Vísir - 14.07.1978, Blaðsíða 1

Vísir - 14.07.1978, Blaðsíða 1
Asíuvörwr fluttar á fölskum EFTA- • skírteinwm eg Innf lutningur iðnaöarvarnings frá ýmsum iöndum i Asíu á fölsuðum EFTA-skjölum veldur íslenskum iðnaði ómældum erfiðleikum/ að sögn Péturs Sveinbjarnarsonar# framkvæmdastjóra Félags íslenskra iðnrekenda. Mun það einkum vera fataiðnað- urinn, sem verður illa úti af þessum sökum, en einnig fleiri iðngreinar, svo sem húsgagnaiðnað- ur. Talsvert er um það að hingaö til lands séu fluttar vörur frá Indlandi, Pakistan, Formósu og víðar, á EFTA-skirteinum. Er varningurinn þá fyrst fluttur frá framleiðslulöndunum til landa i EFTA eöa EBE, og þaðan til tslands. Njóta þessar vörur, sem eru mun ódýrari en þær sem framleiddar eru i Evrópu, tollfriðinda hér á landi, og eru mun ódýrari en islensk framleiðsla. Að sögn Péturs Sveinbjarnarsonar, getur þetta hæglega riðið smærri iðnfyrirtækjum að fullu, en erfitt mun að komast fyrir innflutning af þessu tagi, og engin viöurlög eru við þvi aö flytja inn varning meö þessum hætti. -AH Sjá bls. 11 Ungur og efnilegur knattspyrnumaður, sem leikur með Vlkingi, Arnór Guðjohnsen, hefur fengið atvinnutilboð frá belgiska félaginu Lokeren. Einnig hefur félag Asgeirs Sigur- vinssonar, Standard Liege, boðið Arnóri utan til við- ræðna um hugsanlegan samning við félagið. Sjá iþróttir i opnu. REYK sé ío vída VEOA" Hestamenn streyma nú þúsundum saman á landsmótiðá Skógarhólum, og í gærkvöldi voru þar um fimm þúsund manns. Þessi mynd sýnir Fáksmenn á áningarstað, en þeir eins og hestamenn hvaðanæva að telja það ekki eftir sér að fara ríðandi nokkrar þingmannaleiðir á hestamannamót. Sjá nánar um mótið á bls. 13 í Vísi í dag. AH/GTK. % Alþýðubandalagið vm vinstri viðrœðurt HAFHAR CKKI FOR- BENEDIKTS YSTU Alþýðubandaiagið mun ekki gcra kröfu um aö þvi verðifaliö aö hafa forystu um myndun vinstri stjórnar. Það mun nií biða átekta eftir formlegu boði Alþýöuflokks um þátttöku i vinstri stjórnar viðræðum, en ekki kemur til greina að hefja neinar hliðarviöræöur viö Fram- sóknarflokkinn enda nií orðiö óliklegt að Alþýðu- flokkurinn fari fram á slfkt. „Við höfum ekki neitað þátttöku i viðræðum i vinstri stjórn undir for- ystu Alþýðuflokks,” sagði Lúövik Jósepsson i sam- tali viö Visi i morgun vegna fréttar i Þjóðvilj- anum þar sem segir að viðræður undir forystu Benedikts Gröndals séu nánast hlægilegar og lík- lega mest til að sýnast. Hins vegar sagöist Lúð- vik ekki neita þvi að það væri einkennilegt aö sá aöili skuli ef til vill fá það hlutverk að stjórna vinstri viðræðum sem hefur lýst þvi yfir að hann hafi ekki trú á þeim og óski ekki eftir þeim. „Það getur vel verið að ein- hverjir hafi trú á þvi að það veröi vel að þeim staðið, en um þaö get ég ekkert sagt á þessu stigi”, sagði Lúövik Jó- sepsson. —ÓM/Gsal Fer Arnór til

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.