Vísir - 03.06.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 03.06.1978, Blaðsíða 11
Laugardagur 3. júni 1978 11 D.lflPHUGSANIR eftir Finnboga Hermannsson f SIGRAÐI Séra Arni Þórarinsson sagði, að það þýddi ekkert að tala við Guð eins og fullorðið fólk. Það yrði að tala við hann i einlægni einsog barn. Sigurvegari borg- arstjórnarkosninganna GuðrUn Helgadóttir hefur að sumu leyti tileinkað sér þessa aðferð séra Árna þó ekki i samtölum við Guð heldur mennska menn Að þvi verður komið siðar. Borgin brást misjafnlega við eftir að ósköpin dundu yfir á sunnudag. Mánudagurinn eftir skyldi verða dagur hinna löngu jarðýtutanna i Grjótaþorpinu áður en Alþýðustjórn Reykja- vikur léti til skarar skriða að þjóðnýta eignir manna og gera að geitarkofum. Meira að segja sápulögurinn i Sundlaug Vesturbæjar var þunnur á þessum mánudegi. Dinamiskt tómarúm rikti i miðborginni og engulikara en strætisvagnarnir skildu, að eitthvað óvenjulegt hafði gerst og fóru sér ögn hægar og með minni iskrum. Pólitikusarnir komu með hinar skyldugu yfirlýsingar i Mogganum. Magnús Torfi að fólk hefði verið óvenju utan við sig þennandag,Ragnar Arnalds aö þeir alþýðubandalagsmenn teldu fólk orðið fullsatt á verk- um rikisstjórnarinnar einsog venjulega, Óli Jó var ekki búinn að koma sér upp neinni skýringu, Kjartan krati úr firð- inum ekki heldur. Geir Hallgrimsson átti aftur á móti langa skýringu úti Washington D.C., og var ekki hafður með litlu köllunum heldur settur i fjórdálk á bakið. Þar kom eftir- farandi fram meðal annars: „Sinntum ekki sem skyldi að svara ýmsum rangfærslum, útúrsnúningum og árásum á aðgerðir ríkisstjórnarinnar eins og t.d. þegar kommúnistar Hinn nýi borgarstjóri les úr hirðisbréfi sínu, til borgara og borgarstjórnar. reyndu að koma þvi inn hjá fólki, að nýju bráðabirgðalögin hefðu skerðingu á kjörum fólks i för með sér miðað við efnahgsráðstafarninar i febrúar sl.” Svo mörg voru þau orð. Bókin um hann Palla, kom út fyrir jólin og fór inn á ámóta mðrg heimili og Morgunblaðiö og er þá mikið sagt og fátitt um eina bók að undanskilinni simaskránni. Svo vill til að Palli þessi er eingetið afkvæmi þeirrar Guðrúnar sem getið er i upphafi máls þótt hann sé til málamynda feðraður og kallaður Vilh jálmsson. Samkvæmt bókmenntaiegri rýni er sjónarkornið gleraugun hans Palla, sem er niu ára persónuleiki. Palli er ungur og er ennþá að batna. Hann er hreinskilinn og furðu naskur á aðalatriðin i tilverunni. Talar formálalaust og án allra mála- lenginga, þótt tungutakið áé kannski ekki uppá gullaldar- máta, en það virðist samt hafa komist tíl skila. Palli kann heldur ekki að blöffa eða að slá ryki i augu fólks eftir gömlum aðferöum. Hann er persónuleiki með náttúrulega réttlætiskennd og mundi vera kallaður þjóðfélagslega meðvitaður ef hann værieldri. Það sannaðist á sunnudaginn var, að gamla aðferðin er hætt að hrifa. Baráttuaðferð SK — Samtaka Krakka — hefur sigrað að lok- um. Þrátt fyrir þá staðreynd notar Geir Hallgrimsson gömlu aðferðina i Washington D.C. þótt hún sé orðið liðið Uk og kallar málefnalega umræðu Páls Vilhjálmssonar herbragð kommúnista. Og Borgin hlær. Páll Vilhjálmsson er hinn raunverulegi sigurvegari borg- arstjórnarkosninganna. Þetta eru „þrumuúrslit” sem enginn átti von á nema ef til vill Páll einn. Brandarabókin hans Palla er hugm yndafræðilegur bakhjarl þess sigurs sem unnin var. Stefnuskrá SK — Samtaka Krakka — er einföld og auðskil- in i fimm höfuðliðum, svohljóðandi: SAMTÖK KRAKKA REGLUR F YRIR ÁLLA 1. Verið góð við alla — ekki bara þæg. 2. Segið alltaf satt — ekki að reyna að plata. 