er til leigu nú þegar. Til greina kemur að leigja ibúðina til lengri eða skemmri tima, eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 35617 um helgar og kl. 18-22 ó kvöldin D DDDDDDDDaDDDDDDDaDaDaDDDDDDDDDaDaDDDDDDaDDDaD LAUS STAÐA Starf deildarstjóra við rafmagnsdeild tæknideildar Rafmagnsveitna rikisins er laust til umsóknar. Áskilin er menntun i raforkuverkfræðí eða raforkutæknifræði. Umsóknarfrestur er til 23. júní 1978. Allar nánari uppiýsingar veitir forstöðumaður tæknideildar. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS LAUGAVEGI 116 REYKJAVÍK LAUS STAÐA Staða sérfræðings hjá Veðurstofu íslands er laus til umsóknar. Sérfræðingur þessi á að vinna að hafisrannsóknum og veita forstöðu upp- lýsingaþjónustu um hafis á islands- miðum. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Veðurstofu íslands, Bústaðavegi 9, Rvk. fyrir 1. júli 1978. VEÐURSTOFA ÍSLANDS Ritari óskast Opinber stofnun óskar að ráða ritara. Starfsreynsla nauðsynleg. Umsókn er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 7. júni merkt 4780. LAUS STAÐA Staða forstöðumanns fjármáladeildar Rafmagnsveitna rikisins er laus til um- sóknar. Umsækjendur skulu hafa viðskipta- og hagfræðimenntun eða starfsreynslu i stjórnun og meðferð fjármála. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfs- manna. Umsóknarfrestur er til 23. júni. Nánari upplýsingar um starfið veitir raf- magnsveitustjóri rikisins. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS LAUGAVEGI 116 REYKJAVÍK ------—-------------------------------i □aaaaaaDaaaaaDoaonDaaDoaata

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.