Vísir - 14.07.1978, Blaðsíða 13
VISIR Föstudagur 14. júli 1978
13
„Ef inni er
Meðal þeirra sem fyrst komu á landsmótið að þessu
sinni eru þessar þrjár hestakonur: Talið frá vinstri:
Snúlla frá Miðdal# (//það þekkir mig enginn nema
undir þvi nafni" sagði hún)/ Ragna Ágústsdóttir, ætt-
uð frá Hofi i Vatnsdal/ og Gróa Pétursdóttir.
Þær kváðust hafa komið riöandi til Þingvalla eftir
gamla Þingvallaveginum, enda væri miklu friðsælla
og skemmtilegra að fara þá leið en aðrar. Allar hafa
þær oft verið áður á landsmótum, farið á öll mót nema
það á Þveráreyrum í Eyjafirði.
Þessir tveir höfðu ekl
annað þarfara að ger
en að slást er okkur ba
að,.. „það er svo gott t
að ná úr sér þynnl
unni" sagði annar!
þröngt, tak
hnakk þinn
og hest"
Hestamenn streyma til Þing-
Þegar komið er á hestamannamót er þess sjaldan langt að biða að þau sjáist,
heiðurshjónin Páll Sigurðsson og Sigurbjörg Jóhannesdóttir á Kröggólfsstöðum
í ölfusi. Enda fór það svo að við hittum Sigurbjörgu, eða Bíbí eins og hún er
gjarna kölluð, þar sem hún var aö huga að gæðingum sinum ásamt dætrum
þeirra Páls, Helgu og Moniku.
Margt útlendinga er á hestamannamótinu, og hér er
mynd af tveim sænskum stúikum sem voru að skrifa
heim. Þær heita Anne Strömdal og Eva K. Hedlund,
báðar frá Skáni.
Þær kváðust vera komnar hingað til lands gagngert
til að fara á hestamannamótið, en Anne á graðhest af
islenskum stofni, sem hún hefur á Skáni. Hún sagðist
vera að hugsa um að kaupa sér f leiri islensk hross, nú
í haust eða að vori.
valla ó goeð-
ingum sínum
Þessi vika er sannkölluö sælu-
vika hjá Islenskum hestamönn-
um. Þúsundum saman streyma
þeir nú á landsmót hestamanna,
sem þessa dagana stendur yfir á
Skógarhólum I Þingvallasveit.
Vísismenn voru á ferö um
mótssvæöið i gær, og hittu þar aö
máli nokkra hestaunnendur sem
þar voru að njóta samskiptanna
viö hestinn, i einstöku bliöskapar-
veöri sem þvi miður er ekki allt of
algengt á Skógarhólum
Jóhannes Guðmundsson, i móts-
stjórninni, sagöi aö búist væri
viö aö hestamenn kæmu meö eitt-
hvað á milli tvö og þrjú þúsund
Einn þeirra sem er kominn
langt aö, og Visismenn hittu
á Skógarhólum I gær, er
Herbert Ólason frá
Akureyri. Hann var aö huga
aö hesti sinum er viö hittum
hann, en hann á aö hlaupa I
250 m folahlaupi.
Herbert hafði þó nokkrar
áhyggjur af þvi aö folinn
haföi helst um nóttina, en
vonaöi þó aö hann jafnaði
sig. Þá kvað Herbert þaö
einnig von sina aö hófáburö-
ur myndi mýkja fæturna, og
meö von um að folinn Cesar
jafni sig i nótt kvöddum viö
Herbert.
hross á mótiö, og koma margir
langt aö. Þannig hafa komiö hóp-
ar riðandi noröan frá Akureyri og
úr Eyjafiröi, frá Höfn i Horna-
firöi, og frá Isafiröi og fleiri stöö-
um á Vesturlandi, auk þeirra sem
hafa komið og eru á leiðinni af
Suöur- og Vesturlandi. Þá hafa
margir komiö akandi meö hross
sin, meðal annars austan af Hér-
aöi og viöar.
En þó fjöldi manns kom riöandi
á mótsstaö, þá eru þeir enn fleiri
sem leggja leiö sina til Þingvalla
á bifreiöum og þúsundir manna
munu veröa á Skógarhólum um
helgina. Þar á meöal hafa um tvö
þúsund erlendir gestir boðaö
komu sina, og kom umhelmingur
þeirra til islands eingöngu til aö
fara á hestamannamótiö.
Er Visismenn stöldruöu viö á
mótssvæöinu i gær var létt yfir
mönnum, og sú sérstaka stemn-
ing sem hvergi finnst nema á
hestamannamótum réði rikjum.
Það er eins og menn veröi meiri,
frjálslegri og eðlilegri en dags
daglega þegar þeir eru saman
komnir meö hesta sina á staö eins
og Skógarhólum i Þingvallasveit.
Þegar komiö er þangaö skiljast
ljóðlinur skáldsins Einars Bene-
diktssonar betur en ella: ,,Ef inni
er þröngt, tak hnakk þinn og
hest”.
—AH.
Texti: Anders Hansen
Myndir: Gunnar V. Andrésson