Vísir - 12.08.1978, Blaðsíða 26

Vísir - 12.08.1978, Blaðsíða 26
26 Laugardagur 12. ágúst 1978VT^¥"R. En nú virtist ekki lengra komist. „Hermannlegi maðurinn” var viðs fjarri. Hinn 14. mai var haldinn fundur að Scotland Yard og þar vaknaði sú spurning hvort tveir menn hefðu staðið að morðinu. Samkomulag túkst um verðið og kaupmanninum til undrunar tók kaupandinn koffortið á bakið og bar það út. „Ég þarf ekki að fara langt”, sagði hann, „rétt upp götuna þar sem skrifstofa min er”. Það er til marks um dirfsku morðingjans að hann skyldi þora að minnast á skrifstofu — og hún reyndist vera beint á móti lögreglustöð. Það er annað dæmi um dirfsku hans að skera niður lik konunnar og vita af stöðinni handan götunnar. Rannsóknin byrjaði vel. Þvottahúsmerkin voru rakin til frú Minnie Bonati sem verið hafði vinnustúlka hjá hjónum að nafni Holt, en þau bjuggu I Chelsea. Hjónin lýstu Minnie svo að hún hefði verið vingjarnleg og lifsglöð kona og karlmönnum hefði þótt hún aðlaðandi. Eftir nokkurt þóf hafðist upp á eigin manni hennar, itölskum þjóni að nafni Bernard Bonati. Hann bar kennsl á likiö sem enn var á likstofunni. Reyndar þekkti hann það ekki af öðru en ÓSNORTINN.. italski þjónninn scm Minnie var gift sýndi litla geðshræringu er hún var myrt. íögun tannanna og bognum visi- fingri hægri handar. Eins og vera ber i morðmál- um af þessu tagi féll grunur fyrst á.eiginmanninn, en Bonati gat sýnt fram á að þau hjónin hefðu verið skilin að borði og sæng um nokkurt skeið. „Hún var mjög gefin fyrir að fara út að dansa og skemmta sér”, sagði hann. „Hún fór með öðrum mönnum og loks stakk hiin af með leigjanda okkar. Þegar hann fór frá henni kom hún til min og bað um peninga sem ég gaf henni þvi að ég vildi ekki að hún væri á götunni.” Það hafðist upp á heimilis- fangi Minniear. Þar sást hún siðast um fjögurleytið 4. mai. John Robinson vann verk sitt af hernaöarlegri nákvæmi Hann lim- aði sundur fórnarlamb sitt af mestu fimi. Fyrst i stað veittu starfsmenn Charing Cross brautarstöðvarinnar litla athygli sterkbyggð- um, hörundsdökkum náunga sem komið hafði með stórt, svart ferðakoffort til geymslu. Það var heldur ekki að undra. Að jafnaði var dag- lega komið með 2000 ferðatöskur og kistur til geymslu á brautarstöðina og þeim sem þarna unnu þótti hver ferðamaður öðrum likur. En þessi maður gerði sér allt far um að láta taka eftir sér. ,,Þið verðið að annast kistuna mina vel”, sagði hann um leið og hann fékk kvittun. ,,Ég fer i ferðalag siðar i dag, og kistan má ekki verða fyrir hnjaski”. Að gefnum fyrirmælum fór maðurinn, sem gat verið hermaður — fattur i baki og með stuttklippt yfirskegg. Hann hóaði i leigubil. Um leið og billinn rann af stað gerði maðurinn dálitið furðulegt. Hann skrúfaði niður bilrúðuna og kastaði út geymslukvittuninni. Skóburstari sá til hans og afhenti umsjónarmanni farangursgeymslunn- ar, að nafni Glass, miðann. Þeim datt i hug að þetta væri einn þessara kærulausu ferðamanna sem yrði að lýsa innihaldi koffortsins til að fá það afhent. Konuhöfuð Buröarkarlarnir og starfs- menn farangursgeymslunnar héldu siðan áfram störfum sin- um og leiddu ekki hugann frek- ar að þessu atviki. En fimm dögum siðar, 11. mai 1922, tók að leggja sérkennilegan og mjög óþægilegan óþef af koffortinu. Koffortið var nú tekið ofan úr hillu og borið inn i næsta herbergi. Reynt var að opna koffortið með fjölda lykla, en enginn gekk aö skránni, og loks var ákveðið að sprengja hana upp með hamri og meitli. 