Vísir - 03.06.1978, Blaðsíða 16
16
Laugardagur 3. júni 1978 vism
en þá breytti Emsi þeim bara og
sagbi: Guöbrandur greiöir allt
nema ekki hár sitt. Þetta var
ennþá verra vegna þess aö Guö-
brandur var alltaf svo ufinn um
hárið og þaö leit út fyrir aö hann
greiddi sér aldrei.”
„Oftast tókst okkur að greiða
úr vandræðum sjálfir. Flestir
tóku skopinu vel og meira aö j
segja gekk þaö svo langt aö !
menn uröu óánægðir ef þeim
var sleppt. Ég skal segja þér
eina sögu af þvi. Eins og þú
veist þá var Jónas frá Hriflu
mjög áberandi i pólitikinni á
þessum árum. Hann var svo að j
segja i hverri einustu reviu okk-
ar. Við ákváðum eitt sinn aö nú
skyldum viö sleppa honum al-
veg i þeirri næstu. Við geröum
þaö en þá var strax fariö að
minnastá þaövið Jónas aö hann
væri nú orðinn svo ómerkilegur
aö það væri ekki einu sinni hægt
að nota hann i reviu.
Siðar bættum við þætti við
sem átti að gerast á Laugar-
vatni. Komumst viö ekki hjá þvi
aö hleypa Jónasi inn. Skömmu
seinna mætti ég honum á förn-
um vegi. Hann vék sér að mér
ogsagði: „Er það rétt Haraldur
að ég komi fram i siðasta þætti
reviunnar?” Ég sagöi þaö vera
rétt. Þá rétti Jónas mér hönd
sina og sagði: „Þakka þér kær-
lega fyrir Haraídur minn.” Eft-
ir þetta vorum við mestu mát-
ar.”
— Fenguð þið aldrei sam-
viskubit þegar þið tókuð menn i
gegn?
„Þvi er ekki að neita að við
skömmuðumst okkar svolitið
þegar við sáum þá sem verið
var að skopast að með stirnað
bros einhvers staðar úti i sal. En
ég held að flestir þeir sem voru
áberandi i þjóöfélaginu hefðu
frekar viljað láta minnast á sig
heldur en að verða sleppt. Þá
hlautað vera meira en litið aö.”
„Við höfðum alltaf afbragðs I
leikara með okkur i Fjalakettin-
um og siðar þegar við stofn-1
uðum Bláu stjörnuna sem )
starfaði frá þvi Fjalakötturinn |
var lagður niður 1949 og til árs-
ins 1952. Ég vil sérstaklega
nefna vin minn Alfreð heitinn
Andrésson. Hann er besti j
gamanleikari landsins fyrr og
siðar að öilum öðrum ólöst-
uðum. Þegar hann birtist á
sviðinu þá hlógu allir. Hann
þurfti ekki annað en aö sýna sig,
það var óþarfi fyrir hann að
segja nokkurn hlut. Stundum
þegar við lékum saman i ein-
hverjum þætti þá kom ég á und-
an honum inn á sviöið og reyndi
að vera skemmtilegur en ekkert
dugði þar til Alfreð birtist. Þá
ætlaði allt vitlaust aö veröa.”
Fjalakötturinn sýndi ekki að-
eins reviur. Arið 1943 var sýnd-
ur frumsaminn islenskur
gamanleikur eftir þá Emil
Thoroddsen, Harald og Indriða
Waage sem nefndist Leynimel-
ur 13. Efni leiksins var um hús-
næöisvandamáliö á þeim árum
og fjallaði um hjón sem áttu 13
börn og voru að flytjast úr
bragga i húsnæði sem bærinn lét
þeim i té. Með aðalhlutverkin i
leiknum fóru þau Haraldur Á.
