Vísir - 03.06.1978, Blaðsíða 22

Vísir - 03.06.1978, Blaðsíða 22
__ m Laugardagur 3. júnr 1978VTSIH SANOPAPPfR ef tir Gu^jón Arngrímsaon Óli Tynes lét þess getiö í sandkassanum i síðasta Helgarblaöi að í vikunni þar á undan hefðu blöðin verið svo leiðinleg að það næði ekki nokkurri átt. Hann er enda úti á landi núna og hefur sjálfsagt litlar áhyggjur af því æp- andi gati sem hann skildi eftir sig hér í blaðinu. En hafi honum fundist blöðin leiðinleg fyrir kosn ingarnar er ekki gott að segja hvaða lýsingarorð hann hefði grafið upp til að lýsa þeim vikuna eftir. Hvað skyldi okkur annars hafa verið sagt oft i síðustu viku að landsmálin hefðu spilað óvenjustóra rullu í þessum sveitarstjórnar- kosningum? Eða að al- þýðan hefði í þeim verið að mótmæla kjara- skerðingarlögunum? Skyldi það hafa farið framhjá nokkrum að vinstri flokkarnir í Reykjavík ætla að vera samhentur og ábyrgur meirihluti og að Sjálf- stæðisf lokkurinn mun verða samhentur og ábyrgur minnihluti? Annars hefur gamla góða #/deja vu" tilf ínníngin fylgt þessum kosningum og kosningabaráttu eins og sjálfsagt flestum þeim sem á undan hafa gengið. Þessi tilf inning að hlutirnir hafi gerstáður—að maður sé að endurlifa. Vfsinda- menn segja að allir þekki hana. Með því að kíkja i gömul blöð kemst maður reyndar að því að hér er um að ræða heldur en ekki meira en til- finninguna eina saman. Leiðari Visis 11. mai seg- ir til dæmis: „Menn geta gert sér i hugarlund hvernig ástandið yrði í Reykjavík ef vinstri borgarstjórn kæmist til valda. Fjáraustur og fjár- máiaóreiða myndu halda innreið sína ásamt aukinni skrif f insku og stefnuleysi í framkvæmdum". Sá sem þetta segir er Jónas Kristjánsson annó 1974. Nokkrir málaf lokkar eru öðrum meira áberandi í pressunm Mikil læti og hamagang- ur varð í sambandi við bráðabirgðalög Ríkis- s t j ó r n a r i n n a r. „7 % KAUPHÆKKUN „KIPPT ÚT" " er aðalfyrirsögn í Visi einn daginn. Núna eru slíkir hlutir kallaðir kjara- skerðingarlög eða á fínna máli „ráðstafanir rikis- stjórnarinnar í efnahags- málum.". Vikurnar fyrir kosningar 1974 birtast alltaf annað slagið fréttir um slælega utankjörstaðakosningar- kjörsókn. Utankjörstaðar- kosningarkjörsóknin þótti alveg jafn slæm 1978. iþróttasíður blaðanna voru yfirfullar af fregnum og viðtölum í sambandi við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu 1974 sem þá var haldin í Þýskalandi. Þá höfðu menn áhyggjur af hermdarverkum - öryggis- gæslan var ógnvænleg en við uppá Islandi fylgdust nákvæmlega með því hvernig senterar snéru á sér ökklann á æfingum, eða voru óánægðir með lýsinguna á náttborðinu í hótelherberginu sínu. Al- veg á sama hátt er hefur okkur núna verið sagt frá því skilmerkilega frá því þegar fuglahópur flýgur yfir þýska leikmenn á æfingu og að rúm ítölsku leikmannanna séu f það stysta i annan endann. I mai 1974 voru lika fréttir af íslenska ung- lingalandsliðinu í fótbolta sem nýkomið var heim úr keppni án þess að hafa unnið leik. Sömu sögu var að segja núna um daginn. Listahátíð var mikið í fréttum. Margir heims- frægir kraftar lögðu þá leið sína til landsins og bú- ist var við miklu tapi. I Vísi mátti lesa að >/íslensk listaverk koma til landsins vátryggð fyrir milljónir", og með sérstökum varð- manni. Síðustu daga höf- um við armir verið að lesa akkúrat það sama, nöfnun- um hefur bara verið breytt lítillega. „Hvítu kollarnir aftur í náðinni" mátti lesa í Vísi í maí 74 og í öllum blöðum birtust myndir af að- skiljanlegum skólaslitum og stúdentahópum. Dag- blaðið sagði svo um daginn frá því að „hvitu kollarnir aftur í tisku". Og ekki hef- ur skort stúdentahópana á siðum blaðanna. En pólitikin er auðvitað mál