Vísir - 02.08.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 02.08.1978, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 2. ágúst 1978 VISIR Vísir spyr í Reykjavík Ættar þii að fara eitthvaö um verslunarmannahelgina? Sverrr Diego, kennari: Já, svo sannarlega. Þetta verður löng og góð helgi hjá mér, þvi ég fer til Spánar á föstudaginn og verb þar i þrjár vikur. Arsæll Baldvinsson, strætis- vagnabilstjóri: Ég fer ekkert ilt á land en verö aö vinna I bænum alla helgina. Kannski maöur taki verslunarmannahelgina út um frihelgina og skreppi þá eitthvað. Theodora Spano: Viö hjónin ætlum aö bregba okkur austur i SkaftafeU og vera þar I tjaldi um helgina. Svana Runólfsdóttir: Ég og Arn- heiöur systir min förum kannski til bróður okkar sem er i sveit vestur á Baröaströnd. Viö tjöldum bara bak viö httsiö. Hrafnhildur Tómasdóttir, vinnur f Búnaöarbankanum: Ég býst viö að ég fari upp i Borgarfjörö og njóti góöa veöursins þar. Ætli ég gisti ekki i tjaldi. //Hjá einstöku bændum kann svo að fara að hey- fengur verði aðeins helm- ingur af því sem er i meðalári." MINNI HEYFENG SPÁÐ UM ALLT LAND „Það hefur sprottið seint um allt land/ sér- staklega vegna kulda í júnímánuði. Heyfeng- ur verður áð öllum lík- indum minni en í meðalári og ég gæti giskað á svona 5—10% undir meðallagi. Hjá einstöku bændum kann svo að fara að hey- fengur verði aðeins helmingur af því sem er í meðalári." sagði Halldór Pálsson bún- aðarmá lastjóri við Vísi. Hann sagöi aö sláttur væri sums staðar ekki hafinn og þá einkum á hálendisbýlum á Norður- og Vesturlandi. Viöa væri kal I tttnum á Norðurlandi og jafnvel einn- ig á Suöur- og Suöaustur- landi. A Austurlandi heföi hey- skapartiö veriö erfið i júli, en þó hefbi þaö ekki komiö eins aö sök þar sem viða hefði verið litiö sprottið. Tiöafar til heyskapar heföi hins vegar verið hagstætt i júlimánuöi bæöi á Suður- og Vesturlandi. „Þaö er erfitt aö segja til um þaö hver heildartttkoman veröur og þaö ræðst mikið af þvi hvernig ágústmánuöur veröur. Viða getur enn sprottiö töluvert ef tið verður góö. Verkunin hefur einnig mikið aö segja. Otlitiö i dag er hins vegar aö heyfengur muni nær alls staðar veröa minni en i meöalári. Gæðin gætu hins vegar orðiö mikil og raunar bendir margt til þess." —BA. SKRALLAÐ FYRIR ÁHORFíNDUR Þeir sem veiöa 1 Elliöaánum vita ekki alltaf hvort þeir eru aö skralla fyrir sjálfa sig eöa áhorfendur. En þar hefur marg- ur veiöimaöurinn oröiö svo ör- vinglaöur undir augum og leiö- beiningum gesta, aö hann hefur snúiö sér til iöglegra yfirvalda og beöiö aö þeir yröu f jarlægöir, sem ku ekki vera hægt af þvl al- mannavegir liggja þarna um land, sem er auk þess i eigu borgarinnarog öllum frjálst. Ntt viröist sem áhorfendaskarinn hafi skipt sér og eitthvaö af hon- um sé fariö aö standa á brúnni yfir Hrútafjaröará viö aö horfa á Sveirri Hermannsson, alþing- ismann, draga stórfiska. Sverrir Hermannsson er manna frásagnarbestur og snillingur á myndasmiöar orös- ins, og hefur nú um áraskeiö veitt i