Vísir - 02.08.1978, Blaðsíða 24
Með hel-
scerða
konu frá
Grœn-
landi í
morgun
Flugvélfrá Vængjum var
send með lækni og
hjúkrunarkonu af Borgar-
spítalanum til Grænlands i
nétt. Erindið var að sækja
helsærða konu til Scores-
bysunds, en hún hafði verið
stungin illilega með hnifi i
gærkvöldi.
Vængjavélin för frá
Reykjavik um eittleytið I
nött og frá Akureyri áleiðis
til Grænlands um klukkan
tvö. Ofært var til Scores-
byssunds og varð vélin þvi
að lenda I Meistaravik.
Strax i morgunsárið létti til
þannig að unnt var aö
sækja konuna og siðan var
haldið rakleiðis til Reykja-
vikur og vélin var væntan-
leg laust fyrir klukkan ell-
efu i morgun.
Forsetaslagurinn í FIDE:
FRIDRIK TIL
FILIPSEYJA
# Símskeyti send til 22 landa í nótt
# Sendimaður ffarinn til Bretlands
• Kostnaðaráœtlun affhent monntamálaráðherra i morgun
Hátt í 100
kílóa lúða
Vænni lúöa hefur vart veriödreginó land, ef
marka má svip skipsverja á Haftindi frá
Hafnarfirði. Skipsverjar á Haftindi eru
krakkar frá Unglingaheimilinu i Kópavogi, en
skipstjóri er Karel Karelsson.
Nú um helgina lögðu þeir
i rööur eins og þeir hafa
gert i allt sumar og sumar-
ið þar áður og bjuggust við
að reyta eitthvað úr sjö, en
aflinn hefur, eftir þvi sem
þeir ségja, veriö svona upp
og niður. En þessi sjóferö
var sögulegri en aðrar, þvi
að skipverjar veiddu þessa
risalúðu. Ekki hefur tölu
verið kastað á kilóin þar
sem nógu góða vigt vantar,
en hún vegur hátt i 100 kg.
Sá, sem veiddi lúðuna,
heitir Skúli H. Skúlason.
—ÞJH
Baráttan fyrir
kjöri Friðriks ólafs-
sonar sem forseta
FIDE er nú að hef j-
ast af fullum krafti.
Skáksambandið
sendi simskeyti til 22
landa i nótt þar sem
itrekuð er sam-
þykktin frá Luxem-
borg um stuðning
við Friðrik. Högni
Torfason er farinn
til Englands til að
kanna hvort ákvörð-
un Golombeks um
að svíkja fyrri
ákvörðun um stuðn-
ing við Friðrik hafi
hlotið samþykki
breska skáksam-
bandsins.
Vilhjálmur Hjálmars-
son menntamálaráðherra
sagði i samtali við Visi i
morgun að á sinum tima
hefði rikisstjórnin ákveð-
ið að styðja framboð
Friðriks fjárhagslega og
fullur vilji væri fyrir að
standa við það.
Einar S. Einarsson for-
seti Skáksambandsins
sagði að hann hefði i
morgun verið að afhenda
menntamálaráðherra
kostnaðaráætlun um
kosningabaráttuna.
Friðrik hefur ákveðið að berjast af hörku.
Friðrik Ólafsson mun
fara til Filipseyja mjög
fljótlega þar sem heims-
meistaraeinvigið fer nú
fram. Hann mun koma
við i ýmsum löndum og
ræöa við menn,til dæmis I
Tyrklandi, Malajsiu, Iran
og Tailandi. Siöan mun
Friðrik fara til 10 Ianda i
Mið-Ameriku og einnig
ferðast um riki i Suður-
Ameriku.
Akveðið hefúr veriö að
gefa út kynningarbækling
um framboð Friöriks á
fjórum tungumálum og
honum fylgt eftir með
ferðalögum, bréf-
askriftum og simtölum.
Einn af stjórnar-
mönnum Skálfsambands-
ins, Ingimar Jónsson, er
nú I Mexikój þar sem
hann ræðir við menn um
framboð Friðriks og
þannig mætti lengi telja.
„Þegar ég talaði við
Friðrik Ólafsson i
Kanada i gærkvöldi
sagðist hann aldrei hafa
verið harðari en nú að ná
kjöri”, sagði Einar S.
Einarsson i morgun.
—SG
Framkvœmdastofnunin í framkvœmdahug:
Stórhýsi við
Rauðarárstíg
Framkvæmdastofnun
rikisins hefur ákveðiö
byggingu stórhýsis undir
starfsemi sina á lóð stofn-
unarinnar við Rauðarár-
stig i Reykjavik, að þvi er
Guðmundur Ólafsson,
franikvæmdastjóri lána-
deildar sagði i samtali við
Vísi I morgun.
Frumútlitsteikningar
liggja nú fyrir skipu-
lagsnelnd ReykjaVikur-
borgar, og kvaðst Guð-
mundur eiga von á að
málið yrði afgreitt þaðan
innan skamms. Ekki
reyndist unnt að fá teikn-
ingar af húsinu til birt-
ingar, en Guðmundur sagði
það vera „mjög áþekkt”
byggingu Búnaðarbankans
við Hlemm.
Guðmundur sagði, að
engar ákvarðanir hefðu
verið teknar um hvenær
framkvæmdir hefjast, og
ekki hefðu verið gerðar
neinar kostnaðaráætlanir.
„Framkvæmdir eru ekki á
næsta leiti, og allar áætlan-
ir um kostnað breytast frá
degi til dags”, sagði Guð-
mundur.
Að lokum sagði Guð-
mundur, að þetta yrði
skrifstofubygging ein-
göngu, og að i byggingunni
fengi inni ýmsar aðrar
stofnanir á vegum hins
opinbera, skrifstofuhús-
næði Framkvæmdastofn-
unarinnar yrði aðeins litið
stærra en núverandi hús-
næði.
Ekki tókst i morgun að
ná sambandi við þá Sverri
Hermannsson og Tómas
Hin nýja bygging Fram-
kvæmdastofnunarinnar
mun verða mjög áþekk
þessu húsi.
Árnason, íorStjóra Fram-
kvæmdastofnúnarinnar.
—AH
Verðhœkkanir vœntanlegar á rafmagni og heitu vatni:
Allt að þriðjungs hœkkun?
Hækkanir á rafmagni
og heitu vatni eru yfirvof-
andi og mun rikisstjórnin
taka ákvöröun um þær á
næstu dögum. Nauðsyn-
legt er að ákvörðun um
hækkunirnar liggi fyrir
fyrstu dagana i ágúst, til
þess að þær fáist teknar
inn í visitöluna, sem tekur
gildi 1. september.
Páll Flygenring, ráðu-
neytisstjóri i Iðnaðar-
ráðuneytinu sagði við Visi
i mohgun að Landsvirkjun
hefði farið fram á 35%
hækkun, Hitaveita
Reykjavikur um 25%
hækkun og Rafmagns-
veita Reykjavikur um
rétt rúmlega 18%
hækkun, sem væri þó háð
þeirri hækkun, sem
Landsvirkjun fengi.
Páll sagði, að ráðu-
neytið gæti fyrir sitt leyti
fallist á röksemdir fyrir
þessum hækkúnum, en
gjaldskrárnef'nd hefur
mælt meö minni hækkun
eða 25% til Landsvirkj-
unar og 20% til Hitaveit-
unnar.
—KS
n 11 b ii 11 GELIIR?
±TT UTSJÓnUPRPSTŒKI BRÆÐRABORGARSTÍG1 SÍMI20080