Vísir - 12.08.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 12.08.1978, Blaðsíða 6
Laugardagur 12. ágúst 1978^TXSIR ,Hef þerf fyrír aé gera það eina sem ég kann, - að syngja og spila" Allt frá því er Bob Dylan korrl fyrst fram á sjón- arsviðið i upphafi síðasta áratugs hefur hann verið lifandi goðsögn i hugum æskufólks um allan heim. Goðsagnarljóminn hefur að vísu fölnað lítið eitt meðárunum þótt meistari Dylan sé enn í hópi virt- ustu stjórnstjarna rokktónlistarinnar, og eftir vel- heppnaða tónleikaferð um Evrópu nú í sumar og út- komu nýrrar hljómplötu „Street — Legal", hefur hann enn á ný komið fram á sjónarsviðið og orðið tilefni heilabrota og umræðu í fjölmiðlum. Helgarblaðið birti fyrir skömmu umsögn Viðars Vikingssonar um hljómleika Dylans í París nú ný- verið og hér á eftir fer víöta l,í þýðingu Viðars, sem birtist i vikublaðinu „L'Express" 2. júli sl. Viðtalið var tekið í London og mun vera eina viðtalið sem ylan veitti á hljómleikaferðalaginu í Evrópu. X L’Express: „1 gærkveldi var yöur fagnaö gifurlega er þér komuö fram á sviöiö hér i London. Stfgur þetta ekki yöur til höfuös? Bob Dylan: „Nei, þarsem égheld ekki aö fólk hafi veriö aö fagna mér, Þaö var aö fagna öörum einstakling eöa einhverju ööru.” Sp: „t ensku blööunum er talaö um yður sem goösögn, þér eruö kallaöur rafmagnaö ljóðskáld....” D: „Sama er mér. Þetta fer meira aö segja dálitiö f taugarnar á mér. Meö þvl aö setja á mig stimpil erveriö aö fjarlægja mig áhorfendum.” Sp: „En núeruöþér aftur I sviös- ljósinu. Þýöir þetta aö eyöi- merkurgöngunni sé lokiö?”f D: „Já, þaö held ég. Ég er kom- inn á sporiö aftur.” Sp: „Vgna peninganna?” D: „Nei. Auövitaö hef ég þörf fyr- irskotsilfur, og ég veit hvernig ég geteyttþvi. En ég hef einfaldlega þörf fyrir aö gera þaö eina sem ég kann sem er aö syngja og leika. Ég er hljómlistarmaöur, og viö þaö þarf engu aö bæta.” Sp: „Þaö munu þvi ekki lföa tólf ár þar tii þér birtist í næsta skipti?” D: „Nei. Égerbúinn aö fá minniö aftur.” (Hlátur). Sp: „1 nýju hljómsveitinni eru trommurnar áberandi...” D: ,Já, þær spila mikla rullu hjá mér. Lög min þarfnast sterks rythma. Næst kem ég meö þrjá trommuleikara meö mér.” Sp: „Þaö er sagt aö meö þvi aö ráöa kórstelpurnarþrjár séuð þér aö búa yður undir Las Vegas.” D: „Pfffh!” Sp: „Þaö er sagt aö fyrsta lag yö- ar hafi verið tileinkaö Birgitte Bardot.” D:„Já, þaö er rétt.” Sp: „Gætuö þér sungiö það fyrir mig?” D: „Ég er búinn aö gleyma þvi. Ég man bara aö þaö var mjög stutt. ” (Hlátur). Sp: ,,Hvaö voruö þér gamall, þegar þér eignuöust fyrsta gltar- inn?” D: „12 ára. Þaö var rafmagnsgit- ar. Ég dáöist aö Presley, Chuck Berry, Buddy Holly, og var i rokkinu. Siöan heyröi ég plötu meöOdettu einn góöan veöurdag, og þaö breytti öllu.” Sp: „Égstóö i þeirri meiningu, aö þér heföuö fyrst oröiö fyrir áhrif- um af Woocfy Guthrie?” D: „Nei. Fyrst var ég hrifinn af rokkinu og slðan af Odettu, The Kingston Trio, Harry Belafonte, TheCarter Family. Siöan uppgöt- v&öi ég Guthrie og rak i roga- stans. Eg læröi utanaö meir en tvöhundruö af lögum hans.” Sp: „Fyrstu aðdáendur yöar tóku þvi ekki vel, þegar þér lögöuö kassagítarinntil hliöar og byrjuö- uö aö leika á rafmagnsgitar.” D: „Nei, aldeilis ekki. Ég var meira aö segja hrakinn af sviöinu i Newport ’65. (Hlátur). Slöanhef égvanist þvl, aöþaöséplptí mig. Ég lenti I þvi bæöi I London og Parls ’66. Ég held aö fdlki þyki þaö mjög gaman aö láta óánægju sina i' ljós eins og þaö sé viöstatt fjölbragöagllmu.” Sp: „Hversvegna breyttuö þér nafni yöar, Zimmerman, I Dyl- an? ” D: „Hversvegna breytir fólk um heimilisfang, þjóðerni, lifnaöar- háttu? Þetta er ekki mitt nafn, en þaökom fram á varir minar einn góöan veöurdag, mér llkaöi þaö og hélt þvi.” Sp: „Hefur þaö ekkert meö