Vísir - 12.08.1978, Blaðsíða 27

Vísir - 12.08.1978, Blaðsíða 27
VTSIR Laugardagur 12. ágúst 1978 Þaö lá í augum uppi aö einn maöur heföi ekki getaö komiö koffortinu á brautarstööina. Morðinginn hlaut aö hafa notiö aðstoðar — annaöhvort vitorös- manns eða manns sem vissi ekki um likið i kistunni. Nú voru horfurnar dökkar. En þá komu til sögunnar þrjú vitni og framburður þeirra dugði til þess aö unnt var smeygja snör- unni um sleipan háls moröingj- ans. Waller leigubifreiðastjóri las um málið. Hann sagði lögregl- unni að hann hefði tekið farþega á Rochester Row að morgni 6. mai. Farþeginn hefði haft niðþungt ferðakoffort meðferðis og Waller hjálpaði honum að bera það inn á Charing Cross brautarstöðina. Týndi fasteignasalinn Lögreglumenn hröðuðu för sinni til skrifstofubyggingarinn- ar gegnt lögreglustöðinni við Rochester Row. Þeir fregnuðu að John Robinson fasteignasali hefði ekki komið til vinnu sinnar i marga daga. A sama tima kom i ljós að þurrkan i koffortinu var frá veitingahúsi nokkru i Hammersmith. Ein starfsstúlk- an lýsti yfir að Robinson væri hættur að heimsækja eiginkonu sina sem þar vann. Lögreglumenn ræddu nú við frú Robinson. Hjónin voru skilin og hún þurfti að vinna úti til að afla sér tekna. Hún lýsti fyrir lögreglunni hve gerómögulegur eiginmaður Robinson hefði ver- ið. Frúin gaf nú lögreglunni upp heimilisfang manns sins fyrr- verandi. Robinson lá sofandi i rúmi sinu þegar þangað kom. Hann var vakinn snarlega og handtekinn. Farangursgeymslan á Charing Cross brautarstöðinni I Lundúnum. Þangað kom „hermannlegi maðurinn” kofforti sinu i geymslu og ekki varð komist hjá þvi að likið fvndist. Það kom sér vel fyrir Sir Bernard Spiisbury að hafa ekkert lyktar- skyn.þegar hann rannsakaði Hkið. Sorgleg saga Fyrst i stað kannaðist hann hvorki við Minnie Bonati, kist- una né að hafa verið á Charing Cross nýlega. En við aðra yfir- heyrslu — þá haföi hann veriö látinn biða lengi á Scotland Yard — leysti hann frá skjóð- unni. Saga hans var nákvæm og sorgleg. Að sögn hans (honum hafði verið vikið úr hernum af heilsu- farsástæðum) hafði hin myrta gert honum „tilboð” er hann kom út af skrifstofu sinni siðla dags 4. mai. Hann fór með henni i herbergi sem hann hafði á næstu hæð. Hún sagðist lasin og bað hann að gefa sér pund. Hann neitaði, hún reiddist og réðst á hann þar sem hann sat. ■ ‘"'nSli ■ .ausn gátunnar var aö finna i Lránni „Mjóhundinum”. Þar 'ann eiginkona morðingjans. landiakan og dauðadómurinn 'oru nánast formsatriði. Ferðakistumorðinginn var tekinn af lifi i Pentonville fangelsinu og málið var ekki lengur fréttamatur. Morðingjar meö lik I farangrinum nást svo til alltaf. Sóðalegar aðfarir „Hún beygði sig eins og hún tæki eitthvað úr arninum”, sagði hann á sinn virðulega hátt. „Þegar hún kom til min löörungaði ég hana með hægri hendi. Hún féll aftur fyrir sig og höfuð hennar slóst i stól i fallinu. Hún kom sitjandi niður og valt út af. Hönd hennar var i eld- stæðinu... Ég fór til vinnu minnar um kl. tiu morguninn eftir. Ég undrað- ist að hún var þarna enn. Hún var dáin. Staða min var vonlaus. Ég vissi ekki hvað ég átti til bragðs að taka”. Robinson settist við skrifborð sitt og velti fyrir sér hver næsti leikur hans yrði. Hann vissi af lögreglunni i næsta húsi. Loks ákvað hann að skera likið og losa sig við likamspartana. „Fyrst fór ég út og keypti umbúðapappir og búrhnif. Svo fór ég að skera. Ég vafði brún- um umbúðapappirnum um lim- ina og batt fyrir með snæri sem ég hafði einnig keypt. Ég flýtti mér eins og ég gat og lauk verk- inu fyrir mat”. Hnifinn fann lögreglan undir tré að visbendingu morðingj- ans. Robinson skrifaði undir játn- inguna. Hann var ákærður fyrir morð og réttað var i máli hans siðar um sumarið. Þetta mál var helsta forsiöuefni breskra dagblaða um sumarið. Þrjátiu manns báru vitni. Robinson sem kvaðst „ekki sekur” sat hálfa aðra klukkustund i vitnastúk- unni. Sekt hans var augljós en kviðdómendur áttu erfitt með að sjá tilganginn með moröinu — eða öllu heldur tilgangsleysið. Robinson var sekur fundinn. Náðunarbeiðni hans var hafnaö og hann var tekinn af lifi 27. ágúst. Meðan á réttarhöldunum stóð og siðar sætti lögreglumaðurinn sem stjórnaði yfirheyrslunum yfir Robinson, Cornish, harðri gagnrýni fyrir að hafa látið hinn grunaða biða meira en klukku- stund á Scotland Yard. Akveðið var að slikum aðferðum — leik kattarins að músinni — yröi ekki beitt framar við yfirheyrsl- ur. Að þvi leyti var þáttur Johns Robinsons i afbrotasögunni merkari en margra annarra morðingja. 27 DUSCHOLUX Baðklefar f sturtur og baðherbergi Auðhreinsað matt eða ’ reyklitað óbrothætt efni, sem þolir hita. Ramrnar fást gull- eða silfurlitaðir úr áli, sem ryðgar ekki. Hægt er að fá sér- byggðar einingar i ná- kvæmu máli, allt að 3.20 metra breiðar og 2.20 metra háar. ’ Duscholux baðklef- arnir eru byggðir fyr- ir framtiðina. Söluumboð: Heildverslun Kr. Þorvaldssonar og Co. Grettisgötu 6, Rvik. Simar 24478 og 24730 ^amnamn^aHmanHRmmaMnMai^ L AIIG AR D ALS V ÖLLUR (EFRI) 1. deild FRAM - FH á morgun^sunnudag kl. 19.00 Hvað skeður nú? Ath. á morgun sunnudag kl. 19.00 BÍLAVAL Laugavegi 90-32 við hliðina á Stjörnubíó VANTAR NÝLEGA BÍLA Á SKRÁ MIKIL SALA! Opið til kl. 22 öll kvöld. BÍLAVAL Símar 19168, 19092

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.