Vísir - 14.07.1978, Blaðsíða 9
LURIE’S OPINION
Dómarnir yfir
andófsmönnum
sœta hávœrum
andmœlum á
Vesturlöndum
Atta ára þrælkunar-
búðadómurinn yfir
Ginzburg hefur sætt
miklum mótmælum i
Bandarikjunum og i
Vestur-Evrópu hjá
leiðtogum, sem láta
meðferð Kremlstjórnar-
innar á baráttumönnum
mannréttinda til sin
taka.
Cyrus Vance utanrikisráðherra
Bandarikjanna lýsti yfir —
skömmu eftir að hann hafði lokið
fundi með starfsbróður sinum,
Andrei Gromyko, i Genf i gær:
„Það snertir mig djúpt að heyra
hve þungan dóm Alexander
Ginzburg fékk.”
Hann sagöi, að Bandarikin
mundu ávallt bera velferð
Ginzburgs fyrir brjósti, en út úr
þvi má lesa, að Bandarikjastjórn
muni halda spurnum uppi um lið-
an Ginzburgs i þrælkunar-
búðavistinni, en hann er maður
heilsuveill oröinn eftir fyrri
fangavist sina. Eiginkona hans
hefur sagt, að ný vist i þrælkunar-
búðum jafngilti dauðadómi yfir
honum.
Eins og til þess að ergja
Sovétstjórnina hélt Vance
utanríkisráöherra rakleiðis frá
Gromyko til eiginkonu Anatolys
Scharanskys, en hún er stödd i
Genf. — Búist er við þvi, aö dóm-
5-J7-7É
ur verði kveðinn upp yfir
Scharansky i dag, en hann er
sakaður um landráð.
Breska stjórnin fór þess á leit
við sovéska kolaiðnaðarráðherr-
ann, Boris Bratchenko, að hann
frestaði 5 daga heimsókn sinni til
Bretlands, sem hefjast átti á
sunnudaginn kemur.
Allir þrir þingflokkar V-
Þýskalands lýstu yfir hneykslan
sinni á sovéskum dómstólum.
Sósialdemókratar, stærsti aðilinn
i samsteypustjórn Bonn, lýstu þvi
yfir, að dómurinn bryti bæði bók-
staf og anda Helsinkisáttmálans,
þar sem kveöið er á um
mannréttindi.
Forseti Evrópuráðsins,
Henride Koster (Hollandi), skor-
aði i gær á Leonid Brezhnev for-
seta að tryggja, að mannréttindi
veröi virt i Sovétrikjunum.
Þriðji andófsmaðurinn, Viktor-
as Petkus, var dæmdur i gær i
Lettlandi i 15 ára þrælkunar-
búðavist, en hann eins og hinir tók
þátt i starfi Helsinkihópsins sem
reyndi að vaka yfir þvi, aö
Sovétstjórnin stæði við mannrétt-
indaákvæði Helsinkisáttmálans.
Þeir eru nú orönir rúmlega 20
úr hópnum, sem ýmist sitja i
fangabúðum eða i varðhaldi og
biða dóms.
öldungadeild Bandarikjaþings
A myndunum hér fyrir neðan
sjást (t.v.) Scharansky og
Ginzburg. Kona þess siðarnefnda
segir, að þrælabúðavist jafngildi
dauðadómi fyrir hann vegna
heilsubrests. — Ginzburg fór
filhraustur róðrarkappi I sina
fyrri fangabiiðavist, en kom
þaðan berklasjúklingur.
samþykkti i gær með yfirgnæf-
andi meirihluta atkvæða að mæla
með félögum Helsinkihópsins til
friðarverölauna Nóbels. Henry
Jackson, þingmaður demókrata,
bar upp ályktunartillöguna.
Bandarískum fallhlífahermönnum undir
búnar varmar viðtökur í Afríku
Verkamannaflokkurinn
hélt þingsœtum sín-
um í aukakosningunum
Verkamannaflokknum
breska tókst að halda
báðum þingsætum sínum í
tvennum aukakosningum,
sem fram fóru í gær og
gætu orðið þær síðustu
áður en Callaghan efnir til
almennra kosninga um
land allt.
t aukakosningunum, sem fram
fóru i Drab Moss-hluta
Manchester og I Yorkshire-þorp-
unum umhverfis Peninstone, jók
Ihaldsflokkurinn fylgi sitt, en þó
minna en verið hefur i aukakosn-
ingum að undanförnu.