Dylan Thomas aö gera?” D: „Alls ekki. Ef ég væri aödá- andi Dylan Thomas, heföi ég sungiö ljóö hans eöa kallaö mig Bob Thomas.” Sp: „Þér hafið ætlö sveipaö bernsku yöar leyndardómshjúp. Eitt sinn hélduö þér þvl fram að þér væruö munaöarleysingi. Samkvæmt ævisögum yöar var faöir yöar lyfsali eöa námuverka- maöur eða rafvirki...” D: „Hann var ekkert af þessu. Faöir minn var duglegur maöur, en hann fékk snemma snert af lömunarveiki, sem ég heldaö hafi lagt framtiöardrauma hans i rúst. Hann átti mjög erfitt meö gang. Þegar viö fluttum noröur á land, opnuöu tveir af bræörum hans, sem voru rafvirkjar, búö og réöu hann sem afgreiðslumann.” Sp: „Stundaöi hann nokkurn tíma skólanám?” D: „Nei. Afi minn kom frá Rús- landi á þriöja tug aldarinnar. Hann -var sölumaöur og fram- leiddi skó. Hann átti sjö syni og eina dóttur. Fööur minum gafst aldrei timi til aö stunda fram- haldsnám, heldur stóö hann I ýmsu snatti til aö geta lagt eitt- hvað til heimilisins. Hann lést ’68.” Sp: „Mótorhjólaslysiö, sem þér urðuðfyfyrir 1966, var einskonar visbending forlaganna. Fram að þvi höföuö þér lifaö mjög hátt.” D: „Já ég, heföi ekki getaö haldiö lengi áfram á þeim hraöa...” Sp: „Siöan gufuöuö þér upp I langan tima..” D: Já, ég missti minniö.” (Hlátur). Sp: „Munuö þér taka yöur hvild eftir tónleikana í Parls?” D: „Nei, langt frá þvl, Ég mun fara til Sviþjóöar og slðan aftur hingaö til Englands, þar sem ég mun koma fram á griöarstórri samkomu undir berum himni á flugvelli, sem ekki er lengur i notkun. Þaö er búist viö meira en hundraðþúsund manns. Slöan held ég áfram í Ameriku fram aö áramótum. Svo mun ég gefa út nýja plötu.” Sp: „Hvar og hvenær skrifiö þér?” D: „Hvar og hvenær sem er.” Sp: „Fáiö þér oft hugmyndir aö lögum?” D: „Stööugt. Ég skrifa allt niöur, sem mér dettur I hug.” Sp: „1 stllabók?” D: „Nei. A blaösnepla eins og þér. Og meö eins penna og þér.” Sp: „Finnst yöur aö slöustu lög yðar séu jafa mikiö I takt viö tim- ann og þau fyrstu?” D: „Já, þaö held ég. Éghugsa, að það muni koma enn betur i ljós meö næstu plötu. (Þe. Street-Legal) „Ég held, að þau lög muni endurspegla hugsunar- hátt fólks nú á timum, amk. þess fólks sem ég umgengst.” Sp: „Hvaöa fólk er þaö?” D: „Tónlistarfólk. Málarar. Vinnandi fólk. Égfer meöal fólks, hlusta á þaö tala og slúöra og hrifsa .feeelinguna”. Sp: „Núna er lagá borö viö „The Times They Are A-Changin!” oröiö 15 ára. Þér syngiö þaö enn. Finnst yöur þaö ekkert óþægi- legt?” D: „í hvert skipti sem ég flyt þaö finnst mér ég hafa samið þaö daginn áöur.” Sp: „Hvaö finnst yöur um ræfla- rokkarana?” D: „Satt aö segja erégekki mjög kunnugur þessari hreyfingu. Ég hef heyrt plötur og séö nokkrar hljómsveitir. Ég held þeir leysi mikla orku úr læöingi, og þaö er mikilvægt. En I hreinskilni sagt hlusta ég aðallega á góöa tónlist, rhythm and blues, hillbilly, blues.” Sp: „Bera þessi svörtu gleraugu, sem þér eruö slfellt meö, vitni árásargirni?” D: „Nei. Frekar óöryggi. (Hlát- ur). Ég held ég gangi fyrst og fremst meö þau af þvl aö mér finnst ágætt aö ganga meö þau.” Sp: „Einhvern tima sögöuö þér, aö þér væruö fjarri þritugsaldri og hyggöust halda yöur þar eins lengi og unnt væri. Hvaö segiö þér nú, orðinn 37 ára?” D: „Nú á ég enn langt i land meö að veröa 15 ára”. Sp: „Meöan þér áttuö viö „minnisleysiö” að strlða, höfðu sumir af aödáendum yöar mynd- aö samtök til aö þröngva yöur til aö koma á ný fram I sviðsljósiö og taka afstööu. Þeir gengu svo langtaö koma þeirri sögu á kreik aö þér heföuö keypt hlutabréf i hergagnaverksmiöju sem fram- leiddi napalmsprengjur.” D: „Þaöhefégaldrei gert (Yppt- ir öxlum). Sjálfur hef ég vopna- búr heima hjá mér. (Hlær) Bob Dylan áriö 1963 — og með Joan Baezárið 1965.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.