Vísir - 02.08.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 02.08.1978, Blaðsíða 11
VISIR Miövikudagur 2. ágúst 1978 n p . 1 í4' S ESxwúif wLf; | i fyrrakvöld rann út fyrri fresturinn til þess að skrá sig til keppni í Vísisrallinu sem háð verður helgina 26r27. ágúst næstkomandi. Af því til- efni hækkaði þátttöku- gjald úr 30.000 þúsund krónum í 37.000 þúsund krónur þar til síðari fresturinn rennur út 7. ágúst. Þegar hafa 16 kappar látiö skrá sig til keppni, og mikill á- hugi er rikjandi fyrir henni. 1 fyrrakvöld var haldinn fundur i Bifreiðaiþróttaklúbbi Reykja- víkur þar sem málin voru rædd. Skýrðu þar forráðamenn klúbbsins frá þeim atriðum sem fram mega koma varðandi keppnisleiðina, en hún var mæld út um siðustu helgi. Skemmtileg og erfið leið Aðstandendur keppn- innar, Vísir og Bifreiða- iþróttaklúbbur Reykja- víkur, hafa ákveðið að gefa sem minnst upp um sjálfa keppnísleiðina. Það sem má gefa upp er það að hún er 1043,2 kíló- metrar að lengd og hún liggur um Suður-og Vest- urland. Það sem liggur til grundvall- ar leyndinni yfir leiðinni er það að þannig er keppendum best tryggt að þeir sitji allir við sama borð og viti allir það sama um hana. Keppnin hefst laugardaginn 26. ágúst með ræsingu ökutækj- anna kl. 10 fyrir hádegi við Austurbæjarskólann. Keppend- ur halda rakleitt úr bænum og koma til Reykjavikur um kvöld- matinn, en bilarnir eru skoðaðir við Iðnskólann kl. 20.00 um kvöldið. Nóttina eftir eru öll ökutækin, geymd á sama stað og þess gætt að eigendum gefist ekki færi á þvi að framkvæma neinar breytingar á bflunum. A sunnudeginum 27. ágúst er endurræst eldsnemma um morguninn og haldið rakleiðis úr bænum. Búist er við að kepp- endur verði allir komnir til Reykjavikur aftur siðdegis. Kærufrestur er til kl. 18.00 og verðlaunin verða afhent á ralf- ballinu sem byrjar kl. 21.00 um kvöldið. >4*0 ^ Alexander H. Bridde og Ólafur Guðmundsson sem báðir eru I stjórn Bifreiðaiþróttaklúbbs Reykjavikur velta ieiðinni fyrir sér I baksæti flugvélar einhversstaðar yfir Suðurlandsundirlendinu. Visismynd: GVA. Skipting leiðarinnar Leiðinni er skipt i svokallaðar ferjuleiðir og sérleiðir. Sérleiðin er mesta keppnisleiðin, þar reynir mikið á bæði ökutæki og menn. Ferjuleiðin hefur aðal- lega það hlutverk að tengja saman sérleiðirnar. A ferjuleiðum eru bilarnir innan um aðra umferð og glannaakstur ekki leyfilegur. Meðalkeyrslan er 50 kilómetrar eða jafnvel minna á þeirri leið. Þá eru timamörkin sem kepp- endur fá á ferjuleiðum þannig að ekki ætti að vera neinum of- viða. Keppendum gefst jafnvel færi á að sinna bilum sinum, sem vel er þegið milli erfiðra sérleiða. Sérleiðirnar eru hugsaðar þannig að nær ómögulegt á að vera að ná uppgefnum meðal- hraða jafnvel þótt hann sé frem- ur lágur. Sérleiðirnar reyna þvi mjög á færni bilstjórans og öku- tækið sjálft. Það sem keppendur fá að vita er i þeirri leiðarbók sem afhent er á föstudéginum fyrir keppn- ina. Þar eru upplýsingar um ferjuleiðirnar eingöngu. A sér- leiðum eru leiðirnar merktar með skiltum. A ferjuleið mæðir þvi mjög á aðstoðarmanni öku- mannsins þvi hún er oft hugsuð sem einskonar ratleikur. Leiðin sem farin verður I VIs- israllinu skiptist 118 sérleiöir og Þessi mynd gefur hugmynd um þá vegi sem eknir verða I Visisrallinu. Myndin er tekin i flugferð sem aöstandendur keppninnr fóru ti! aö velja heppilega leið. Vísismynd ■ GVA 20 ferjuleiðir. Ferjuleiöirnar eru lengri I kilómetrum talið, en hver sérleið er á bilinu 3-20 kiló- metrar aö lengd. Framkvæmd keppninnar A öllum leiðamörkum eru sér- stakir timaverðir með sam- stilltar „elektróniskar” skeið- klukkur. Timaverðirnir taka timann á hverjum bil og færa i kort bilstjórans. Þessum kort- um er safnað saman reglulega á meðan keppnin stendur yfir. í öllum aðaldráttum má segja að keppnin snúist ujn þrjá aðal þætti hjá keppendunum. Þaö er timi, vegalengd og meðalhraði. I leiðabókinni er aðeins gefið upp tvennt af þessu þrennu og verða þvi keppendur sjálfir aö finna út þriðja þáttinn eftir for- múlunni V x 60 : T en hún getur vafist fyrir mönnum i hita aug.nabliksins. Ahorfendur og erlendir keppendur Búist var við aö hugsanlega kæmu norskir rallökumenn til keppni i Visisrallinu. Allt er þó á huldu með það enn sem komið er. Fer þar saman við að á sama tima og Visisrallið verður háð hér standa Finnar fyrir hinu heimsfræga „1000 vatna ralli” i Finnlandi og búist var við að hugsanlega fari norsku öku- mennirnÞ frekar þangað. Keppendur hafa mikið lagt upp úr þvi að gera ökutæki sin sem best úr garði og mikið erum skemmtilega blla sem fróðlegt verður að fylgjast með. Flestir hafa ökumennirnir áður tekið þátt I samskonar ralli og hæfni þeirra er þvi mikil. Gaman væri þvi ef einhverjir erlendir öku- menn spreyttu sig við hina is- lensku til að samanburður fáist. Þar á móti kemur að meöan hraðamörkin eru höfö i algjöru lágmarki svo sem nú er lögleitt, gæti það fælt erlenda menn frá og spillt fyrir áhuga slikra á þátttöku i slikum „slow motion” keppnum. Erlendir sérfræðingar á þessu sviði hafa hinsvegar sagt að að- stæður hér séu mjög spennandi og hér sé aðstaöa fyrir fyrsta flokks „safari” -rall i stil við þau sem tlðkast viða I Afriku. Þeir sem vilja fylgjast með rallinu verður bent á heppilega staði I rallblaði Visis sem kemur út á föstudeginum fyrir keppn- ina. Þar verður leiðarkortið birt i heild og merkt við þá staði þar sem skemmtilegar „syrpur” verða teknar. —HL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.