Vísir - 03.06.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 03.06.1978, Blaðsíða 13
ER EITTHVAÐ AÐ FOTUM YÐAR? VÖRURNAR HJÁLPA YÐUR FÁSTÍNÆSTA APÓTEKI KEMIKALIA HF. 01MUR SISIASOM & CO. SJL SUNDABORG 12 - SlMI 84800 - 104 REYKJAVlK KONUR 1 MYNDLIST Svölu rleifsdóttur Gúmmibjörgunarbatar áhrif frá þessum eöa hinum málaranum, ég verö aö mála öðru visi! ” þvi þá mundi ég ein- faldlega aldrei mála neit. Stundum er ég spurð að þvi hvort þaö sé ekki erfitt að vera frumlegur málari, eigandi for- eldra sem bæöi mála. Auövitað sé ég þaö sem gert er i kringum mig, hrifst af einu og ööru og verö fyrir áhrifum. En þegar ég mála horfi ég á myndefnið og reyni fyrst og fremst að koma tilfinningu minni fyrir þvi á léreftið án þess stööugt aö hug- leiða hvort einhver hafi málaö svipaöa mynd áður. Ég reyni ekki að mála eitthvað algerlega frumlegt sem ekki er tengt neinu þvi sem aörar manneskj- ur hafa gert, einfaldlega af þvi að lifið er ekki þannig. Saknar þú ekki stórborgar- innar? Ég verö aö mála hvar sem ég bý, hvort heldur er i New York eða Reykjavik. Þótt mikið sé um að vera úti, þá er timinn þar lika ódrýgri til vinnu. Annars hef ég nú ekki verið eingöngu á tslandi aö undanförnu, þvi ég er alltaf nokkra mánuöi á ári i New York. Er erfitt að vera kona og mál- ari samtimis? Sjáöu til, frá þvi ég man eftir mér, og meira aö segja áöur en ég fæddist, hefur mamma mál- að. Faöir minn er alveg laus viö fordóma gagnvart myndlistar- konum og það hefur aldrei kom- iö annaö til greina en að mamma málaði. Þvi finnst mér ekkert eölilegra en ég máli. Hins vegar hef ég orðið vör viö það, aö margir karlar viröast hálf hræddir viö myndlistarkon- ur, sérstaklega ef þær eru betri en þeir. Oft lita karlar svo á aö konur eigi auðveldara með að mála en þeir. Sumir álita jafn- vel að konur máli ekki af jan mikilli alvöru og þeir. Sam- félagiö ætlast til þess af körlum að þeir slái í gegn og nái góðum árangri út á við. Vonandi eru þessi mál aö smá breytast. Hvenær og hvar sýnir þú næst? Ég stefni að minni fimmtu einkasýningu i Bowery-galleri á næsta ári, en sýningartiminn er ekki endanlega ákveðinn. // m VISIB Laugardagur 3. júni 1978 Esjan í augum Temmu Bell. ' ATHUGIÐ VIRÐ OG GREIÐSLUKJÖR uppstillingar. Hér á tslandi er landslagiö svo stór hluti af um- hverfinu, aö þaö hlýtur að hafa sterk áhrif á mann. Birtan er svo breytileg og litirnir sterkir. Annars finnst mér oft eins og fólk liti á figurativar myndir al- mennt sem ljósmyndir. Ég er alls ekki að reyna að mála ysta yfirborö myndefnisins, heldur efnið i heild og það innra lif sem ég finn i þvi. Þegar ég byrja að Sjálfsmynd. mála mynd er oftast eitthvert ákveðið atriði sem ég hef i huga, en eftir þvi sem myndin þróast bætast önnur atriði við og þá er oft talsverð barátta háð til þess að ná jafnvægi á milli þessara atriða. Ég veit ekki hvernig mynd sem ég er að byrja að mála, kemur til með að lita út i lokin. Ég reyni að túlka tilfinn- ingu mina fyrir myndefninu i málverkinu. Þú málar þá ekki út frá skiss- um? Nei, mér hentar best að hafa viðfangsefnið fyrir framan mig meðan ég mála það. Með þvi að horfa á það sér maður smám saman ýmis konar tengsl milli skyldra og óskyldra atriða. Þvi málar þú svona breiðar landslagsmyndir? Ja, það er nú svo erfitt að ákveða hvenær á að segja stopp þegar verið er aö mála lands- lag, og freistandi að sýna öll fjöll sem sjást. Annars málaði ég fyrstu breiðu landslags- myndina fyrir frænku mina. Hún var að flytja úr ibúð sem var með stórkostlegu útsýni og langaöi til að eiga mynd af þvi. A meðan fjölskyldan pakk- aði saman búslóöinni og flutti út, málaöi ég útsýnið úr glugg- unum hennar og til að ná þvi öllu varð myndin að vera mjög löng. Siðan hef ég málað fleiri myndir með svipuðum hlutföll- um. Það er spennandi að reyna að túlka þessa ótrúlegu birtu sem er hér. Ég hef einnig málað talsvert I Flórida og eins og þú sérð er birtan i þeim gerólik myndunum héðan frá íslandi. Horfir þú á tsland með augum útlendings? Einhvern tima sagði mamma að fólkið hér þekkti landslagið svo vel, — hvert fjall með nafni, — að það hefði áhrif á hvernig það horfði á landslag. Ég er ekki bundin af þess háttar þekkingu og ef til vill finnst Islendingum einkennilegt að sjá oliutanka og byggingar sem samrunnar viö landslagið i myndum minum. Annars hef ég svo oft komiö til íslands og dvalið hér i lengri og skemmri tima að ég lit á það sem mitt annað heimili. Þaö var ekki fyrr en ég fór einn vetur til að læra meira i islensku i Há- skólanum, sem ég sá tslendinga i fyrsta sinn sem útlendinga. Það var einkennileg tilfinning fyrir mig. Auðvitað voru allir hinir islensku-nemarnir er- lendir. Hefur þú sýnt myndirnar þinar hér? Nei. Ég þekki svo fátt fólk hér sem er i myndlist. Ég umgengst aðallega ættingja mina hér. Ég er þvi ókunnug hér hvar á að panta sali o.þ.h. I atvinnulegu tilliti er ég tengdari New York en Reykjavik, þótt ég sé nú að mestu sest hér að. Það mynd- listarfólk sem ég þekki á heima i New York. Hópurinn sem stendur aö Bowery-galleriinu hefur svipaða grundvallaraf- stöðu til listar. Að sjálfsögðu málar enginn þeirra eins, en þau hafa svipaða tilfinningu fyrir myndlist. 1 mörgu tilliti er öðru visi að sýna þar en hér. Hvað finnst þér um Islenska myndlist i dag? Ég er nú hreinskilnislega ekki svo kunnug þvi sem er verið að gera hér núna. Ég hef aðeins oröið vör við það að myndlistarfólk hér virðist óttast að myndir þeirra séu ekki nógu nútimalegar. Það viröist ekki leggja nógu mikla áherslu á sjálft sig, eins og mér fyndist eðlilegt. En hvernig list þér á þær stefnur sem hafa verið á döfinni nú seinustu ár I erlendri mynd- list? Mér finnst óeðlilega sterk áhersla vera iögð á frumleg- heitin. Þegar ég byrja að mála mynd set ég ekki strik og hugsa svo: „Almáttugur, þetta eru Kyrralífsmynd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.