3. Gangið vel um allt — ekki bara heima. 4. Ræðið alltaf málin — ekki strax að rifast. 5. Vinnið allir saman — það er meira gaman. OGSAMTAKA NÚ” Það er rangt hjá Morgunblaðinu að Karl Marx sé orðinn borgarstjóri i Reykjavi"k. Hinn nýi borgarstjóri heitir Palli. Hin nýja alþýðustjórn i Reykjavík. Erró sá úrslitin fyrir. eins og öðrum vimugjöfum. Reyndar hafa margir unnendur marijuana lengst af haldið þvi fram að áfengi sé mun skað- legra mannskepnunni en marijuana. 1 samanburði við fikni- og ávanaefni eins og heróin, kókain og ýmsar lyfjategundir virkar marijuana ákaflega saklaust. En amerisk lög settu þessi eftii öll undir sama hatt, og refsing var oft svipuð fyrir neyslu og dreifingu þeirra. Hins vegar kom alltaf betur og betur i ljós að munurinn er mikill. Neysla marijuana jókst jafnt og þétt, sérstaklega meðal ungs fólks sem vildi komast hjá oft óþægi- legum hliðarverkunum áfengis, en hafði litinn áhuga á sterkum vanabindandi vimugjöfum. önnur ástæða vinsælda mariju- ana var (og er) sú, að það er auðvelt að rækta það i heima- húsum. Siðari hluta sjötta áratugsins og fyrri hluta þess s jöunda jókst fjöldi dómsmála vegna mariju- ananeyslu eða dreifingu þess margfalt hraðar en fyrir önnur afbrot. Neytendum marijuana fannst þeir hins vegar leiknir full grátt. Þeim fannst glæpur- inn ekki verðskulda hina oft hörðu refsingu. Þeim fannst neyslan ekki einu sinni vera neinn glæpur, sérstaklega ekki þar sem marijuananotkun fellur frekar i flokk áfengisneyslu hvað áhrif og fikn snertir. Það sem' liklega hefur þó ráð- ið úrslitum um að tekið var á málinu var aukin marijuana- neysla fuliorðinna. 1 hópi þessa fólks voru m.a. stjórnmála- mennog annað áhrifafólk. Eftír þvi sem fleiri og fleiri neyttu marijuana, þess meir stækkaði hópur þeirra sem þótti refsing við neyslu vimugjafans óviðun- andi. Oregon varð fyrsta riki Bandarikjanna til að breyta lög- um um neyslu marijuana, árið 1973. Neysla þess var ekki gefin frjáls, en refsingunni var breytt til samræmis við „glæpinn”. Það var ekki lengur glæpur að neyta marijuana, heldur aðeins minniháttar afbrot, likt og að leggja bil ólöglega. Fyrir að hafa i fórum sér 28 grömm eða minna af marijuana þýddi 100 dollarasekt (um 25 þúsund kr.). Sektargreiðslan var ekki færð á sakarskrá viðkomandi. Niu önnur riki Bandarikjanna hafa fylgt fordæmi Oregon — öll með svipaðar lagabreytingar. Alaska hefur þó gengið skrefi lengra. Þar má hver og einn hafa löglega i fórum sinum eins mikið af marijuana og þykir hæfilegt til persónulegra nota. Fólk má einnig rækta mariju- ana til einkanota. En það eru enn 40 riki eftir, og i mörgum þeirra er enn drjúg andstaða gegn mildari tökum á marijuananotkun. Eitt þessara rikja er Texas, þar sem neysla marijuana þýddi til skamms tima lífstiðarfangelsi. Refsingin hefur verið milduð aðeins að undanförnu. Þeir Texasbúar voru hins vegar örlátari á á- fengið. Allt frá þvi aö fyrstu landnemarnir þeystu þar um sléttur hefúr ekki mátt selja á- fengi á veitingahúsum i minni skömmtum en hálfflöskum. Þeir sem skruppu á krána þurftu oftastaö skriða út aftur, eða vorubornbornir út. Þessum