1 koffortinu voru nokkrir bögglar vafðir inn i brúnan umbúðapappir og bundnir sam- an með snæri, hælaháir skór og kventaska úr leðri. Einum burðarkarlanna sem viðstaddur var þessa athöfn var skipað að opna einn böggulinn. Hann dró upp kúlulaga pinkil á stærð viö fótknött. Hann skar á snæriö, vafði bréfinu utan af og skyndilega hafði hann i hendi afskorið konuhöfuð. Lögreglan var kvödd til hjálp- ar, og hún tók ferðakistuna til rannsóknar. Bögglarnir reynd- ust fimm og i þeim var sundur- limaður likami ungrar konu. Bolurinn lá undir blóðugum fatnaði, lifstykki, treyju, nær- buxum og silkisokkum. Ctlim- irnir höfðu verið skornir af um axla- og mjaðmaliði. Likamsleifar konunnar skoð- aði frægur réttarskurðlæknir, Sir Bernard Spilsbury. Hann skorti allt lyktarskyn og gat starfað við skilyrði sem voru ekki bjóðandi öðrum læknum. Likið var tekið að rotna en Sir Bernard átti ekki i vandræðum með að lýsa dánarorsökinni: „Köfnun meðan haldið var fyrir vit konunnar sem þá var með- vitundarlaus eftir höfuðhögg og aðra áverka”. Konan hafði verið látin um það bil viku þegar lik hennar fannst. Hún var um hálffertug að aldri, lágvaxin og dálitið feit- lagin og hár hennar var stuttklippt og bylgjað sam- kvæmt nýjustu tisku. „Aflimun- in”, sagði réttarskurðlæknirinn, „bendir til að morðinginn hafi kunnað sitthvað fyrir sér i fag- inu”. Lögreglan reyndi að notfæra sér þessa visbendingu, en þar fór hún viilu vegar. Wensley nokkrum, lögregluforingja hjá Scotland Yard, var falin rannsókn málsins, og þegar hann hafði rætt við starfsmenn farangursgeymslunnar, var eftirfarandi lýsing gefin út: „Hæð 170-172 sm, ber sig hermannlega, sólbrenndur, svart, stuttklippt yfirskegg. Talar með Miðlandahreim. Var klæddur bláum jakkafötum. Friður sýnum og andlitsdrætt- irnir skýrt afmarkaðir. Augu svört og augnaráðið nistandi”. En visbendingarnar voru fleiri. A nærbuxum látnu konunnar var merkimiði með nafninu P. HOLT. Þvotta- húsmerki voru á öðrum flikum. 1 koffortinu var þurrka eins og þær sem notaöar eru til að þurrka glös á veitingahúsum. Skiljanlegt var að lögreglan fylitist bjartsýni meö allar þess- ar upplýsingar i höndum, og ljósmyndir af koffortinu voru sendar blöðunum til birtingar. Brátt tóku að berast upplýsing- ar og bjartsýnin óx. A lögreglustööina kom forn- munasali sem kvaðst hafa selt koffortið 4. mai. Það keypti „virðulegur, hermannlegur maður” og haföi verð og stærö kistunnar skipt meginmáli. „Mig vantar stóra kistu sem ég ætla að nota til einnar ferð- ar”, átti sá hermannlegi að hafa sagt. „Þessi er góð”, sagði hann. „Ég þarf að senda fatnað og slikt til útlanda. Ég borga ekki meira en eitt pund fyrir hana”. Mjög aðlaðandi Vitorðsmaður?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.