þjóöbraut, þar sem Strandasýsla endar og Hún- vetningar taka viö, og gleöur auk þess margt mannshjartaö i nágrenninu meö tali sfnu. Ný- lega geröist þaö klukkan tfu mlnútur yfir tiu mánudaginn 24. júliaö hrygna æddi á flugu nr. 8 hjá honum þar sem hann stóö I grandaleysi hjá brttnni yfir Hrútaf jaröará rétt noröan skála kaupfélagsins, þar sem sama Ijóshæröa stúlkan hefur afgreitt I fjögur ár og satt augu manna, sem hafa veriö meö leiöinlegar kerlingar sinar á ferö undir þvl yfirskyniaö þeir væru aö skoöa íandiö. Um þaö leyti sem Sverrir festi I hrygnunni undir brúnni átti Magntts i Staöarskála leiö fram- hjá á tíu tonna trukk sinum á leiö i Borgarnes eöa til Reykja- vikur. Þaö skiptir ekki máli. Magntts heyröi aö þaö skrallaöi ógurlega hjá þingmanninum undir brúnni, en lét þaö ekki hefja för sina. Aftur á móti runnu aörir á skralliö hjá þing- manninum (skrall i veiöihjóli þegar laxinn tekur ttt af færinu), og stóö þennan dag allan hálf- gildings héraösmót á brttnni meö myndatökum og kvik- myndunum og ööru sem heyrir til slikum mannfagnaöi. Sverrir segir svo sjálfur frá i Morgun- blaöinu s.l. sunnudag, aö þaö hafi tekiö hann fimm tfma og tuttugu og eina mintttu aö landa hrygnunni, sem var fímmtán pund, en hefur eflaust veriö átján pund, þegar hann festi I henni, enda er ekki nema eöli- legt aö fiskur renni i svo lang- varandi átökum. Þaö var sagt um Emiliano Zapata (á hann minnst til aö koma setu aö i Vísi), eftir aö hann haföi veriö svikinn og myrtur, aö andihans hefði þeyst á hvitum hesti um fjallendi heimabyggöar hans, Morelos til aö veita undirokuðum sam- sveitungum vonina. Eins er þaö meö okkur laxveiöimenn, aö viö viljum helstaö Sverrir sé enn aö fást viö hrygnuna undir brúnni yfir Hrtttafjaröará, enda skilst manni á grein veiöimannsins, aö flugan hafi verið I tálknum hennar.svoenginhætta var á aö missa hana þótt svo óliklega heföi viljað til að Sverrir heföi dregiö hana á land eins og þorsk, m.a. vegna þess aö ekki voru nema fjögur stig á Celsius undir brúnni, þar sem hann norpaði viö aö skralla fyrir áhorfendur. Nema hvaö. Ntt hefur Magnús I Staöarskála lokiö er- indum sfnum sunnan'heiðar og er snttinn heimleiöis slödegis. Hann stansar i Hreöavatns- skála og hittir þar aö máli Sverri Ilermannsson, sem seg- ist vera hættur aö skralla und- ir brúnni og er meö fimmtán punda hrygnu i skottinu á bfln- um, sem sagt hrygnuna sem magagleypti næstum þvf flug- una og tók á sjötta tfma aö ianda. Viö laxveiöimenn erum eöli- lega hressir yfir svona sögum. Veiöitíminn er I hámarki og ,,hver bær á sina sögu” eins og þar stendur. En viö lestur frá- sagnar Sverris af viöureigninni viö fimmtán punda hrygnuna I Hrtttaf jarðará vaknar þörfin fyrir viðurkenningu. Menn fá bikar fyrir flugulax og bikar fyrir hitt og þetta. Ætli sé ekki kominn tlmi til aö veita bikar fyrir bestu laxveiöisögu sum- arsins. Og kandidatinn er þegar fyrir hendi. Þaö veröur ekki sögö betri Iaxveiðisaga á þessu sumri. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.