Vísir - 02.08.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 02.08.1978, Blaðsíða 6
 VISIR Nýir umboðsmenn Neskaupstaður Lilja Gréta Þórarinsdóttir, Þiljuvöllum 36, simi 97-7540. Hellissandur Þórarinn Steingrimsson Naustabúð 11, simi 93—6673. Hofsós Jón Guðmundsson Suðurbraut 2, simi 95—6328. Djúpivogur Bryndis Jóhannsdóttir Austurbrún simi 97—8853 Sandgerði Valborg Jónsdóttir Túngata 18, simi 92—7474. VÍSIR Hússtjórnarskóli Suðurlands Laugarvatni Vegna margra umsókna og fyrirspurna um eins vetrar hússtjórnarnám hefur ver- ið ákveðið að halda uppi kennslu með sama hætti og verið hefur auk tveggja ára hússtjórnarnáms samkvæmt fyrri auglýsingu. Ennþá er unnt að bæta við nokkrum nem- endum og þurfa umsóknir að hafa borist fyrir 15. ágúst n.k. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri i sima 99-6123 og menntamálaráðuneytið. húsbyggjendur ylurinn er \3 Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi — föstudags. Afhendum vöruna á byggingarstað, viðskiptamönnum að kostnaðar lausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Borgarplast Borsarneiij timi93-7370 kvöld 09 hclganiml 93-7355 Smurbrouðstofan BJORNINN Njólsgötu 49 — Sími 15105 vtsm Mlðvikudagur 2. ágúst 1978 Umsjón: Guðmundur Pétorsson Grískir landgönguliðar á æfingu — sem á seinni árum hefur meir beinst að því að verjast innrás Tyrkja/ eða undirbúa gagnsókn gegn þeim. Grikkland og MATO Þaö horfir nú til þess, að senn takist sættir með Grikklandi og yfirherst jórn N-Atlantshafs- bandalagsins eftir fjögurra ára takmarkaöa hlutdeild Grikkja i samstarfi NATO vegna ýfinga þeirra og Tyrkja. Frésthefur.að viöræöur Grikk- lands og NATO hafi skilaö drjúg- um árangri, einkum slðustu fjór- ar vikurnar,ogvaknað hafa vonir um, aö Grikklandsher falli aftur undir sameiginlegan herafla NATO nú þegar á þessu ári. Ymis vandamál enn Enn er þó viö margvisleg vandamál aö striöa, en þar er al- varlegast hin langvinna deila Grikklands og Tyrklands um, hvar draga skuli mörk yfirráöa- svæöa landanna i Eyjahafinu. Það væri helst hún, sem gæti spillt þvi, aö Grikkir tækju aftur upp fullt varnarsamstarf viö NATO. Ahrifamenni stjórninni i Aþenu létu eftir sér hafa, eftir að Banda- rikjaþing samþykkti aö aflétta vopnasölubanninu af Tyrklandi, aö sú ákvöröun mundi ekki hafa áhrif á viðræður Grikklands um fulla þátttöku aö nýju i NATO. Þeir hafa samt látið i ljós von- brigöi sinmeð, aö máliö skyldi fá þessa afgreiöslu, en viöurkenna, að vopnasölubanniö hafi fyrst og fremst varðað stjórnir þessara tveggja rikja, Bandarikjanna og Tyrklands. — Þó var vopnasölu- bannið sett á sinum tima i mót- mælaskyni viö, aö Tyrkir skyldu beita bandariskum hergögnum sinum viö innrásina á Kýpur, þar sem Grikkjum var mjög ögrað. Það var einmitt Kýpur-innrás- in, sem nær hafði komiö Grikkj- um til þess i gremju sinni aö slita alveg samstarfinu viö NATO sem ekkihreyfði höndné fót til þess að afstýra innrásinni. I staöinn var Grikklandsher dreginn undan sameiginlegri yfirherstjórn NATO, en varnarsamstarfinu að öðru leyti haldið áfram. Grikkland lét NATO draga úr notum sinum af fjarskipta- og viðvörunarkerfi á grisku yfir- ráðasvæði, og lagði niður sina reglubundnu fyrri skýrslugjöf til NATO um stöðu griska hersins. — Eftir þvi sem freSt hefur hjá sér- fræðingum innan NATO, hefur þróun uppbyggingar Grikklands- hers á þessum fjórum árum fjar- lægst nokkuð varnarkerfi og aö- ferðir NATO. Griskt frumkvæði „Það verður erfitt aö samhæfa þetta að nýju”, sagöi einn NATO-sérfræðinganna nýlega i blaðaviðtali, ,,en ef á reynir, munu menn bjargast af”. önnur aöildarriki NATO hafa