Vísir - 14.07.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 14.07.1978, Blaðsíða 2
1 Hvað gerir þú i sumar? Börkur Grimsson. 13 ára: — Ég labba um. Nei. ég er ekki i neinni vinnu. Einhvertima i sumar ætla ég að skreppa i veiöitiir. Sissel Vatland. Noregi: — Ég nota það til þessað ferðast um Is- land og likar vel. Hannes Rikharðsson, 15 ára: — Ég er sendill. Ég vinn i allt sum- ar. nema núna i næstu viku þá ætla ég að taka mér 4 daga fri. Árni Brynjar ólafsson, 13 ára frá ísafirði: — Fyrst vann ég i rækju- verksmiðju. siðan i búð og núna ætla ég i sveitina. Rós Hrtjnn Ogmundsdóttir, 12 ára: — Ég er i vLst og passa strák sem er bara eins árs. Föstudagur 14. júli 1978 VISIR HbA ^Umsjón: Anders Hansen?^ J HVAÐ KOSTAR AÐ RtNNA FYRIR LAX? Laxveiði er af mörgum talin dýr iþrótt, og ekki nema á færi auðkýfinga að stunda hana. Aö minnsta kosti ekki i bestu veiði- ám landsins. En er það eins dýrt og margir halda að renna fyrir lax I góöri á? Til aö leita svara við þvi skul- um við kanna hvað það kostar að skreppa dag i þær ár sem Stangaveiöifélag Reykjavikur er með á leigu, en þess skal þó getiö að margar ár munu vera dýrari. Elliðaárnar. 1 Elliðaánum er veiöitiminn frá klukkan 7 á morgnana til 13, og svo frá kl. 15 til 21, alla daga vikunnar. Verð á stöng fyrir hálfan dag i Elliðaánum er 8800 krónur sama hvort um árdegi eöa sið- degi er að ræða, eða hvaða tima sumarsins veitt er. Leirvogsá. 1 Leirvogsá er sami veiðitimi daglega og I Elliðaánum. Eins og i Elliðaánum er leyfilegt agn fluga og maðkur, og veiðileyfi eru seld fyrir heilan dag i senn. Veiðileyfin eru misdýr eftir þvi hvenær sumarsins er veitt. Ódýrast er það siðla sumars, i september, þá kostar dagurinn 10 þúsund krónur. Dýrast er það svo um miöjan júlimánuö, en þá kostar 20 þúsund krónur aö veiöa einn dag i ánni. Grimsá I Grimsá er leyfilegur veiði- timi frá klukkan 7 til 13 og frá 16 til 22. Frá 24. ágúst breytist tim- inn svo siðdegis, og er þá veitt frá klukkan 15 til 21. Veiðileyfi eru seld fyrir þrjá daga i senn, frá hádegi til hádegis, og búa veiðimenn I veiðihúsi við ána. Veiðileyfin eru misjafnlega dýr, eftir þvi hvenær sumarsins það er. 1 veiðihúsinu mega tveir dvelja á hvert eitt veiðileyfi, en ekki er heimilt að hafa þar börn. I byrjun ágúst kostar dagurinn í Grimsá 40 þúsund krónur fyrir hverja stöng, en fer niður i 13 þúsund þegar þaö er ódýrast. Fjöldi stanga er alltaf 10 á dag. Norðurá. Norðurá er skipt i fjögur veiðisvæði, sem selt er i sér- staklega, svæði I, II, III og IV. A öllum svæðunum er leyfilegt agn fluga og maökur. Veiðitimi er frá 7 til 13 og frá 16 til 22. Verö veiðileyfanna er nokkuö mis- munandi, i Norðurá I kosta þau frá 10 upp i 25 þúsund krónur fyrir stöng á dag, i Norðurá II er verðið frá 5 upp i 28 þúsund I Noröur á n I er veröið frá 13 upp i20þúsund, og á svæði IV erþaö frá 6 upp i 10 þúsund á dag. Siöar verður getið um verö veiðileyfa i Flókadalsá I Haga- nesvik, Kaldá, Fossá og Laxá I Jökulsárhlið, Lagarfljótssvæð- inu, Breið-dalsá, StóruLaxá i Hreppum og Tungufljóti, en S.V.F.R. er með allar þessar ár. bá verður siðar getiö um hvað veiðileyfin kosta i öörum ám og Mörgum finnst laxveiði vera dýrt sport, en liklega er þaö þess viröi, hvernig aðbúnaður er þar fyrir a5 minnsta kosti þegar sá stóri er á! veiðimenn. —AH KONA í OF VÍÐRI KÁPU Reifi leggst alltaf að kindinni eftir náttúrlegu máli, en samkvæmt nýlegri sögu i Visi eiga konur á sömu slóöum erfitt með að fá á sig kápu f kaupfélaginu, sem passar þeim óg er ekki annaö tveggja of við eða of