Þessi úrslit þykja renna stoðum
undir spár þeirra, sem telja
James Callaghan forsætisráð-
herra liklegan til þess að efna til
almennra kosninga i október i
haust.
Þrátt fyrir sigrana i kosningun-
um i gær, vantar stjórn
Callaghans og
Verkamannaflokksins átta þing-
menn upp á að komast i
meirihluta i neðri málstofunni.
Hann hefur notiöstuönings Frjáls-
lynda flokksins, sem hefur nýlega
slitiö samstarfinu, og þvi
fyrirsjáanlegt, að Callaghan
muni leita að nýju umboði hjá
kjósendum.
1 Manchester tapaði
Verkamannaflokkurinn 3,5% og i
Peninstone 8,8%, en hélt samt
þingsætunum. thaldsmenn fögn-
uðu auknu fylgi og frjálslyndir
sáu i úrslitunum loksins
einhverja von fyrir sig. Fylgi
frjálslyndra hefur stöðugt hruniö
af þeim i aukakosningunum og
það var ekki fyrr en i Peninstone,
að þeim tókst aö halda sinu.
Ók hjó tjaldstaðnum
til að spara sér krók
Læknar og ættmenni
fólksins i tjaldbúðunum,
þar sem gassprengingin
varð á Spáni, störfuðu i
morgun saman að þvi að
reyna að þekkja í sundur
hina látnu.
Um 180 hafa látið lifið og
læknar eygja engar lifsvonir fyrir
120 þeirra slösuðu, komust af.
Þannig horfir til þess, aö gas-
sprengingin, sem embættismenn
segja að komast hefði mátt
auðveldlega hjá með nokkur
hundruð króna tilkostnaði, muni
kosta um 300 mannslif.
Bæjaryfirvöld grannbæjarins
við tjaldstaðinn segja, að ekill
gasflutningabilsins hefði ekki átt
að aka þessa leið, sem lá hjá
Sandhólatjaldstaðnum. Reglur
fyrir þungaflutninga banna
vörubilstjórum sem flytja hættu-
legan varning að aka i gegnum
þéttbýlissvæði.
Young heldur enn
ófram yfirlýsingum
Andrew Young sendi-
herra USA hjá Sam-
einuðu þjóðunum, ætlar
ekki að gera það enda-
sleppt i yfirlýsingum sín-
um, sem nokkrum sinn-
um hafa komið yfir-
mönnum hans i Banda-
rikjastjórn í bobba.
Hann birtist i franska sjón-
varpinu i gær, og sagði þar, að
viðast gerðu menn of mikið úr
áhrifum Kúbumanna og Sovét-
stjórnarinnar i Afriku.
En Carter Bandarikjaforseti,
sem þráfaldlega hefur neitað
verða viö kröfum um aö vikja
Young úr sendiherraembættinu,
hefur I sumar einmitt lagt mikið
kapp á að vara við afskiptum
Kúbu og Sovétrikjanna i Afriku.
1 fyrradag lét Young eftir sér
hafa i blaðaviðtali, að pólitiskir
fangar væru i hundruða ef ekki
þúsundavis á Vesturlöndum, og
kom Carter forseta til þess að
lita út, eins og hann væri i gler-
húsi aö kasta steinum að mann-
réttindabrotum Sovétstjórar-
innar — einmitt þegar standa
yfir réttarhöld yfir andófs-
mönnum i Sovétrikjunum.
Vance utanrikisráöherra
veitti Young ákúrur fyrir mælgi
hans, en Carter neitaði enn
kröfum um að Young yrði látinn
hætta. 1 fulltrúadeildinni var
felld tillaga um að stefna Young
frá embætti. En Barry Goldwat-
er öldungadeildarþingmaður
repúblikana, hefur borið upp
sambærilega tillögu i öldunga-
deildinni og þykir hún likleg til
þess að hljóta þar stuðning.
. í fyrradag lét Young einnig
eftir sér hafa, að það væri senni-
legast fylgismenn Ians Smiths,
leiðtoga hvitra i Ródesiu, sem
staöiö hefðu að árásunum á trú-
boðsstöðvarnar að undanförnu
og hinum hryllilegu fjöldamorð-
um. En sú skoðun þykir ganga I
berhögg viö það, sem felst bend-
ir til.
MÆLA MEÐ HELSINKI-
HÓPNUM TIL FRIÐAR-
VERÐLAUNA NOBELS