málanna. Og þá er óhætt að sigla enn lengra aftur í tíðina en til ársins 1974. Á kosningaf undi tveim dögum fyrir kjördag 1970 sagði Bjarni heitinn Benediktsson meðal annars: „En þegar við hugsum um Reykjavík og hvað mundi við taka ef við misstum meirihlutann verð ég að játa að það setur að mér ugg og hræðslu um framtið borgarinnar. Þá blasir við algjör glundroði. Þá ættu þeir að taka við sem hvorki geta starfað saman innbyrðis eða flokka á milli og sundrung- ar og haturshjörð að taka við forráðum í okkar kæru höfuðborg, Reykjavík sem við erum öll stolt af að vera borgarar í." Daginn fyrir kosningar 1974 sagði Albert Guð- mundsson í Vísi: „Þá hef- ur á þessu kjörtímabili oft verið átakanlegt að horfa uppá þennan sundurlausa hóp vinstri manna í borgarstjórn sem eytt hefur öllu kjörtímabilinu í tal um samstöðu sín á milli til þess að fella borgar- stjórnameirihluta sjálf- stæðismanna. Allt þeirra talog öll þeirra fundarhöld hafa verið árangurslaus og eftir hvern fund þeirra hefur sama sterka og trausta fylking sjálf- stæðismanna blasað við þeim samstilltari og ákveðnari en nokkru sinni fyrr." Og þriðjudaginn fyrir kosningar segir blað allra landsmanna í leiðara: „ En hafa ber í huga að meirihluti sjálfstæðis- manna er ekki tryggður. Og hann vinnst ekki nema stórir hópar kjósenda í Reykjavík sem styðja aðra flokka í landsmálum komi t Smáauglýsingar — simi 86611 J Til sölu Sumarbústaöaeigendur Gaseldavél ásamt gaskút og til- heyrandi fylgihlutum til sölu. Uppl. i sima 71244 e. kl. 18. Gróöurmold. Orvals gróöurmold til sölu, heim- keyrð.Uppl. isíma 81710og 71193. Stáltunnur mjög sterkar til sölu. Simi 32500. Til sölu vökvatjakkar i vinnuvélar (ýmsar stærðir). Einnig til sölu á sama staö tvö vinnuvéladekk, (afturdekk á felgum, undir JCB- gröfu seljast ódýrt. Litið slitin). Uppl. i sima 32101 næstu daga. Trjáplöntur. Birkiplöntur i úrvali, greni og fura. Opið frá kl. 8-22, nema sunnudaga frá kl. 8-16. Jón Magnússon, Lynghvammi 4, Hafnarfiröi Simi 50572. llúsdýraáburöur. Bjóöum yður húsdýraáburð til sölu á hagstæðu verði og önnumst dreifingu hans ef óskað er. Garðaprýöi. Simi 71386. Til sölu Litið þægilegt sófasett. Ósam- stætt áklæöi. Þarfnast yfirdekk- ingar, á kr. 30 þús. Tilvalið i sumarbústaðinn eöa i sjónvarps- herbergið. Stiginn barnabill sér- lega verklegur á kr. 10 þús. Uppl. i síma 50399. Til sölu barnarimlarúm, hár barnastóll, skólaborö meö áföstum stól, 2 eins barnarúm úr tré o.fl. Selst allt ódýrt. Uppl. i sima 43682. llvað þarftu aö selja? Ivað ætlarðu að kaupa? Þaö er ;ama hvort er. Smáauglýsing i /isi er leiðin. Þú ert búinn að sjá lað sjálf/ur. Visir, Siðumúla 8, ;imi 86611. Ánamaökar til sölu. Hagstætt verð. Uppl. i sima 30944 eftir kl. 18. Sokkasala Litið gallaðir herra-, kven- og barnasokkar seldir á kostnaðar- verði. Sokkaverksmiðjan, Braut- arholti 18, 3. hæð. Opið frá kl. 10.-3. Óskast keypt Bókaskápur óskast. Óska eftir að kaupa vandaðan bókaskáp eða skápa. Uppl. i sima 84824. Upphlutssilfur. Upphlutssilfur óskast keypt. Helst barnastærð. Uppl. I sima 1964, Selfossi. Sláttuvél óskast. Garðsláttuvél óskast til kaups. Allar gerðir og stærðir koma til greina (meö mótor). Uppl. i sima 72080 á daginn og 86592 á kvöldin. Húsgögn Til sölu sófasett 3ja sæta, 2ja sæta og 1 stóll. Verö 60 þús. kr. Simi 75916. Skrifborö til sölu. Mjög gott skólaskrifborð til sölu. Uppl. i sima 42907 eftir kl. 17 i dag. Hjónarúm til sölu. Simi 53421. Nú borgar sig aö láta gera upp og klæða bólstruðu húsgögnin. Falleg áklæði. Munið gott verð og greiðsluskilmála. As- húsgögn, Helluhrauni 10,Hafnar- firði,simi 50564. Svefnbekkir og svefnsófar til sölu. Hagkvæmt verð. Sendum i póstkröfu