Vísir - 14.07.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 14.07.1978, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent h/f ' Framkvæmdastjóri: Davið Gu&mundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. úlafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón með helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöa- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Otlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla S. Simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2—4 simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 2000 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 100 eintakiö. Prentun Blaöaprent h/f. Lítil von um betri efnahagstíð Alþýðubandalagið drap eins og vænta mátti í fæðingu tilraun Benedikts Gröndals formanns Alþýðuflokksins til myndunar þríflokkastjórnar með Sjálfstæðisflokkn- um. Hugmyndin um nýsköpunarstjórn er þar með úr sögunni að sinni án þess að til viðræðna haf i komið milli f lokkanna. Þetta eru fyrstu merki þess að harka sé hlaupin í hin pólitísku átök eftir kosningar. Þó að verkalýðsforysta Alþýðubandalagsins hafi haftáhuga á víðtækri pólitískri samvinnu af þessu tagi eru ástæður þingflokksins fyrir svo afdráttarlausri synjun um stjórnarmyndunarvið- ræður nokkuð augljósar. í fyrsta lagi er Alþýðubandalagið ekki reiðubúið til þess að taka þátt i ríkisstjórn sem með kjarasáttmála eða þjóðarsátt ákveður launaþróun næstu ára. Bæði Sjálfstæðisf lokkurinn og Alþýðuf lokkurinn hafa á hinn bóginn lagt áherslu á að aðhaldsaðgerðir i kjaramálum séu nauðsynlegar eins og á öðrum sviðum. Þessar hug- myndir ganga þvert á þá pólitík, sem Alþýðubandalagið hefur rekið að undanförnu. í annan stað óttast Alþýðubandalagið að ganga inn í ríkisstjórn með f lokkum sem einir sér hafa meirihluta á þinginu. Áhrif Alþýðubandalagsins í slíku samstarfi yrðu ekki eins mikil og í vinstri stjórn. Það hefur auk þess gert kröfu til þess að hafa á hendi forystu um myndun stjórnar með Alþýðuflokki og Framsóknar- flokki. Lúðvik sættir sig einfaldlega ekki við Benedikt sem forsætisráðherra. Launapólitík Alþýðubandalagsins sem m.a. kemur fram i gerræðisfullum útflutningshöftum verkalýðs- félaga sem það ræður yfir er ekki vísbending um, að raunhæfur kjarasáttmáli geti orðið að veruleika í ríkis- stjórn sem þaðá aðild að. Alþýðubandalagið gæti knésett Alþýðuflokkinn í vinstri stjórn að þvi er þetta atriði varðar en ekki bæði Alþýðuf lokkinn og Sjálfstæðisf lokk- inn i nýsköpunarstjórn. Ef árangur á að nást í viðureigninni við verðbólguna þarf mjög víðtæka uppstokkun í efnahags- og peninga- málum. Dr. Þráinn Eggertsson hagfræðingur hefur haldið því fram í Visisgrein að kjarasáttmáli um frið á vinnumarkaði og þjóðarsátt um launamál sé óhugsandi við óbreyttar aðstæður. Dr. Þráinn segir að skipulögð launastefna sé vonlaus meðan tekjur fólks í sjávarútvegi dansa trylltan dans eftir verðlagi í Bandaríkjunum og aflabrögðum á Is- landsmiðum og peningamagn og útlán láta ekki að stjórn en ráðistaf gangi utanríkisviðskipta. Þessar ábendingar eru kórréttar. s Vitaskuld er út i hött að semja við launamenn um 5 til 10% árshækkun peningalauna en keyra um leið peninga- magn í umferð áfram með 50% hraða á ári. Við blasir því að gera kerfisbreytingu að því er varðar stjórn og skipulag banka- og peningamála. Meginatriði er að halda óbreyttri vaxtastefnu, beita jöfnunarsjóðum til sveif lujöfnunar vegna verðbreytinga erlendis en ekki til þess að prenta seðla eins og gert hefur verið. Rétt gengisskráning er einnig mikilvægt atriði og hún þarf að taka mið af hagsmunum iðnaðar ekki síður en sjávarút- vegs. Núllrekstrarviðmiðunin í sjávarútvegi stenst ekki lengur. Benedikt Gröndal eraugljóslega kominn í erfiða stöðu bæði að því er varðar valdataf lið sjálft og úrlausn efna- hagsmálanna. Þaðerof mikil málefnaleg fórn fyrir Al- þýðuflokkinn að ganga til samstarfs við Alþýðubanda- lagiðog Framsóknarf lokkinn eins og sakir standa þó að það verði reynt. Enn hefur því ekkert gerst í stjórnar- myndunarathugunum, sem gefur fólkinu í landinu von um betri efnahagstíð. Föstudagur 14. iúli ms'VXSXÍL Hjónin Stella og Björn (hægra megin á mynd) ásamt ættingjum slnum á heimili Andrésar Valberg (sem er lengst til hægri á myndinni) ásamt ættingjum. Vlsis-mynd Gunnar. Stellu Einarsson tókst að hafa uppi ó œttingjum $ „Hvert heimboðið ó fœtur ððru" „Ég er afskaplega ánægð með dvöl okkar hér