frá þvi snemma árs 1975 reynt að telja Grikklandsstjórn hughvarf, og fá hana til fullrar aðildar aftur að bandalaginu. Þær viöræöur leiddu til litils til að byrja með, enda lágu ýmis NATO-riki Grikkjum á hálsi fyrir að láta gremjuna yfir Kýpurdeilunni ganga út yfir NATO-samstarfið, meðan Grikkjum var heldur ekki enn runnin þá reiöin. Viðræðurnar, sem nú standa yfir, f jalla um ýmsar nýjar tillög- ur Grikkja, sem kvissast hefur, aðhafi fallið inokkuð góðan jarö- veg. Hefur heyrst úr aðalstöðvum NATO, að þessar tillögur geti vel orðið grundvöllur nýrra samn- inga. Grikklandsstjórn lagði þessar tillögur fram I siðasta mánuði við Alexander Haig, hers- höfðingja, æðstráðanda NATO-heraflans, sem siðan sendi þær áfram til stjórna aðildarrikj- anna til undirbúnings viðræðun- um, sem nú standa yfir. Af þessum nýju hugmyndum Grikkja hefur frést, að þeir leggi að meginefni til: — Að NATO stofni nýjan flug- her með aðalstöðvum i Larissa i Grikklandi og undir stjórn griskra foringja. Grikklandsher á að falla undir þessar aðalstöðvar, sem verða i raun tvær — önnur fyrir flugher, enhinfyrir landher. Svarar þetta til aðalstöðva NATO i Izmir I Tyrklandi, og mun leiða til þess, að bæði Tyrklandsher og Grikklandsher muni vera undir yfirstjórn eiginn foringja, sem berisiðan ábyrgð gagnvart æðstu herstjórn NATO. (Fyrir 1974 hefðu báðir þessir herir lotið yfir- stjórninni i Izmir). — Að Grikklandi taki að nýju fullan þátt i varnarkeðju N-At- lantshafsbandalagsins með fullri aðild að NATO-æfingum. — Grikkland hefur tekið þátt í nokkrum æfingum frá þvi siðasta haust, en þá með sérsamkomulagi fyrir hvert skipti. — Aðupplýsingar.sem aflaöer meö viðvörunarkerfi á grlskri grundmun að nýju standa NATO til reiðu. — Að aðalstöðvar Haigs hers- höfðingi finni lausn á vandanum við samhæfingu herstjórnanna I Izmir og Larissa. — Það sýnist ekki nema skynsamlegt, að búa sig undir, að mannlegur mis- brestur verði á bræðraþelinu milli grlsku og tyrknesku her- stjórnanna svona fyrst I stað. — Að amerlsk kjarnorkuvopn fyrir NATO veröi áfram á grisku yfirráðasvæði, en þaðan voru þau aldrei fjarlægð þrátt fyrir mis- sætti Grikklands við NATO. Mörkiná Eyjahafi Að mati sérfræðinga er stærsti þröskuldurinn I vegi fyrir fullu samstarfi Grikkja við NATO, rig- urinn við bandalagsrikið Tyrk- land. Þar af verða erfiðleikar við skiptingu þess „varnarsvæðis”, sem fellur Ihlut hvors á Eyjahaf- inu. Um áraraðir hafa Grikicir og Tyrkir deilt um nýtingu auðlinda i Eyjahafi og á hafsbotninum,. eins og oliu- og gaslindir. Utanríkisráðherrar Tyrklands og Grikklands settust 4. júli á rcSc- stóla I Ankara um Eyjahafsdeil- una, en langur vegur er sagður vera frá þvi, að þeir hafi nokkra lausn. I framhaldi af þvi kviða báðir að þau mörk, sem NATO mun draga um þau varnarsvæði, sem Grikkland og Tyrkland skuli hvort i sinu lagi bera ábyrgð á, kunni að flækja viðræðurnar um auðlindanýtingu og efnahagslög- sögu. Kýpurdeilan enn i bakgrunni Þessi og aðrir slikir annmarkar á sambúð Grikklands og Tyrk- lands, eins og til dæmis Kýpur- deilan, sem enn ér óleyst, þykja þvi hugsanlega geta hindrað fulla aðild Grikklands, þótt NATO-rik- in samþykki fyrir áramót að öðru leyti allar' tillögur Grikkja með tölu. Tyrkland nýtur ekki mikilla á- hrifa innan bandalagsins, þvi að Tyrkir hafa ávallt verið ögn sér á báti, þótt meginhluti Tyrklands- hers standi til reiðu fyrir sam- eiginleg not NATO. En hugsan- legt þykir, að Tyrkjastjórn noti sér viðræðurnar um endurkomu Grikklandshers i NATO til þess að knýja á lausn Kýpurdeilunnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.