Vísir - 03.06.1978, Blaðsíða 27

Vísir - 03.06.1978, Blaðsíða 27
VISIR Laugardagur 3. júnl 1978 27 áhorfendur. Karl: Og sterkt ljós i' eyrun svo að maður heyri ekki i áhorf- endum. Synfóniupopp fyrir all- ar kynslóðir Upphafslagið á seinni hlið plötunnar er vægast sagt ekki i anda diskómenningar ungu kynslóðarínnar. Það er hæg, tregafull iaglina sem er endur- tekin hvað eftir annað með æ flóknari strengjaleik. Ólafur Flosason leikur á óbó. Lagiö heitir Melchior og er eftir Hilm- ar. hafa verið fullorðinn. Lika þeg- ar hann söng með stelpurödd- inni i Amahl og næturgestirnir i sjónvarpinu. Hins vegar byrjar Hróðmar að lýsa þremur lauf- unum sinum i gamla daga við græna borðið: — Sko, ég setti i norður... — Er grundvöllur fyrir þvi sem þið eruð að gera? — Það kemur i ljós þegar platan er komin út, segir Karl. — Draumurinn er að geta éinbeitt sér að þessu, segir Hilmar. Það hefur hingað til ekki verið möguleiki að nýta þann pening, sem við höfum fengið fyrir að koma fram. Og 4 í Norrœna húsinu: Hróömar Sigurbjörnsson reynir að ná til fjöldans. — Nú var þetta lag flútt i þættinum Hér sé stuð á sinum tima. Hvað fannst einlægum að- dáendum þáttarins um slikt? Var þetta ekki bara synfóni- gaul? — Ég álit það mikinn heiður ef þetta er kallað synfóníugaul, svarar Hilmar. En þar sem þessi lög okkar eru yfirleitt melódisk, þá sé ég enga ástæðu til þess að ungu fólki misliki þau ef þau hlusta sæmilega. En i hraða nútimans... — Nú, ef fólk hlustar á þessa músik og lærir laglínurnar, þá getur þetta meira að segja orðið ágætis bilamúsik með timanum... — Þessi tónlist á að ná til allra kynslóða. Það er ansi gaman, að við höfum einmitt orðið vör við það að eldra fólki hefur likað mjög vel margt sem við erum að gera. — Nú tekur maður eftir þvi, Hilmar, að þin lög á plötunni eru yfirleitt svona tregafull. Hvað veldur? — Ég held i einlægni sagt, að ástæðan sé sú, hvað ég er allur hraður utan þessa. Ég fæ með þessu útrás fyrir hið hæga i mér. — Það er stundum ekki nokk- ur leið að skilja hann i sfma, segir einhver. Hið dularfulla silfurgræna ilmvatn Nú er reynt að fá Ólaf til að skýra frá örlagariku atviki úr æsku sinni, en hann segist alltaf það hefur verið ægilega baga- legtað geta ekki keypt sér söng- kerfi. Það hefur eyðilagt nokkra hljómleika. — Blóð, sviti og tár, segir Ólafur. Ég missti til dæmis af ferðalagi núna vegna þess að ég samþykkti af einskærri góð- mennsku við hina meðlimina að spila á kosningahátið. Og það fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. — Eitthvað undir lokin um plötuna? Hróðmar: Hún er ágæt. Karl: Það er landssöluþefur af henni. Textarnir fjalla ann- ars um náttúru, rómantik og pólitik. Hilmar: Söngurinn hjá Kalla á sennilega eftir að vekja at- hygli. Hann syngur aldrei tvisv- ar eins. Það á hann sameigin- legt með Megasi. Gunnar: Og svo er einnleyni- gestur á plötunni, með lands- fræga rödd.... Nú fór Gunnar að skýra frá þeirri æskureynslu sinni, þegar hann var i fyrsta sinn kallaður RauðskalliBrennivinsson. „Það var hannTryggvi Pétursi næsta húsi”. Kristin vill ekkert segja um sjálfa sig. — En hikstinn, segðu frá hikstanum, segir Karl. Hróðmar: Hvenær byrjaðirðu að hiksta? — Og hvað heitir svo platan? — Silfurgrænt ilmvatn. — Silfurgrænt ilmvatn? — Þeir selja það á Grensás- vegi 9. Spyrðu þar. —HHH laugardagur 3. júni kl. 17:00 Sunnudagur 4. júni kl. 20:30 Mánudagur 5. júní kl. 20:30 í sýningarsölum i kjallara: í bókasafni: NORRÆNA HÚSIÐ Opnun listasýningo ST0KKVARTETT KAUPMANNAHAFNAR' leikur verk eftir Mozart, Þorkei Sigurbjörnsson og Schubert GRIEG-DÚÓIÐ leikur verk eftir Jón Nordai, Grieg og Beethoven SEPPO MATTINEN OG HELLE-VIBEKA ERICHSEN málverk og grafikmyndir opið 14—19 VIGDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR „íslenskar jurtir og blóm” vatnslitamyndir opið 14—19 Verið velkomin. Við seljum... # Gluggatjaldaefni og húsgagnaáklæði úr bómull og ull — 450 tegundir # Kókos- og sisalgólfteppi — 25 tegundir. # Leðursófa og stóla — húsgögn i samkomusali og fundaherbergi — sérhönnuð húsgögn handa öldruðum. Við leggjum sérstaka óherslu á vandaðar og vel hannaðar vörur úr náttúruefnum, sem endast vel og vinna á með aldrinum. Vörur, sem menn geta verið stoltir af að hafa á heimili sínu cpal H V/Laugalæk Reykiavil V/Laugalæk Reykjavik — simi 36677 Opið mánudaga — föstudaga frá kl. 14-18» LISTA SKEMMTUN Fyrir sjálfboðaliða, 18 ára og yngri, sem unnu fyrir / SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN á kjördag, verður haldin í SIGTÚNI mánudaginn 5. jóní kl. 20-24 DISKÓTEK Baldur Br|QI1S$On skomnitir Boðsmiðar afhentir í Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 9-17 (mánudag)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.