þröng. Sögumaöur segist jafnframt ekki vita hvort hann eigi frekarað gráta eöa hlæja að þessari uppákomu, sem henti konu honum kunnuga. Þótt vitaö mál sé, og sjáist raunar á vaxtakostnaði á árs- reikningum StS, að vaxtalaus afurðaián eru hentug sem rekstrarfé, breyta þau ekki ein sér kaupfélögunum i fjársterkar stofnanir. A sama tima og fjármagnskostnaður fýrirtækja almennt á ársgrundvelli er um átta af hundraði, greiöir StS ekki nema rúma tvo af hundraöi í sama skyni. Samt mun StS ekki telja sig ofsatt af aðstöð- unni samanber þau viðbrögð sem fylgt hafa i kjöifar gagnrýni undanfarinna ára. 1 sjálfu sér hefur gagnrýnin ails ekki beinst aö samvinnu- starfsemi almennt, held- ur að ákveðinni og afmarkaðri þróun innan hennar, sem meðal annars hefur leitt til þess, samanber söguna i Visi, að kona, sem á stórar reikningslegar innstæður í kaupfélagi getur ekki fengið peninga út af reikningi sinum fyrir kápu, heldur verður hún að kaupa kápuna I kaupféiaginu út á reikning sinn. En þá vildi svo til I þessutilfeiii, að engin kápan passaði. Hún gengur þvi I of vfðri kápu um þessar mundir. Þessir viðskiptahættir á siðari hluta tuttugustu aidar ná náttúrlega engri átt. Fyrst konan á fjármuni inni f kaupfélagi, ber henni réttur til að fá þá greidda út i almennum gjaldmiðli, þ.e. isienskum krón- um. Nóg er nú samt, aö innstæða hennar hefur að lik- indum veriö fyrir afurðir, sem hún lagði inn hjá kaupfélaginu nokkrum mánuöum áður. Auk þess nær ekki nokkurri átt, aö fólk skuli þannig vera skyldað tilað geyma einkafjármuni sina innilokaða f verslunarfyrirtækj- um, sem hreinlega geta fariö á höfuðið með þeim afieiöingum, að afrakstur margra ára strits einstaklinga þurrkast út. Dæmi eru þess, að kaupféiög hafi farið á höfuðið með stofnlánadeildum og öllu saman. En menn skyldu samt varast að ganga of harkalega að kaupfélögunum og SIS, vegna þess að samvinnufyrirtækin halda uppi mikiisverðri þjón- ustu og eru vinnuveitendur af fyrstu gráöu, t.d. á Akureyri. Gamia alda mótareglan um innlegg og úttekt, þar sem einstöku kaupféiag hefur leyft sér alveg fram á siðustu áratugi að gefa út eigin peningaseðla ( Djúpivogur), eða afhenda mönnum úttektarreiti, eins og á kreppuárunum, ætti að vera gengin úr gildi fyrir löngu. Hér er um gamlan og leiöan sið að ræða, sem samvinnuhreyfingin ætti að vera búin að losa sig við. Og gagnrýni i þessa veru er ekki sett fram af fjandskap, heldur vegna þess, að framundan eru einhverjir hættulegustu tfmar, sem samvinnuhreyfingin hefur upplifaö, þar sem allar óleiðréttar áviröingar hennar verða notaðar til hins ýtrasta til aö ná yfirráöum yfir henni. Hér er átt við nýleg stefnumið Alþýðubandalagsins. Konan, sem keypti viðu kápuna, væri ekkert vandamál eftir aö Alþýðubandalagið hefði náð völdum innan kaupfélag- anna. Jú, þeir Alþýðubanda- lagsmenn mundu að sjálfsögðu viöurkenna, að konan hefði keypt of vlða kápu. En bændastéttarlegur skilningur hennar næði ekki langt, ef hún gerði sér ekki grein fyrir þvi, að kaupfélögin væru eign almenn- ings og til þess aö svo mætti verða þyrfti að leggja nokkuö á sig i byrjun samanber byrjunarþróun kommúnismans I Rússlandi sfðustu sextiu árin) Auk þess myndu þeir Alþýðubandalagsmenn segja, að alveg væri óþard aö slfra út af viðri kápu. Lúðvfk formaður hefur haldið þvi fram, að land- búnaðinum væri borgiö ef fólk borðaði meira. Og þaö er ljóst að konunni I viðu kápunni væri borgið, ef hún borðaði á sig ofboölitla istru. Svarthöfði $ Hittumst i kaupfélaginu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.