út á land. Uppl. að öldugötu 33, simi 19407. Tveggja manna svefnsófi, dreginn út frá bakinu, kr. 35 þús. Norskt sófaborð kr. 20 þús. Bæsað skrifborð i barnaherbergi kr. 7 þús. Uppl. i sima 30832 e. kl. 17. Til sölu vegna brottflutnings. i Antik boröstofuborð meðsex stól- um. Ljósakróna, standlampi og svefnbekkur Uppl. i sima 12353. Svefnherbergishúsgögn. Svefnbekkir og rúm, tvibreiöir svefnsófar, svefnsófasett, hjóna- rúm. Kynnið yður verð og gæði. Sendum i þðstkröfu um land allt. Húsgagnaverksmiðja Húsgagnaþjónustunnar, Langholtsvegi 126. Simi 34848. Til sölu vegna brottflutnings: Antik borð- stofuborð með sexstólum. Ljósa- króna, standlampi og svefn- bekkur. Uppl. I sima 12353 eftir kl. 16 Gott hjónarúm til sölu ódýrt. Simi 71498. Sjónvðrp Okkur vantar nokkur notuö og góð sjónvarps- tæki i setustofu Hrafnistu, Hafn- arfirði. Uppl. i sima 53811 á skrif- stofutima. Hijémtæki tsskápur. Óskum eftir að kaupa litinn og góðanisskáp. Vinsamlega hringið I sima 32129 eftir kl. 12. ÍTeppi Gólfteppaúrval. Ullar og nylon gólfteppi. A stofu, herbergi, ganga, stiga og stofnan- ir. Einlit og munstruð. Við bjóð- um gott verð, góöa þjónu^tu og gerum föst verötilboö. Þaðiborg- ar sig að lita við hjá okkur-^áður en þiö gerið kaup annars staðar. Teppabúðin, Reykjavikurvegi 60. Hafnarfiröi. Simi 53636. Hjól-vagnar DBS drengjareiðhjól meðgirum til sölu. Stærsta gerð, verð kr. 60 þús. Uppl. i sima 14020 eftir kl. 19 i dag og sunnudag. Barnavagn, gamall en góður svalavagn til sölu. Verðkr. lO.OOOUpplýsingar i sima 76058. Marmet kerruvagn sem nýr til sölu. Litur brúnn og beis. Verð kr. 40þús. Uppl. I sima 84954. (,r ~ Hljómtæki. Til sölu Toshiba plötuspilari, út- varp, magnari. 2 hátalarar og Radionette segulbandstæki, allt samtengt. Uppl. i sima 35092. Heimilistæki ] Litiö notuö Frigdaire þvottavél til sölu. Uppl. i sima 76313. Verslun Kr. 1900 Seljum á mánudag og þriðjudag nokkurt magn af buxum þ.á.m. gallabuxur fyrir 1900 kr. stk. Ennfremur danska tréklossa (leður) fyrir kr. 2900. Fatasalan Tryggvagötu 10. Versl. Leikhúsið, Laugavegi 1. Simi 14744 Fischer Price leikföng i miklu úrvali m.a. bensinstöðvar, búgaröur, þorp, dúkkuhús, spitali, plötuspilari, sjónvarp, skólabill, flugvél, gröf- ur, simar, skólahús, og margt fleira. Póstsendum. Verslunin Leikhúsið, Laugavegi 1. simi 14744. Bókaútgáfan Rökkur, Flókagötu 15, Reykjavik, hefir ekki afgreiðslu- tima siðdegis sumarmánuðina frá 1. júni, en svarað i sima 18768 kl. 9-11.30 um bækur útgáfunnar, verð og kjör, og fengiö viðtals-, tima á afgreiöslunni er þeim hentar, en forstöðumaöur útgáf- unnar verður til viðtals á fyrr- nefndum tima nema sumarleyfi hamli. Flestar bækur útgáfunnar fást hjá BSE og Æskunni og flest- um bóksölum útiálandi. — Góðar bækur, gott verð og kjör. — Sim- inn er 18768 9-11.30 árdegis Höfum opnað fatamarkað ágamla kiftinu að Laugavegi 37. Nýlegar og eldri vörur á góðu verði. Meðal annars jakkaföt, stakir jakkar, skyrtur, peysur, buxur og fleira og fleira. Geriö góð kaup. Litið við á gamla loft- inu um leið og þið eigiö leið um Laugaveginn. Opið frá kl. 1—6 virka daga. Faco Laugavegi 37. Björk — Kópavogi. Helgarsala — Kvöldsala. Islenskt keramik, Islenskt prjónagarn, hespulopi, nærfót og sokkar á alla fjölskylduna. Sæng- urgjafir, snyrtivorur, leikföng, gjafavörur i úrvali. Verslunin Björk, Alfhólsvegi 57. simi 40439. Parið með fatamarkaö i kjallaranum. Frábær vinnufatnaður á hálf- virði. Gerið góð kaup I dýrtiðinni. Parið, Hafnarstræti 15. Fatnaóur Ný ensk sumardragt Mansfield no. 12, græn aö lit, til sölu. Verð kr. 30 þús. Búðarverð kr. 36 þús. Uppl. i sima 86725.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.