lögum var breytt 1971, og nú má selja áfengi i sjússavis i Texas. Carter forseti hefur mæit með þvi að refsing fyrir meðferð marijuana verði milduð alls staðar, og færð á svipað stig og i Oregon. Mildun refsingarinnar i rikj- unum tiu hefur leitt til þess að lögregla skiptir sér næstum aldrei af neytendunum, nema marijuana sé hreinlega veifað fyrir framan nefið á vörðum laganna. Þetta afskiptaleysi hefur samt ekki leitt til mikillar aukningar neyslu. Könnun i Oregon i fý rra leiddi i ljós að 25 prósentþeírra sem eru 18 ára og eldri sögðust hafa prófað neyslu marijuana. 1973 sögðust 19 prósent sama hóps hafa reynt marijuana. Neysla meðal aldr- aðravarminnst, en 1977 sögðust 62prósent i aldurshópnum 18 til 29 ára hafa reynt marijuana. Neysla marijuana er hins vegar ekki lögleg, og aukin neysla hefur leitt til meira smygls. Verðir laganna beina spjótum sinum aðallega að stór- smyglurum, aðilum sem reyna að koma nokkrum tonnum inn i einu. 1977 gerði lögreglan 500 tonn af marijuana upptæk, en reiknað er með að tifalt það magn hafi sloppið inn. Mestu er smyglað frá Mexikó, Hawaii og Suður-Ameriku. Marijuana er hins vegar langt frá þvf að vera ofarlega á lista lögreglunnar. T.d. fer helming- ur starfstima amerisku fikni- efnalögreglunnar i að eltast við heróindreifendur. Kynvillingar eru annar þjóð- félagshópur i Ameriku sem nýtur sifellt meiri stuðnings. Ekki svo að skilja að allir Amerikanar séu að verða kyn- villtir, heldurfinnst mörgu rétt- sýnu fólki að óhæfl sé að láta nokkurn liða fyrirkynferðislega afstöðu sina. Kynvilltir hafa löngum átt i erfiðleikum með að fá húsnæði og atvinnu. Margir kjósa þvi að fara leynt með kynvillu sina. Þeir sem fara opinskátt meö hana mæta hins vegar ótal erfiðleikum. Fjöldi fólks, kynvillt og ekki kynvillt, telur hins vegar að það sé jafnmikið óréttlæti aö mis- muna vegna kynvillu og að mis- muna vegna litarháttar, kyns eða þjóðernis. Hreyfingar hafa verið vfða i Ameriku um að fá fram bann við mismunun vegna kynvillu. Þannig að léki grunur á að aðila hefði verið neitað um húsnæöi, | atvinnu, lán o.þ.h. vegna kyn- villu, þá teldist slikt ólögmætt. Frægasta hreyfing af þessu tagi I átti sér eflaust stað i Dade | County i Flórida á siðasta ári. Þar var söngkonan Anita Bryant fremst i flokki þeirra j sem lögðustgegn lagabreytingu | sem bannaði mismunun vegna kynvillu. Flokkur Bryant vann i þetta skiptið. En viða annars| staðar hafa lagabreytingar ver- ið geröar i borgum og bæjum J sem miða að þvi að láta fólk ekki liða fyrir kynvillu sina. Bann við mismunun vegna kynvillu er þyrnir i augum margra, sem telja kynvillu striöa gegn öllum lögmálum, jafnt andlegum sem veraldleg- | um. Trúflokkar hafa þvi gjarna staðið hvað einarðlegast gegn jafnrétti kynvilltra. Vegna mik- illar andstöðu sums staðar og meira umburðarlyndis annars staðar, hafa kynvilltir gjarna flykkst á þá staði þar sem mis- munun gegn þeim er bönnuð. Höfuðborg kynvilltra i Ameriku er San Francisco, þar sem talið er aö 28 prósent hinna 900 þús- und ibúa séu kynvilltir. En þrátt fyrir aukið umburð- arlyndi og minni mismunun, er vart við þvi að búast að Amerikanar gerist hlynntari kynvillu en aðrar vestrænar þjóðir. Þeir virðast hins vegar stefna að þvi að gera hinum kynvilltu lifið a.m.k. jafn bæri- legt og öðru fólki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.