Vísir - 12.08.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 12.08.1978, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 12. ágúst 197& VXSIR Rœtt víð þrfá íslensko koþólikko um lót Póls pófo, sem jorðseltur verður í dog fremst eins og lát góös manns” sagöi Kjartan. „Þaö hlýtur aö veröa vart vissrar saknaöar- kenndar hjá öllum sönnum kaþólikkum þegar páfinn deyr. Ég held að Páll hafi innt starf sitt vel af hendi, og ég var sammála afstöðu hans til flestra mála, svo sem pillunnar og annars sliks.” „Ekki þori ég að spá neinu um, hver taki við af Páli, og tel það heldur ekki skipta miklu máli” bætti Kjartan við. „Það snertir islenska kaþólikka litið, hver stefna páfa er i utanrikispólitik- inni. Við erum sömu Islending- „Miklu minni tilhneigingar gætir nú en áður til að greina menn sundur i kaþólikka og mót- mælendur. Nú er yfirleitt bara talað um kristnamenn, og allt miðar að þvf að fólk skilji hvert annaö”, sagði Torfi. arnir og jafnmiklir afbrotafuglar fyrir guði, hver sem situr í páfa- stóli á Italiu.” //Vann að því að aðhæfa kirkjuna nútímanum" „Páll páfi lét ýmislegt gott af sér leiða á sinni tið. Hann hafði drjúg áhrif i þá átt að aðhæfa kaþólsku kirkjuna nútimanum og minnka bilið milli kirkjudeilda. Miklu minni tilhneigingar gætir nú en áður til að greina menn sundur i kaþólikka og mótmæl- endur. Nú er yfirleitt bara talað um kristna menn, og allt miðar að þvi að fólk skilji hvert annað”. Þannig komst Torfi Ólafsson, deildarstjóri f Seðlabankanum, að orði er við röbbuðum við hann. „íslenskir kaþólikkar taka h'eld ég mikið tillit til fyrirmæla páfa og stefnu hans. Að visu var vald Páls páfa takmarkað, aðallega vegna þess, að hann lagði sjálfur mikla áherslu á að ráðfæra sig við alla viðkomandi þegar hann þurfti að taka ákvörðun um eitt- hvað, en að sjálfsögðu er litið til hans með mikilli virðingu, eins og hæfir þegar staðgengill Krists hér á jörð á í hlut. Ég hef verið kaþólskur i tuttugu og fimm ár, og enda þótt þeir páfar sem setið hafa síðan hafi verið ólikar manngerðir hafa þeir allir vakið hjá mér virðingu.” Páll páfi sjötti verður lagður til hinstu hvildar f dag. Hann hlýtur legstað milli Jóhannesar 23. og Piusar 12., páfanna sem rfktu næst á undan honum. Siðar i þessum mánuði verður 263. páfinn i sögu kaþólsku kirkjunnar kjörinn á samkundu kardináia. Látlaus straumur syrgjenda hefur veriö við viöhafnarbörur Páls f Gandolfi- kastala i Vatikaninu siðan andlát hans bar að höndum á sunnudags- kvöld. Okkur lék forvitni á að heyra hljóðiö I islenskum kaþólikkum eftir lát páfa og röbbuöum stuttlega viö þrjá þeirra. „Ég held, aö andlát páfa hijóti að hafa einhver áhrif á flesta Islendinga” sagði Sigurveig Guömundsdóttir, sem býr f Hafnar- firðinum, er við ræddum við hana. „Enda þótt fáir lslendingar séu formlcga kaþólskir, bera margir mikla virðingu fyrir rómversk- kaþólsku kirkjunni, ef til vill helst vegna þeirra áhrifa, sem hún haföi i þá átt að skapa gullöld islenskra bókmennta að fornu. Alla- vega kemur lát hans mikið við okkur, sem erum kaþólskrar trúar.” //Páfinn hefur vissa föðurimynd fyrir