og þá sérstaklega að hafa komist i samband við ætt- ingja mína hér á landi", sagði Estella Þorbjörg Einarsson frá Árborg í Kanada, en hún hefur ver- ið í heimsókn hér á landi siðustu vikurnar ásamt manni sínum Birni Einars- syni. Fyrir nokkru átti Vísir viðtal við Stellu og Björn. Þar kom m.a. fram að Stella hafði ekki haft upp á ættingjum sínum hér á landi, Eftir að viðtalið birtist höfðu ættingjar Stellu, bæði í móður og föð- urætt samband við blaðið sem kom þeim í samband við þau hjónin. Þau hafa nú ferðast víðsvegar um landið og komu m.a. í Skagafjörð og í Vatnsdal, en þaðan er Stella ættuð. Einnig heimsóttu þau Hornaf jörð, en þar á Björn ættingja. „Við höfum fengið hvert heimboðið á fætur öðru f rá ættingjum okkar og móttökurnar hafa verið stórkostlegar", sagði Stella, en þau hjónin eru nú að leggja af stað vestur um haf. —KP. Þegar úrslit þingkosninganna uröu kunn stóö Framsóknar- flokkurinn eftir sem minnsti flokkur þjóöarinnar meö tólf þingmenn, og haföi ekki veriö svo litDfjörlegur á þingi I manna minnum. Þessi kosningaúrslit hljóta aö vera hverjum Fram- sóknarmanni næsta þungbær, og þá ekki slzt forustu flokksins, sem hefur eflaust unniö stjórnmála- störfin eftir beztu samvizku. En góö meining enga gerir stoö, stendur þar, enda viröist svo komiö fyrir flokknum, aö hann eigi varla annaö fyrir sér en dragast enn meira saman hvaö fylgi snertir I næstu kosningum. Má finna þeirri kenningu nokkurn stuðning I þeim viöhorfum á vinstri væng islenzkra stjórn- mála, aö einna helzt er taliö aö þvl fyrr sem kosningar veröi þvi betra. En á þeim væng eru ein- mitt menn, sem telja aö Fram- sóknarflokkurinn kunni aö leggja þeim tU enn fleiri atkvæöi I næstu kosningum, nú þegar Ijóst er aö hann er byrjaöur aö tapa veru- lega. Reikul afstaða til Nató Þrátt fyrir þetta sjónarmið má telja fullvist, aö Framsóknar- flokkurinn hafi ekki siður tapaö atkvæöum til Sjálfstæöisflokksins en til Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks. Þaö er gömul saga aö þegar Framsókn vinnur meö Sjálfstæöismönnum I rikisstjórn tapar hún fylgi til þeirra. Aftur á móti helzt betur utan um fylgi hennar þegar hún er I vinstri stjórnum. Annaö hefur komið til á siöariárum, sem hefur auöveldaö þennan samgang atkvæöa Sjálf- stæðismanna og Framsóknar, en þaö er afstaöa til varnarliðsins og Nato. Reikul stefna Framsóknar I þessum efnum, sem hefur mótast meira af fylgisótta en sannfær- ingu, hefur oröiö flokknum dýr á sama tlma og Alþýöuflokkurinn hefur hagnazt á þvl aö lýsa yfir ákveöinni afstööu meö Nato og veru varnarliðs hér á landi aö svo stöddu. Landbúnaðarmálin eru Framsókn til litils vegs- auka Þá hefur flumbrugangur I land- búnaöarmálum oröiö Fram- sóknarmönnum til litils vegsauka þau sjö ár samfelld, sem hann hefur fariö meö stjórn þeirra mála. Voru þó landbúnaöarmálin ein af „helgum málum” flokks- ins, sem engir áttu aö kunna meö aö fara nema Framsóknarmenn. Viöburöarleysiö er jafnvel svo mikiö I málefnum landbúnaöar, aö viö liggur aö forráöamenn Framsóknar játist undir stefnu- miö Alþýöuflokksins um endur- skipulagningu, og ræöur þar mestu, aö útf lutningsbætur vegna landbúnaöarframleiöslu þykja slæmur skattur. Alþýðubandalagið tekur samvinnuhreyfinguna Samvinnuhreyfingin er enn sterkasta vigi Framsóknar- manna. Enginn veit hvaö þaö veröur lengi eftir aö flokkurinn hefúr gerzt áhrifalitill á þingi. Samvinnuhreyfingin þarf öfluga pólitiska stoö til framdráttar sér, og mun nú I auknum mæli leita bandamanna annars staöar. Þetta er svo augljóst mál, aö þeir Alþýöubandalagsmenn eru þegar farnir aö gera ráöstafanir til aö undirbúa jaröveginn fyrir aukiö samvinnustarf, sem væntanlega hefst á þeirra vegum I deildum og deildakosningum kaupfélaga, en nær til toppsins aö lokum meö fyrirsjáanlegum afleiðingum. Þegar þannig veröur komiö á aö- eins fyrn- Franisóknarflokknum að liggja að veröa fámennur fiokkur minnkandi bændastettar, oglifa mest i ljdsi liðins tlma, eins HVAÐ NÚ, og gömul kona i ruggustól sem fæst viö aö prjóna Uleppa sér til dægrastyttingar. Neðanmóls .... ^ v Indriði G. Þorsteinsson skrifar: Eigi að halda áfram þeirri venju að tala þannig að hver maður fái sitt lítið af hverju við sitt hæfi þýðir það að sextíu ára pólitískt starf verður brátt gleymsk- unni að bráð meðan fimm eða sex þingmenn tafsa um almenn atriði, sem finna má í stefnu- skrám annarra flokka.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.