Vísir - 09.06.1978, Page 3
VISIR Föstudagur 9. júni 1978
Hrauneyjafossvirkjun:
Framkvœmdir
hefjast
Framkvæmdir við
Hrauneyjafossvirkjun
eru nú i þann veginn að
hefjast að þvi er segir i
frétt frá Landsvirkjun.
Kemur og fram að ráð-
gert sé að kostnaður
verði fjármagnaður
með erlendum lántök-
um að f járhæð alls um
103 milljónir Banda-
rikjadollara. Að öðru
leyti verður virkjunin
fjármögnuð með fé Ur
rekstri Landsvirkjunar
og framlögum eigenda.
Nettó aukning skulda Lands-
virkjunar á byggingartima
Hrauneyjafossvirkjunar áætl-
ast hins vegar ekki hærri en um
38 milljónir Bandarikjadoilara
þar sem afborganir á sama
tima áætlast um 65 milljónir
Banda rikjadollara.
Landsvirkjunstefnirað þvíað
fyrri vélasamstæða Hrauneyja-
fossvirkjunar verði komin i
gagnið i nóvember 1981. Það er
talið nauðsynlegt til að tryggja
að ekki verði orkuskortur á
orkuveitusvæði Landsvirkjunar
og samtengda landskerfi vetur-
inn 1981-82.
Fyrsti áfanginn i byggingar-
vinnu á virkjunarstaðnum
verður gröftur fyrir stöðvarhúsi
virkjunarinnar og er gert ráð
fyrir að þvi verki verði lokið
fyrir veturinn. Verktaki við
þennan hluta verksins verður
Istakhf.. ifélagi viðMiðfell h.f.,
Loftorku s.f., E.Pihl & Sön og
Skanska Cementgjuteriet en
þessir verktakar stóðu sameig-
inlega að lægsta tilboðinu i
verkið. Hér er um að ræða
fyrsta verksamninginn i þágu
virkjunarinnar og hefst vinna
næstu daga. Að öðru leyti
verður byggingarvinnan boðin
út næsta haust og eftir þvi sem
verkinu miðar áfram.
—SE.
104
5 manna bifreiö.
Mjög góöir aksturseiginleikar.
Framhjóladrifinn,
sjálfstæö fjöörun á öllum hjólum,
sparneytinn og meö hin viöurkenndu
Peugeot gæöi.
HAFRAFELL H.F.
Vagnhöföa 7,
símar: 85211
85505
UMBOÐ
A AKURLYRI:
Víkingur S.F.
Furuvöllum 11,
sími: 21670
céVag er</y
Eyjagötu 7, örfirisey
Reykjavík . simar 14093—13320
HUSTJOLD - TJALDHIMNAR
SÓLTJÖLD, TJÖLD TJALDDÝNUR.
Framleiðum allar gerðir af tjöldum á hag-
stæðu verði m.a.
5 — 6 manna
3 manna
Hústjöld
5 gerðir af tjaldhimnum.
kr. 36.770.
kr. 27.300.
kr. 68.820.-
— Seljum einnig ýmsan tjaldbúnað t.d.
— Sólstóla, kælibox, svefnpoka og leiktjöld
Komið og sjáiö tjöldin uppsett í hinum nýju
glæsilegu húsakynnum að Eyjagötu 7 örfirisey.
Póstsendum um allt land.