Vísir - 12.08.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 12.08.1978, Blaðsíða 5
VISIR Laugardagur 12. ágúst 1978 5 viku. Ég held aö þaö hafi fariö um þaö bil 64 stúdiótimar i gerö hennar og var þaö mjög lærdómsrikur timi.” Ég haföi aldrei unniö sjálf- stætt i stúdiói áöur og kom þaö greinilega i ljós fyrsta daginn. Ég vildi gera allt i einum hvelli, helst spila tvö til þrjú lög i einu. Þaö gekk mikiö á fyrir mér en árangurinn verö ekki eftir þvi. Ég ákvaö þvi aö vinna skipulega næsta dag og láta kylfu ráöa kasti hvernig til tækist”. „Þaö háöi mér annars viö upptökurnar aö mig vantaöi gagnrýnanda sem heföi unniö aö gerö orgelplötu. Siguröur Arnason upptökustjóri var hjálplegur en mér fannst erfitt aö gera mér grein fyrir hvernig heildarbragur plötunnar yröi. Það eru svo ótal atriði sem þarf aö athuga i sambandi viö gerð plötu. Ekki aðeins i sambandi viö upptökurnar heldur einnig viö val á lögum, útsetningar og fleira og fleira. Já, ég ber ábyrgðina á útsetningum á plöt- unni en naut þó aöstoðar föður mins, Jónasar Þóris Dagbjarts- sonar og Kristjáns Þórarinsson- ar sem leikur á gitar á plöt- unni.” ,,Að vinna á plötu er eins og aö búa til mat,” segir Jónas Þórir og penninn þaut á tvöföldum hraöa eftir blaöinu til þess að ná nú örugglega niður þessari samlíkingu. „Fyrst þarf aö athuga hvaöa rétt á að búa til. Siðan þarf að velja hráefni og blanda þeim hæfilega saman. Loks þarf svo aö bera réttinn á borð.” „Ég man eftir einum minnis- stæöum atburði þegar ég var að taka upp. Ég var orðinn pirr- aður og leiður á sjálfum mér. Ég hafði notaö pianó i nokkrum lögum og mér fannst er ég hlustaöi á upptökurnar að öll lögin væru keimlik. Mér fannst ég alls ekki hafa náö þvi út úr pianóinu og sjálfum mér sem ég vildi. Þegar kom að þvi að taka átti upp pianósólóiö i laginu „Sveitin milli sanda” fylltist mælirinn. Ég sagði viö Sigurð Arnason að nú ætlaði ég að gera eitthvað allt annað. Ég þrammaði i upptökusalinn hinn vigalegast, settist við pianóiö og lagði allar minar tilfinningar, sem mest megnis voru blandnar, i pianóleikinn. En það dugöi til og ég notaði þessa upptöku á plötunni.” Hvaö er á döfinni? „Ég held áfram aö spila á Skálafelli i sumar og býst við aö gera þaö af og til i vetur sam- hliöa þvi aö ég stunda nám i lif- fræði viö háskólann. Svo hef ég fullan hug á að halda áfram við að leika inn á plötur, enda ætti þaö aö vera Bifreiðaeigendur athugið Við lagfærum hemla á öllum gerðum bif- reiða. 17 ára starfsreynsla tryggir yður góða þjónustu. Höfum ávallt fyrirliggjandi hemlahluti i allar gerðir ameriskra bifreiða á mjög hagstæðu verði. STILLJNG HF. Skeifan 11 simar :i 134 0-82740. BiLAVARAHLUTIR Saab '68 Land Rover #65 Willy's '54 Chevrolet Nova '67 Hillman Hunter '70 VW 1600 '69 //Það er raunar tvennt ólíkt að spila eftir nótum og að spila /,eftir eyranu"." auðveldara eftir aö ég hef kynnst hvernig plata er unnin. Það er að brjótast i mér aö gera tvær plötur: aðra með islensk- um dægurlögum sem yrði spiluö plata eins og „Sveitin milli sanda” nema með stærri hljóm- sveit og fleiri blásturshljóðfær- um. Mig langar Iika til þess aö gera plötu með eigin efni og sú plata yröi sungin. Ég á til nóg efni á eina plötu en mig vantar bara góða texta, enda er þaö yfirleitt veiki hlekkurinn. Mér finnst jafn mikilvægt aö hafa góöa texta og að lögin séu góö.” „En ég verö aö passa mig á þvi aö hafa ekki of mörg járn i eldinum þvi þá er hætt við aö eitthvert kólni. Ég hef mörg áhugamál en þaö er númer eitt aö gera þaö vel sem maöur tek- ur sér fyrir hendur.” BILAPARTASALAN Hofðatuni 10, simi 1 1397. Opið fra kl. 9 6.30. lauqardaga kl. 9-3 oy sunnudaqa kl l 3 auglýsir /Maður verður að passa sig á þviað hafa ekki of mörg járn í eldinum." Viðtal: Þórunn J. Hafstein Myndir: Jens Alexandersson Stórútsalan hefst á mánudaginn Rýmum fyrir haustvörunum 40-70% afsláttur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.