Vísir - 03.06.1978, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 3. júní 1978VISIR
FULLAR VERÐLAGSBÆTUR:
TOLUR UM FJOIDA LAUN-
ÞIGA LIGGJA
FYRIR
Tölur um fjölda þeirra
launþega sem fá fullar
verðbætur á laun sin
virðast ekki liggja fyrir
að sögn Kjararann-
sóknarnefndar. Það
liggur hins vegar ljóst
fyrir að þessir lág-
launahópar eru einkum
innan Verkamanna-
sambandsins, Iðju
félags verksmiðjufólks
og Verslunarmanna-
félagsins.
„Sökum annrikis hefur ekki
unnist timi til að kanna þetta
þar sem við erum fáliðaðir, en
ljóst er, að það er fólkið sem
vinnur samkvæmt þremur
lægstu töxtum verkafólks sem
fær fullar bætur” sagði bórir
Danieisson hjá Verkamanna-
sambandinu.
Hnn bætti þvi við að það væri
liklega mjög erfitt að reikna út
fjölda þessa fólks þar sem yfir-
borgarnir væru töluverðar til
dæmis i fiskvinnslunni.
Iðjufólk
,,Ég reikna með þvi að það
séu um 15-20% af félagsmönn-
um sem fái fullar bætur, en 7 af
19 töxtum okkar eru á því bili
þar sem verðbætur koma að
fullu” sagði starfsmaður Iöju er
haft var samband viö hann i
gær.
Hann taldi að mjög erfitt væri
að reikna það nákvæmlega út
hversu margir af um 3800
félagsmönnum Iðju fengju
óskertar verðbætur, þar sem
mikið væri um bónusgreiðslur
til dæmis i saumaiðnaðinum.
Verslunarmenn
.^angstærstur hluti af-
greiðslufólks i Reykjavik er á
þessu bili, en hins vegar fær
þetta fólk skertar verðbætur
þegar yfirvinna er tekin með.”
sagði Magnús L. Sveinsson
skrifstofustjóri hjá Verzlunar-
mannafélagi Reykjavikur.
Magnús sagði að þaö væri
unnin eftirvinna i öllum mat-
vöru- og nýlenduvöruverslunum
þannig að ljóst væri að þetta
fólk fengi ekki fullar bætur.
Er hann var inntur eftir þvi
hversu stór hluti af 8000 félags-
mönnum VR væri afgreiöslu-
fólk, sagðist hann telja að það
næði ekki helmingi tölu félags-
manna. —BÁ —
,Formóli morg-
undagsins'
A morgun, sunnudag,
verður opnuð i Lista-
safni Islands, sýning á
75 teikningum eftir jafn
marga bandariska
listamenn. Er sýningin
liður i Listahátið og
verður opin daglega
milli kl. 13.30 og 22.00.
Sýning þessi er komin frá lista-
safninu Minnesota Museum of
Art og er farandsýning. Island
er fyrsti viðkomustaðurinn, en
sýningin nær yfir 50 ára timabil
bandariskrar listasögu. Mikill-
ar fjölbreytni gætir i myndun-
um, bæöi að efni ogstil, enda við
þvi að búast, þar sem lista-
mennirnir eru fæddir á árabil-
inu 1867-1949.
í sýningarskrá ritar Malcolm
E. Lein, forstööumaður banda-
riska listasafnsins eftirfarandi
m.a.:
„Þegar ákveða skyldi efnivið
til þessarar sýningar, urðu
menn samdóma um, að engin
listgrein gæti á sama hátt og
dráttlistin gefið mynd af banda-
riskri list siðustu 50 árin, i
sýningu sem hlaut að verða tak-
mörkuð að stærð og verka-
fjölda. Dráttlistin er einlægt
eigin húsbóndi, eins og kamel-
ljónið aðlagast hún i skyndi um-
hverfi slnu og þörfum liðandi
stundar. Engin listgrein er eins
nátengd skpöunareðli lista-,
mannsins. Hún endurspeglar og
markar nýjar stefnur. Hún er
sjálfstæð og óháð, hefur þúsund
andlit i breytileik sinum, ögrar
kreddum.er óbundin af hefðum.
Húnopnar sýn til tilfinninga og
stefnumiða, hún leiðir- i ljós for-
tið og nútið, hún er formáli
morgundagsins. — Gsal_
Tónleikar í Hafnarfirði
Kór öldutúnsskóla efnir til tónleika i Hafnarfjarðarkirkju á morgun
(sunnudaginn 4. júni) kl. 5 s.d. Á efnisskránni eru bæði inniend og erlend
lög, þar á meðal nýtt kórverk eftir Jón Nordal tónskáid. Stjórnandi kórsins
er Egill Friðleifsson.
Menningarstofnun Bandaríkjanna studdi velviðbakiðá Listasafni Islands viðvíkj-
andi þessari sýningu og hér á myndinni eru forráðamenn Menningarstofnunar-
innar, Irving E. Rantanenog Paul Saxton, ásamt Selmu Jónsdóttur forstöðumanni
Listasafnsins og Jóhannesi Jóhannessyni, sem sá um uppsetningu sýningarinnar.
Vísismynd: JA
Myndlistaklúbbur Sel-
tjarnarness
sýningu
Myndlistarklúbbur-
inn á Seltjarnarnesi
hefur opnað sýningu i
Valhúsaskóla á Sel-
tjarnarnesi.
heldur
Klúbburinn er félag áhuga-
fólks um myndlist og er þetta
fimmta sýning hans, en hann
hefurstarfað i 7 ár og notið leið-
sagnar ýmissa listamanna.
Sýningin i Valhúsaskóla er
opin alla virka daga frá klukkan
17-22 ogum helgar frá 14-22, en
henni lýkur sunnudaginn 18.
júni'.
Leiðrétting
Vinningshafinn i áskrif-
endagetraun Visis heitir Páll
H. Kolbeins en ekki Páll H.
Kolbeinsson, eins og misritað-
isthafði. Er Páll beðinn afsök-
unar á þessari handvömm.
—Gsal
Vegleg bókagjöf til
Kennaraháskólans
1 gær var afhent i Danska
sendiráðinu bókagjöf frá
danska menntamálaráðuneyt-
inu til Æfingadeildar Kennara-
háskóla tslands.
Bókagjöf þessi er gefin fyrir
tilstuðlan sendiráösins, en á
undanförnum árum hefur verið
góð samvinna á milli Kennara-
háskólans og danska sendiráðs-
ins. íþvi' sambandi má benda á
þá aðstoð sem sendiráðið hefur
veitt við námskeið dönskukenn-
ara, sem haldin hafa verið i
Danmörku.
I umræöum sem farið hafa
fram um dönskukennslu á
grunnskólastigi kom fram sú
hugmynd frá danska sendiráð-
inu að leita eftir styrk frá
danska menntamálaráðuneyt-
inu til kaupa á heppilegum
bókakosti sem hæfði dönsku-
kennslu á grunnskólastiginu.
Rætt varum aö æskilegt væri að
reyna að samþætta dönskuna
öðrum fögum þar sem Danir
eiga mikið úrval af léttum og
aðgengilegum fræðibókum.
Bókagjöfina afhenti Frú
Madden, sendiráðsritari, en
Jónas Pálsson, skólastjóri, tók
við henni fyfir hönd Kennarahá-
skólans.
Jónas Pálsson, Stella Guömundsdóttir og frú Madden sendiráðsritari, virða fyrir sér hina veglegu bóka-
gjöf.
Vfsismynd GVA