Aróra Halldórsdóttir og Alfreð
Andrésson. Þótti þessi leikur
takast mjög vel. Haraldur lék
Svein Jón Jónsson skósmið en
Alfreð K.K. Madsen klæðskera-
meistara. Skömmu fyrir frum-
sýningu fóru að birtast dular-1
fullar auglýsingar i blöðunum.
Ein var á þessa leið: Flestar ]
saumastofur bæjarins eru
lokaðar en 25. þessa mánaðar ]
opnar K.K. Madsen klæöskera-
meistari Leynimel 13. önnur j
hljóðaði svona: Er fluttur að
Leynimel 13, Sveinn Jón Jóns- j
son skósmiður. Þessar aug-
lýsingar urðu til þess að vekja
forvitni bæjarbúa sem voru
leiddir I allan sannleikann á
frumsýningunni.
Haraldur A. Sigurðsson leik-
ari heldur áfram að spjalla við
okkur i næsta Helgarblaði en
þar kemur hann viða við og seg J
ir okkur m.a. frá skemmtanalif-
inu upp úr 1950 og þá sérstak- j
lega i Sjálfstæðishúsinu. Einnig
frá ferðalögum um landið með j
stjórnmálamönnum, sögur úr j
Þjóðleikhúsinu og ýmsu öðru
sem allt of langt yrði að telja
upp.
í Leynimel 13. Haraldur og Aróra Halldórsdóttir
léku hjón sem voru aö flytja úr bragga í húsnæði
sem bærinn útvegaði þeim.
úr reviunni Allt i lagi lagsi. Hér eru þær Guðrún
Guðmundsdóttir (lengst til vinstri) Herdís
Þorvaldsdóttir, Erna Sigurleifsdóttir og Inga
Þórðardóttir.
Gunnar Bjarnason og Guðrún Guðmundsdóttir á
grimuballinu í revíunni Allt í lagi lagsi. Heldra fólk
ibænum hélt mikiðgrimuball þetta ár og því þurfti
að taka þann þátt í revíuna og gera heldur betur
grín að.
úr Upplyftingu árið 1946. Hér má sjá Emeliu
Jónasdóttur, Harald A., Jón Aðils og Aróru Hall-
dórsdóttur.
Hér eru þau Emelía Jónasdóttir og Gunnar
Bjarnason í Allt i lagi lagsi.
DAIHATSU
Ármúla 23 — sími 85870
Opið frá kl. 9-6.
\
Toyota Crown órg. '72 kr. 1.400 þús.
Toyota Crown órg. '70 kr. 1.100 þú$.
Toyota Mark 11 órg. '73 kr. 1.650 þús.
Cortina '74, 4ra dyra Verð kr. 1.450 þús.
Toyota Carina órg. '74 kr. 1.600 þús.
Toyota Corollo árg. '74 kr. 1.550 þús.
Toyota Corolla árg. '72 kr. 1.100 þús.
Maverick árg. '74 kr. 2,3 millj.
Toyota Corona árg. '75 kr. 2,4 mill{.
VW 1303 árg. '73 kr. l.millj.
Toyota Corona árg. '75 station 2,4 millj.
Datsun 140 i árg. '74 Kr. 1.400 þús.
Vantar nýíega bito á skrá/
BILAVARAHLUTIR
Cortina '67-'70
Willys '54-'55
Chevrolet Impala '65
Fiat 128 '72
Renault R-4 '72
Vauxhall Viva '69
Peugeout 204 '70
Rambler American 1967
PASSAMYIVDIR
teknar i Sifum
tilbúnar sfrax I
karna & f fölskyldu
LJOSMYNDIR
AUSTURSTRÆTI 6 S.12644
Eftirtaldar notaðar
Mazda bifreiðar til sölu:
929 sjálfskiptur árg.
77 ekinn 5 þús. km.
818 árg. 76 ekinn
23 þús. km.
818 station árg. 75
ekinn 45 þús. km.
BÍLABORG HF.
SMIÐSHÖFÐA 23 — SÍMI 81264