alla kaþólikka". hélt Sigurveig áfram. „Það var táknrænt, að hann skyldi taka sér nefnið Páll. Hann vildi feta i fót- spor Páls postula, og verða eins konar trúboðspáfi — vinna að þvi aö auka skilning milli manna með ólikar trúarskoðanir. Á hinn bóg- inn hlaut hann ámæli margra vegna afstöðu hans til getnaðar- varna, fóstureyðinga og giftinga presta. Ekki má þó gleyma þvi, aö enn má deila um, hvað er rétt i þeim málum”. „Nú er mikið rætt um þaö, hvort arftaki Páls verði aftur- haldssamur maður eða maður nýjunga, en ómögulegt er að spá um það enn, hver verður næsti páfi. Það er bara vonandi, að sá sem verður fyrir valinu geti borið þá miklu ábyrgð, sem fylgir þvi að vera eftirmaður postula Krists.” Kjartan Hjálmarsson, kennari hefur verið kaþólskrar trúar siðan hann var sjö ára gamall. „Lát páfa verkar á mig fyrst og „Það snertir islenska kaþólikka litið, hver stefna páfa er i utan- rikispolitíkinni,” sagði Kjartan. „Viö erum sömu tslendingarnir og jafnmiklir afbrotafúglar fyrir guði, hver sem situr i páfastóli á ttaliu”. „Að visu tel ég allt að þvi bless- un, að Páll skuli vera dáinn, þvi aö hann óskaði þess einu sinni, að hann liföi ekki svo lengi að hann hætti að geta sinnt köllun sinni. Hann var orðinn mjög heilsutæp- ur undir það siðasta, og var gagn- rýndur fyrir að láta undirtyllurn- ar i Vatikaninu ráðskast allt of mikið með málefni þess, þótt hann gæti litið við þvi gert vegna sjúkleika sins.” „Hins vegar skiptir miklu máli fyrir islenska kaþólikka sem aðra, hver situr á páfastóli. Ég hef veriö kaþólsk i meira en hálfa öld, og fyrsti páfinn, sem ég man eftir er Pius 11. Páfinn hefur, held ég vissa föðurimynd fyrir alla kaþólikka, og virðing er borin fyrir honum sem forystumanni i andlegum efnum kirkjunnar.” „Liklega verður það talið Páli páfa mest til gildis, að hann hefur ætið veriö maður friðar og sátta” „Enda þótt fáir lslendingar séu formlega kaþólskir, bera margir mikla virðingu fyrir róm- versk-kaþólsku kirkjunni”, sagði Sigurveig. Sjónvarpinu hefur gengið illo að uppfylla ókvœði „íslandssamnings" norrœnna leikara: Þótttaka sjónvarpsins í Nordvision í hœttu? — rœtt við Gísla Alfreðsson, leikara, um samskipti leikara og sjónvarpsins Vinnustöövun leikara, sem koma átti til framkvæmda þann 10. þessa mánaðar hefur veriö frestað til 20. september eins og Visir hefur skýrt frá. Ekki hefur þvi enn fengist lausn á deiiumálinu, sem snýst um launagreiðslur til leikara fyrir að koma fram f sjónvarpi. Visir leitaði þvi til Gisla Alfreðssonar, ieikara, formanns Félags islenskra leikara, og spurði hann um hvað hefði veriö deilt. Gisli var ennfremur um það spurður, hvort þaö væri rétt hjá fjármálastjóra Rikisútvarpsins, aö leikarar hefðu viljað semja um ákveðinn fjölda hlutverka á ársgrundvelli. Erlendur stuðningur „Þaö mál tilheyrir ekki þessari kjaradeilu nema að jaörinum til”, sagði Gisli, „við hefðum alls ekki farið i vinnustöðvun út af þvi eða neitt svoleiðis. Þannig er mál með vexti, að eitt af markmiöum Félags Islenskra leikara er vöxt- ur og viögangur islenskrar leiklistar. Kollegar okkar á hin- um Norðurlöndunum