Vísir - 02.08.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 02.08.1978, Blaðsíða 3
3 VISIR - Miðvikudagur 2. ágúst 1° Stóraukin sala á grœnmeti Sölufélagið þakkar fjölmiðlum A myndinni má sjá til vinstri Arna Berg fra* Neytendasamtökunum og við hlið hans Þorvald Þorsteinsson frá Sölufélaginu. „Söluaukningin á tómtöum I siðustu viku var rúm 8 tonn. Við höfðum gert ráö fyrir þvi aö selja 12.5 tonn miöað viö óbreytt verð. Verðið var lækkað og viö það jókst saian upp i 20.7 tonn. Þetta verður þakka meðal annars þeim mikla áróðri sem rekinn var i öllum fjölmiðlum” sagði Þorvaldur Þorsteinsson forstjóri Sölufélags garðyrkju- manna er hann kynnti blaða- mönnum árangurinn af verð- lækkun á tómötum og agúrkum. A fundinum var einnig Ami Bergur Eiriksson, fulltrúi Neyt- endasamtakanna, sem fylgdist með dreifingu og sölu á þessum varningi vikuna 24.-28. júli. Upphaflega beindist athyglin að offramleiðslu á tómötum við það að upp komst að Sölufélagiö keyrði með þá á öskuhaugana. Hófust mikil blaðaskrif um mál- ið og Neytendasamtökin gengu fram fyrir skjöldu. Sölufélagið gerði samning við Neytendasamtökin um að kiló- verð á tómötum yrði lækkað i heildsölu úr 750 krónum i 500 krónur. Agúrkur voru einnig lækkaðar úr 550 krónur kilóið i heildsölu I 400 krónur. Salan á þeim jókst úr áætlaöri 9,5 tonna sölu i 12.5 tonn. Neytendasam- tökunum var boðið að fylgjast með þessu sem hlutlausum að- ila, hvort tækist að örva landann til grænmetisneyslu. „Við vorum ekki mjög bjart- sýnir á þetta. Það hefur verið margreynt að lækka verðið en árangurslitið til þessa. Verðiö hefur stundum verið lækkað um helming en söluaukningin hefur ekki verið nema 5-10%* í þetta sinn gaf áróður fjölmiðla okkur meðbyr. Það er hins veg- Mynd: SHE. ar athyglisvert að blöðin fjöll- uðu meira um tómata en agúrk- ur og salan á hinum fyrrnefndu jókst mun meira”, sagöi Þor- valdur, sem sagöist vonast eftir samstarfi við fjölmiðla næsta sumar þegar framleiðsla næði hámarki. „Við skulum vona að upphafiö veröi ekki hiö sama og i sumar en framhaldiö má gjarnan vera eins. Þess skal aö lokum getið að tómatar hækk- uðu i gær upp i 750 krónur á nýj- an leik. —BA. Deilo SR og Vöku á Siglufirði: ,Stjórnvöld eiga að leysa málið' segir Kolbeinn Friðbjarnarson form. Vöku „Staðan hefur ekkert breyst. Þetta veltur allt á stjórnvöldum og Vinnumálanefnd rfkisins”, sagði Kolbeinn Friðbjarnarsnn formaður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði við Visi um deil- una við SR. „Það eru stjórnvöld sem að minni hyggju gefa Vinnumála- nefnd og stjórn SR fyrirmæli um að rifta gerðu samkomulagi við framkvæmdastjóra SR.” sagði Kolbeinn. „Það er megin orsök þeirrar vinnudeilu sem nú er risin upp. Ég sé enga aðra leið til lausnar en þeir aðilar sem hafa valdið þessu meö samningsbroti sjái sig um hönd. Kolbeinn sagði að afstaða verkamanna væri miklu harðari nú en fyrr i mánuðinum er yfir- vinnubannið varsett og telduþeir að óheiðarlega og ódrengilega hefði verið á málum staöið. Að gefnu tilefni sagði Kolbeinn að það myndi ekki standa á verka- mönnum að veita undanþágur frá yfirvinnubanni til að landa úr Kolbeinn Friðbjarnarson for- maöur Vöku á Siglufirði og Guð- mundur J. Guðmundsson ræðast hér við. Myndin er tekin skömmu áður en stjórnarfundur VMSt og formannaráðstefna verkalýðsfe- laganna hófst þar sem tekin var ákvörðun um yfirvinnubann sem siðar var fallið frá. Visismynd: JA. loðnuskipum,meðan nokkurt þró- arrými væri á Siglufirði, til þess að loðnuskipin stöðvuðust ekki. —KS. ER VERÐBÓLGAN ÓLEYSANLEGT VANDAMÁL? - NEI EKKI FYRIR OKKUR SPARIÐ 20% - NOTIÐ AGFACOLOR FILMU Austurstrœti 7 Simi 10966 ÖLL ÞJÓÐIN TÍU SINNUM í SUND í FYRRA! Bolvíkingar eru mestir sundiðkendur Bolvikingar viröast vera iðn- astir allra tslendinga við að sækja sundlaugar, ef marka má nýút- komna skýrslu um aðsókn að sundstöðum landsins. Hver ein- asti Bolvikingur sótti sundlaug staðarins 26 sinnum á slöara ári. Það skal tekið fram að skóla- sund er hérekki meðtalið. Næstir i röðinni eru Hvergeröingar, en þar sótti hvert mannsbarn laug- ina að meðaltali rúmlega 16 sinn- um á slðasta ári. I nýútkominni skýrslu menntamálaráöuneytisins um sundstaði i 25 byggðarlögum sem hafa 167.940 Ibúa kemur i ljós að baðgestafjöldi var liðlega 2 millj- ónirog er þá skólasund meðtalið. I skýrslunni er borin saman aö- sókn árið 1976 og 1977. Þar er margt athyglisvert aö finna og má þar nefna að baðgestum i Sundhöll Reykjavikur fækkaði um tæplega 12.500 og fækkaöi um liðlega 27.000 I sundlaugina i Laugardal. Vinsældir Vesturbæj- arlaugarinnar virðast hins vegar sivaxandi og fjölgaði baðgestum þar um tæplega 52.000. Mikil aukning varð einnig á að- sókn Sundhallar Hafnarfjarðar og fjölgaöi baðgestum um 30.500 Aðsókn að sundlaugum i Vest- mannaeyjum og á Selfossi jókst einnig geysilega mikið. Kostnaður á hvern almennan baðgest er mjög misjafn. Þannig er hann rúmar 95 krónur á hvert þannsem sækir Sundlaug Vestur- bæjar.en 454 krónur á þann sem fer i laugina á Neskaupstað. —BA. Skallí Lækjargötu 8, Hraunbæ102 Reykjavíkurvegi 60 Hf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.