Vísir - 02.08.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 02.08.1978, Blaðsíða 5
★ Fjórsidrif ★ Hátt og lágt drif ★ 4 cyl. 86 ha. ★ 16" felgur ★ Þriggja dyra R FRÉTTIR: Tekist heffur að útvega viðbótarmagn til affgreiðslu seint i haust Pöntunum veitt móttaka *it Bifrei Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. Suduriandsbraul 14 - lleykjavík - Sími .'HMiim (Þessa stööu áttu sérfræðingar erfitt með aö meta. Þó Kortsnoj sé yfir hvað liðsafla snertir, er illmögulegt að brjótast í gegn.) 31. h3 He8 32. b4? (Gefur svörtum einfaldlega valdað fripeð., nokkuö sem getur orðið þungt á metum siöar meir.) 32.... Bb6 33. Db2 Kg8 34. Hf-el Kf7 (Hér áttu báðir eftir 6 minútur fyrir 6 siðustu leikina.) 35. Dc2 d4 36. Rg3 Hd8 —Ekki 36... d3? 37. Hxd3.) 37. exd4 exd4 38. Dd2 d3 39. Dh6 c3! (Fripeðin eru komin á fullt skrið og Kortsnoj fórnar manni i ör- væntingu.) 40. Re4 Rxe4 41. Dxh7+ Kf8 A# 1 t & 4 t 11 4 44 SJ3 Hér lék Kortsnoj biðleik. Staða hans er harla vonlitil og voru ýmsir á þvi, að skákin yrði ekki tefld áfram, heldur gæfist Kortsnoj upp. vism Miðvikudagur 2. ágúst 1978 Jóhann Örn Sigurjónsson skrrfar um heimsmeistaraeinvígið í skók: „...í lokin voru taugar Karpovs sterkarí" Enn raskaöi dulsálfræðingur- inn frá Leningrad, dr. Zukhar, sálarró Kortsnojs, er 7. skákin hófst i gær. Askorandinn virðist trúa þvi statt og stöðugt, að honum séu sendar illþyrmis- legar hugbylgjur, og eftir hvern leik yfirgaf hann sviðið, og leitaði skjóls i hliðarherbergi. Við upphaf skákarinnar kallaði Kortsnoj Lothar Schmid dómara á sinn fund og benti út i áhorfendahópinn. Engum sög- um fer af þvi hvað þeim fór i milli, én eftir nokkra stund hvarf Schmid á braut, til þess að leita uppi keppnisstjórann, Florence Campomanes. Skákin hófst samt á tilteknum tima. Kortsnoj lék drottningar- peðinu fram i 1. leik, og heims- meistarinn varðist með Nimzoindverskri vörn, sem hann þekkir manna best. Að þessu sinni fékk hann þó alveg ny vandamál við að glima, er Kortsnoj kom meðnýjung þegar i 6. leik. Augsýnilega var Korts- noj farið að leiðast jafnteflis- þófið, og ákveðinn i þvi að gera eitthvað róttækt i málinu. Karpov brá hart við, fórnaði peði, og skömmu siðar fylgdi skiftamunur i kjölfarið. 1 stað- inn fékk hann mjög öflugt peða- miðborð, og var nú staðan i jafnvægi um skeið. Timahrakið nálgaðist, einn aðalóvinur Kortsnojs, og i látunum i lokin voru taugar Karpovs sterkari. Peðin góðu á miðborðinu sigu hægt og sigandi af stað, og loks afréð Kortsnoj að láta mann fyrir sóknarfæri. Þessi sóknar- færi virðast þó hverfandi i bið- stöðunni, og eins og sakir standa erallt útlit fyrir að Kortsnoj sé i þann veginn að tapa fyrstu skák sinni i einviginu. Hvitur : Kortsnoj Svartur : Karpov Nimzoindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 c5 6. d5! ? (Nýjung, sem kom öllum við- stöddum gjörsamlega á óvart. Enginn minntist þess að hafa séð þennan leik áður, og eftir miklar vangaveltur töldu sér- fræðingarnir að einungis með þvi að fórna peði, gæti Karpov náð einhverju mótspili. Karpov, sem hafði hugsað sig um góða stund, virtist á sama máli.) 6. ... b5! (Þessa skörpu stöðu og þær sviftingar sem henni fylgja, hefur Kortsnoj talið falla betur að sinum skákstíl, en stöðu- baráttustil Karpovs. En heims- meistarinn teflir framhaldið óaðfinnanlega og gefur áskorandanum ekkert eftir.) 7. dxe6 fxe6 8. cxb5 Bb7 9. Rf3 d5 10.0-0 Rb-d7 11. Re2 De8 12. Rg3 e5 13. BÍ5 g6 14. Bh3 a6 15. Rg5 axb5! (Enn treystir Karpov peðastöðu sina á miðborðinu, og er alls óhræddur aö gefa skiftamun fyrir.) 16. Re6 c4 17. Bb2 Bc5 18. Rc7 De7 19. Rxa8 Hxa8 20. a3 Rb6 (Hér hafði Karpov notað 104 minútur af umhugsunartima sinum, en Kortsnoj 75 minútur.) 21. Dc2 Bc8 22. Bxc8 Hxc8 23. Ba5 Rb-d7 24. Dd2 Bd6 25. Bb4 Rc5 ( Þessi riddari má ekki komast niður á d3, þannig að Kortsnoj á engra kosta völ.) 26. Bxc5 Bxc5 27. Khl Dd6 ( Hér hafði dregið saman með timanotkunina, Kortsnoj búinn með 115 minútur, Karpov með 121 minútu.) 28. Ha-dl Kh8 29. Dc2 De6 (Ekki 29... Kg8? 30. a4 b4 31. e4 og hvitum hefur loks tekist að hrófla við hinu sterka peðamið- boröi svarts.) 30. Re2 Dc6 Hvað greiða þeir í skatta? TANNLÆKNAR BORGA 1.4 TIL 4 MILLJ. Tannlæknar hafa löngum veriö taldir til tekjuhærri hópa I þjóöfélaginu. Samkvæmt smádrtakJ úr Skattskrá Reykjavikur má ætla aö tekjur þeirra hafi leikiö á bilinu 3,5 til 8 milljóna. Hér á eftir fer listi yfir nokkra tannlækna sem valdir voru af handahófi úr Skattskrá Reykjavíkur. Miðað við að útsvar er 11% af tekjum má sjá að tekjur þeirra á síðasta ári hafa verið frá 3,5 - 8 milljónir. Til skýringar skal það tekið fram að inn i heildartölunni eru launaskattur, skyldusparnaður og aðstöðugjald eða samtals álögð gjöld á árinu 1978. —KS Birgir Jóh. Jóhannsson Tekjusk. Eignask. Útsvar Samt. Gjöld Ásenda15 1.447.754 147.864 620.300 3.044.132- Magnús R. Gislason Vesturvallagötu 10 1.394.547 231.193 649.600 2.901.106 Rósar V. Eggertsson Hvassaleiti 13 1.217.231 146.579 562.900 2.507.794 Þórarinn Sigþórsson Espigerði 2 1.373.367 0 519.400 1.954.163 Orn Bjartmars Péturss. prófessor Stigahlið 57 1.672.014 195.859 820.800 3.959.435 Gunnar Helgason Álfheimum 58 1.495+43 1.971 658.500 2.907.109 Haukur Steinsson Skildinganesi 8 528.371 177.614 384.300 1.437.485 Helgi Magnússon Lálandi 12 2.160.410 12.847 796.300 3.829.905 Jón S. Snæbjörnsson Háaleitisbraut 99 1.043.431 68.946 532.000 1.968.567 Sigurður L. Viggósson Depluhólum 4 2.024.262 54.806 882.800 4.062.317

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.