hafa þetta einnig aö markmiöi gagnvart sinni leiklist, i hverju landi fyrir sig. Til eru alþjóðasamtök leikara, sem i eru leikarar frá milli þrjátiu og fjörutu löndum. Samtökin hafa það að markmiði sinu að styðja hver við bakið á öðrum, þannig að innlend „fram- leiðsla” megi vaxa i hverju landi fyrir sig. Við höfum verið i þess- um alþjóðasamtökum i áratugi. Sjónvarpið Árið 1968 var samþykkt á fundi i leikararáöi Norðurlanda, að styðja við bakið á islenskri leik- list. Þegar sjónvarpið hóf starf- semi sina voru gefnar yfirlýsing- ar um að það yrði litið um leiklist i sjónvarpinu. Þetta var gert með þeim hætti, aö hvert félag fyrir sig gerði samning við sina sjónvarpsstöð, um að selja islenska sjónvarpinu leikið skandinaviskt efni á lægra verði heldur en i samningum stendur. Nánar til tekið þurfti sjónvarpið að greiða 5% af kostnaði sam- kvæmt samningi i stað 50% sem það ella hefði þurft aö greiða. Sjónvarpið fær þetta efni þvi hvorki meira né minna en á tiu sinnum minna verði en ella. Sjónvarpið átti að fá þetta efni á þessu verði gegn þvi, að islenska sjónvarpið framleiddi ákveðinn fjölda mynda árlega. En sjónvarpinu hefur gengið illa að uppfylla þetta skilyrði, þó það hafi hangið i þvi framan af. Það var þvi samþykkt, á fundi i leikararáðinu, i september 1976, i Kaupmannahöfn, sem ég sótti, að breyta þessum reglum. Aður voru það tiu myndir sem um var að ræða. Nú skyldi Félag islenskra leikara semja um það við sjónvarpið, i hvaða formi þetta ætti að vera. Það ætluðum við að gera til hliðar við þessa samn- ingsgerð sem núna er á ferðinni. En ákveðið var að taka þetta atr- iði út úr og semja um það siðar. En i lok september verður hér á Hótel Loftleiðum fundur i leik- araráði Norðurlanda, og hjá alþjóðasamtökum leikara. Þá þyrfti þessi samningur að liggja fyrir. Annars er hætta á að þessi svokallaði tslandssamningur verði felldur úr gildi. Þá er grundvöllurinn fyrir þátttöku islenska sjónvarpsins i norræna sjónvarpinu, Nordvision, fallinn. En þetta kom nú ekki beint inn i samningsgerðina sem nú hefur staðið yfir.” Misræmi á túlkun — En um hvað var þá raun- verulega verið að deila, nú leit út fyrir verkfall fram á siðustu stundu? „Vegna þess að þetta leystist nú farsællega, þá vil ég ekki tiunda það nákvæmlega, en send- ar verða upplýsingar viðvikjandi þvi til fjölmiðla. Deilan stóð aðal- lega um misræmi á túlkun á samningi, og ákvæðum samn- ings. Það er erfitt að meta vinnu leikara, litið hlutverk, stórt hlut- verk og svo framvegis. Oft þarf leikari með litið hlutverk að vera á vinnustað eins lengi og sá sem er með aðalhlutverkið og þar fram eftir götunum. Þetta er erfitt að meta. En þetta er gert eftir margs konar leiðum, eins og Visir drap nú litillega á i sam- bandi við linufjölda og þess hátt- ar. En það eru svo ótal mörg matsatriði inni i þessu. En það var ágreiningur um túlkun á nokkrum slikum ákvæð- um, hvor hélt sinu fram, þetta ætti að skilja svona en ekki hins- egin. Það var meginmálið.” Gisli Alfreðsson leikari, formaður Félags islenska leikara. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.