Vísir - 14.07.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 14.07.1978, Blaðsíða 11
VISIR Föstudagur 14. júli 1978 Nokkur brögð munu vera að því að hingað til lands berist iðnaðarvörur frá ýmsum heimshornum á fölsuðum EFTA- skírteinum og eru til staðfest dæmi þess að sögn Péturs Svein- bjarnarsonar fram- kvæmdastjóra Féiags ís- lenskra iðnrekenda. Pétur sagði i samtali við Visi i gær að nú væri beðið eftir yfirliti um fjölda þeirra tilfella sem komið hefðu til kasta tollyfir- valda en þau væru þó nokkur. Erfitt væri hins vegar að giska á hve mikið væri um það að vörur bærust hingað til lands á föls- uðum EFTA-skirteinum. Brögð að fölskum upprunavotforðum Islenskur iðnaður keppir við vörur fró Asíu sem koma hingað á EFTA- og EBE-skírteinum Þau dæmi sem vitað er um eru aðallega úr fataiðnaðinum og hafa borist hingað til lands vörur sem framleiddar hafa verið i Pakistan, Indlandi, For- Pétur Sveinbjarnarson iðnrekenda. framkvæmdastjóri Félags islenskra mósu og Hong Kong svo dæmi séu nefnd. Varan er þá fyrst flutt til landa i Efnahagsbanda- laginu eða Friverslunarbanda- laginu og siðan hingað til lands. Eru þá skirteini látin fylgja vör- unni sem gefa til kynna að hún sé framleidd innan EBE eða EFTA. Með þeim hætti nýtur varan tollfriðinda hér á landi en auk þess er um að ræða mun ódýrari varning en þann sem framleiddur er i Evrópu. Sagöi Pétur þetta vera mjög bagalegt fyrir viðkvæman iönaö eins og sá islenski er og gæti mikil verðlækkun af þessum sökum hreinlega riðið litlum fyrirtækjum að fullu. Pétur kvað engin lög vera hér á landi sem kvæðu á um upprunamerkingu innfluttrar vöru og þvi væri ekki auövelt aö átta sig á þvi hvenær væri um fölsuð skjöl aö ræöa og hvenær ekki. Þá væru engin viðurlög viö þvi hér á landi aö flytja inn vöru með þessum hætti en þess bæri einnig að gæta að i mörgum til- vikanna þyrfti innflytjandinn alls ekki aö vita um hvernig að málum væri staöið. Það eina sem gerist ef upp kemst er þvi að varan sem um ræðir i við- komandi tilviki er færð i réttan tollflokk. Pétur Sveinbjarnarson kvaðst vilja taka það fram að ekki væri við islensk tollyfirvöld að sakast i þessu efni en nauðsynlegt væri að hafa nánar gætur á innflutn- ingi af þessu tagi. Vitaö væri að á kaupstefnum erlendis væri jafnan boöið mikið af varningi á EFTA-skirteinum án tillits til þess hvort hann væri framleidd- ur i EFTA- eöa EBE-rikjum. Þessu þarf að breyta sagði Pét- ur og við munum vinna að þvi að fá þvi framgengt að betur sé að málum staðið hvað þetta varðar. —AH MOVEMEMI CERTIf ICMf. ~*~*EUR r «í/ *<éy'a j -ivik ! VumttWíndkindoí'pBckoowl’i. ctuí ;. oaiváboáriá 'vi >(-x><e*r>) !•) ,, „................c. ? 'í . ... .. .......é./ -C'.. FRAMSÓKN? Aðeins einn kostur i varnarmálunum Hin reikuia stefna Fram- “óknarflokksins I varnarmálum h fur ekki haidið fyigi hans við, eins og kannski einstaka menn vonuðu.ófært er fyrir flokkinn að haida áfram á sömu braut i þess- um efnum, og þvi fyrr sem hann ákveður að taka heilsteypta af- stöðu þvi fyrr má búast við nokk- urri von um að atkvæðaflóttinn stöðvist. 1 rauninni á Fram- sóknarflokkurinn aðeins einn kost í þessu máli, og hann er sá að iýsa þvi yfir að hann muni ekki vinna að breytingum á þátttöku tsiands i Nato, og liti svo á, að varnarliöið eigi að vera hér. Jafnframt er sjálfsagt og rétt að taka það fram, aö verði þær breytingar al- mennt á Vesturlöndum, að stór- lega verði dregið úr varnarað- gerðum, sé ljóst að island muni einnig draga úr sinum varnaraö- gerðum, en þetta þýöir raunar aö flokkurinn lýsi yfir samstöðu landsins og annarra Vesturlanda i varnarmáium. Verði siðan tekin upp regla um þjóðaratkvæði og komi tíl þjóðaratkvæðagreiðslu um varnarmálin, er auövitað sjáifsagt að hlita þeim niður- stöðum. Með slikum yfirlýsingum mundi flokkurinn afla sér á ný virðingar I þessum efnum, og skapa það traust sem hann þarf svo mjög á að halda um þessar mundir. Samvinnuhreyfing á meðal fólksins Samvinnustefnan er hluti af stefnu Framsóknarfiokksins, og hún hefur verið borin fram