Vísir - 03.06.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 03.06.1978, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 3. júni 1978 VISIR Heilsuræktin HEBA Auðbrekku 53— Sími 42360 Dömur othugið! Nýtt 4ra vikna námskeið i leikfimi hefst 5. júni. Sturtur, sauna, ljós. Nudd á staðnum Innritun yfir helgina i sima 86178 Nauðungaruppboð sem auglýst var i 13., 16 og 18. tbl. Lögbirtingablaös 1978 á m/b Skutli 1S-451, þingl. eign Halidórs Jónssonar fer fram eftir kröfu Jóns N. Sigurössonar hrl. viö eöa á skipinu I Reykjavikurhöfn þriöjudag 6. júni 1978 kl. 16.00. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á Siöumúia 30, þingl. eign Emils Hjartar- sonar fer fram á eigninni sjálfri miövikudag 7. júni 1978 kl. 14.00. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 3., 6. og 9. tbl. Lögbirtingablaösins 1978 á eigninni sjálfri Arnartanga 59, Mosfellshreppi, þingl. eign Siguröar Haildórssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Ingólfs- sonar, hdl., á eigninni sjálfri miövikudaginn 7. júni 1978 kl. 4.00 e.h. Sýslumaöurinn I Kjósarsýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var i 101. 103. og 106. tbl. Lögbirtingabiaösins 1977 á eigninni Álfaskciði 50, Hafnarfiröi, þingi. eign Arn- grims Guöjónssonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikis- sjóös, á eigninni sjálfri þriöjudaginn 6. júni 1978 kl. 4.30 e.h. Bæjarfógetinn IHafnarfiröi Nauðungaruppboð sem auglýst var 13., 6. og 9. tbl. Lögbirtingablaðsins 1978 á eigninni Arnarhrauni 20, ibúö á 1. hæö t.v. Hafnarfiröi, þingl. eign Vilborgar Sigurjónsdóttur, fer fram eftir kröfu Innheimtu Hafnarfjaröar og Innheimtu rikissjóös á eign- inni sjáifri þriöjudaginn 6. júni 1978 kl. 3.00 e.h. Bæjarfógetinn iHafnarfiröi Nauðungaruppboð sem auglýst var i 101., 103. og 106. tbl. Lögbirtingablaösins 1977 á eigninni Hraunkambi 4, efri hæö, Hafnarfirði, þingl. eign Guðbjarts Benediktssonar, fer fram eftir kröfu Inn- heimtu rikissjóös á eigninni sjálfri þriöjudaginn 6. júni 1978 kl. 2.00 e.h. Bæjarfógetinn IHafnarfiröi Nauðungaruppboð sem auglýst var 1101., 103. og 106. tbl. Lögbirtingablaösins 1977 á eigninni Breiövangur 28, Ibúö á 2. hæö B, Hafnar- firöi, þingl. eign Einars Árnasonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu ríkissjóös og Innheimtu Hafnarfjaröar, á eign- inni sjálfri þriöjudaginn 6. júni 1978 ki. 1.30 e.h. Bæjarfógetinn I Hafnarfiröi Kojak kvikmyndaður í New York: Hvar endar Telly og hvar byrjar Kojak? K yntáknið í gœrkvöldi fengu sjónvarpsóhorfendur forsmekkinn og á þriðjudag hefur göngu sina einhver vinsœlasti ntyndaflokkur siðustu óra Sviðið er ein þessara óhrjálegu lögreglustöðva í New York, sem bíó- og sjónvarpsáhorfendur um allan heim eru orðnir þaulkunnugir. Theo Kojak er reiður. Glæpa- faraldur geisar T stórborginni og lögreglu- þjónn hefur verið myrtur. Kojak trúir á lögin en stundum finnst honum þau ekki ganga nógu langt. ,/Svarið er þvingun", hrópar hann og mundar gildart fingur vonskulega. „Þvingum hvern einasta bófa, þjóf, mellu- dólg, okurlánara, veðmangara eða vasaþjóf. Látum hart mæta hörðu. Ef þeir spyrja hvað klukkan sé, þá skulið þið kæra þá fyrir óspektir á almanna- færi. Ef þeir svo mikið sem hnerra í neðanjarð- arlestinni, þá kýiið þá kalda. Látið þessi boð berast. Þannig verður það þar til löggumorðing- inn er kominn í gröfina. Segið að Kojak hafi sagt það." Boð hans berast nú um heimsbyggðina þvera og endilanga, á ensku, spænsku, portúgölsku, þýsku,, japönsku, í Sví- þjóð og viðar og nú eru þau komin til Islands. í Þýskalandi fylgjast rúmlega 18 milljónir manna aö staöaldri með ævintýrum Kojaks. Þar gengur hann almennt undir nafninu „makkalausa ljónið”. 1 Venesú'ela er nafn hans krotað á veggi innan um pólitisk slagorö. Hann er inni á gafli á átta milljónum japanskra heimila, og leikarinn sem leggur til rödd Kojaks á japönsku lét krúnu- raka sig til dýröar hetjunni. Þriðjungur ensku þjóöarinnar horfir jafnaöarlega á Kojak og drottningin hefur ekki misst af einum þætti. Telly Savalas sem leikur þennan sköllótta, lifs- reynda en mannlega lögreglu- mann er fyrsta alþjóölega stór- stjarna sjónvarps. Þetta þykir þeim mun undar- legra fyrir þær sakir að Kojak er engan veginn fyrsti sjón- varpsmyndaflokkurinn sem hlýtur heimshylli. Fyrir nokkr- um árum var horft á „Bonanza” jafnt i Bangkok sem Bolungar- vík og „Saga Forsyte-ættarinn- ar” vakti sömu hrifningu i Leningrad sem á Leifsgötunni. Aö undanförnu hefur sannkallað Kojak-æði geisað i meira en 70 löndum. Aðdáend- urnir ganga i Telly-bolum, sjúga Kojak-sleikibrjóstsykur og steypa sér yfir Savalas hven- ær sem færi gefst. En hann lætur sér það vel lynda. Hann var áður skrif- stofumaður i opinberri þjónustu og sneri sér ekki að leiklist fyrr en hann var farinn að nálgast fertugt. Vart er hægt að imynda sér óliklegra kynþokkatákn en þennan sköllótta, bólugrafna, nefbrotna mann. Hvað veldur vinsældunum? Savalas telur sjálfur að sér hafi tekist að skapa persónu sem virðist raunverulegur lögreglumaður. Þegar aðrir leikarar séu i hlutverki lögreglu séu þeir einfaldlega aö leika löggu. — Þegar áhorfendur sjá Telly eða Kojak eða hvað hann nú heitir, sjá þeir sjálfa sig , segir hann. En venjulegast verða menn ekki heimsfrægir fyrir það eitt að vera hversdagslegir. Skýringin er frekar sú að flestir ala með sér von um að fá einhvern timann að sýna hetju- lund sem felst i reisn, dirfsku og sterkri réttlætisvitund.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.