af honum I bliðu og stéiðu allt frá þvl að flokkurinn fór að hafa nokkur áhrif i islenzkum stjórnmáium. Samvinnustefnan er i eðii sfnu róttæk, þótt hún kref jist þess ekki að alit þjóðfélagið verði róttækt hennar vegna. Kaupfélagaversl- un, iönaður, innfiutningur og fisk- vinnsia hafa verið helztu við- fangsefnin. Þótt bent hafi verið á leiðir til aukinna almannaaf- skipta innan einstakra starfs- greina samvinnuféiaga, hefur þeim leiðum litt verið sinnt, en meira lagt upp úr verzlun og við- skiptum, sem eru, þótt þau séu góðra gjalda verö, aöeins hluti málsins. Róttækri samvinnu- hreyfingu var alitaf ætlað að eiga sinn sóknarvettvang úti á meðal fólksins á fleiri sviðum en I af- urðakaupum og hveiti og sykur- sölu. Mál hvers starfsmanns Nú, þegar syrtír i álinn hjá Framsókn virðist hún eiga þann kost bestan aö beita sér fyrir endurskipulagningu samvinnu- hreyfingunnar samkvæmt gam- alli hugsjón um almannahreyf- ingu, þar sem hverju samvinnu- fyrirtæki væri skipt I deildir, Starfsmenn kvsu slðan stjórnir deildanna og réðu framkvæmda- stjóra. Hagur og rekstur hvers fyrirtækis yröi þá mdl hvers starfsmanns, enda auðveldur leikur að láta hann fyigjast með rekstrinum á fundum, þar sem stjórn og f ram kvæmdast jóri skýra gang mála. Einhver dæmi mun vera þess, að þetta kerfi hafi þegar verið tekiö upp innan sam- vinnuhreyfingarinnar. En það hefur farið hljóölega, alveg eins og ágætir viðskiptajöfrar innan SÍS telji málið ekki stórvægilegt. Öflugt stjórnmálaafl til frambúðar En þegar þetta kerfi væri kom- ið i gang i fjörstu hornum hreyfingarinnar, og væri þvi haldið virku eins og sjálfsögðu og eölilegu fyrirkomulagi, mundi ekkert samvinnufrvstihús, engin sútun eða klæöaverksmiöja vera án innri afskipta starfsfólks um stjórnunarmálefni. Þannig væri loku fyrir það skotið, að haröir andstæðingar gætu vegið að hrevfingunni fyrir það, aö henni væri stjórnað úr fllabeinsturni, þar sem örfáir aðilar tækju allar ákvarðanir fyrir hönd imyndaðs almennings. Þetta þýddi I rauninni, að Framsóknarflokkurinn yrði að halda langt til vinstri i stefnumót- un smni og draga verzlunarstjór- ana i samvinnuhrevfingunni með sér, áður en aörir koma til og vikja þeim einum á eftir öörum úr sessi. Með fyrrgreindri afstöðu i varnarmálum losnaöi flokkurinn við grautarganginn, sem gilt hefur I þeim efnum. Og með vinstri s'efnu sinni innan sam- vinnuhreyfingarinnar vrði hann til frambúöar þaö öflugt stjórn- málaafl, að einn eða annar flokkstittur fengi ekki hnerra við að sjá hann. Opin leið til vinstri Eins og er höfðar Framsóknar- flokkurinn til siminnkandi hóps kjósenda. Stefnumiö hans eru fá og almennt orðuð, og auk þess lít- ið kynnt af þeim, sem telja sig vera i forsvari fyrir flokkinn. Akveðnar yfirlýsingar og aðgerð- ir á vettvangi, þar sem flokknum eru hægt heimatökin, mundu breyta ásýnd hans i hugum al- mennings. Eigi aftur á móti að halda áfram þeirri venju að tala þannig, aö hver maöur fái sitt lít- ið af hverju viö sitt hæfi, þýðir það að sextiu ára pólitlskt starf verður brátt gleymskunni að bráð meðan fimm eða sex þing- menn tafsa um almenn atriði, sem finna má i stefnuskrám ann- arra flokka í iitt eða ekki breyttri mynd. Sú hugmynd að milliflokk- ur geti sjaldnast tekið af skariö hefur ekki gefizt vel. Með tilstuðl- an samvinnuhreyfingarinnar er opin leið til vinstri í verki fyrir Framsóknarflokkinn. IGÞ EINAR AGÚSTSSON Reikul stefna I varnarmálum, sem mótast hefur meir af fylgisótta en sannfæringu hefur orðið flokknum dýr á sama tima og Alþýðuflokkurinn hefur hagnast á þvi að lýsa yfir ákveðinni afstöðu með Nato. HALLDÓR E. SIGURÐSSON Þá hefur flumbrugangurinn i landbúnaðarmálunum orðið Framsóknarmönnum til lltils vegsauka þau sjö ár samfelld, sem hann hefur farið með stjórn þeirra mála. ÓLAFUR JÓHANNESSON Nú þegar syrtir i álinn hjá Framsókn virðist hún eiga þann kost bestan að beita sér fyrir endurskipulagningu samvinnu- hreyfingarinnar samkvæmt gamalli hugsjón um almanna- hreyfingu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.