Vísir - 12.08.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 12.08.1978, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 12. ágúst 1978VISIR „Ég spila á orgel fyrstog fremst vegna þess að ég hef gaman af því". farið með mig að þvf erfiðara sem verkefnið er þvi meiri ánægju fæ ég út úr þvi, En svona sem viöbótarskýringu,” segir Jónas hlæjandi, ,,Þá er ég frek- ar fljótfær að eölisfari, þannig að ef ég finn að eitthvert verkefni er erfitt þá neyðist ég til þess að setjast niður og brjóta heilann.” Frumbarnið „Það var snemma árs 1976 að ég fór að hugsa um þaö að það gæti verið gaman að spila inn á plötu. Ég lék nokkur lög inn á snældu og sendi Svavari Gests. Leiö svo fram i júni án þess aö Svavar léti heyra frá sér og ég var eiginlega búinn að gefa þetta upp á bátinn. Þá loksins hringir hann og segist vera til- búinn að gefa plötuna út en það geti bara ekki orðið á næst- unni.” „Upptökurnar fóru svo fram ári seinna i júli og tóku tæpa Hvað er skemmtilegast? ....settist niður við flygilinn og byrjaði að ,/djamma". Ekki held ég að Björn ólafsson hafi glaöst neitt yfir þvi." Jónas Þórir hefur starfaö að tónlist á mörgum stöðum — skemmtistööum, sjónvarpi, upptökustúdióum osfrv. Hvaö ætli honum finnist skemmtileg- ast? „Ég leik á orgel fyrst og fremst vegna þess aö ég hef gaman af þvi. Þetta hefur alla tið veriö áhugamál mitt miklu fremur en atvinna, en ef ég ætti að gera upp á milli þess sem ég hef tekist á hendur þá hef ég haft mesta ánægju af plötu- upptökunni og þegar ég tók und- ir i reviuatriðunum i sjónvarps- þættinum „Vorkvöldi” „Plötuupptakan var mjög krefjandi verkefni en þaö er nú einu sinni þannig að ánægjan er fólgin i þvi að þurfa að hafa fyrir hlutunum. Þvi er þannig „Ef ég finn einhverjar undirtektir hjá áheyrend- um þá hef ég mun meiri ánægju af því að spila. Þá er maður ekki bara að vinna heldur er einhver annar að leggja eyrun við og maður finnur að maður er að gera einhverjum eitthvað til ánægju." Það er Jónas Þórir orgelleikari sem hefur orðið. Jónas Þórir er ekki með öllu óþekktur. Hann leikur á orgel á Skálafelli á Hótel Esju, en áður starfaði hann sem orgelleikari í „Grillinu" á Hótel Sögu. Þess utan hefur hann komið fram á jasskvöldum og fyrir skömmu síðan eða í byrjun Skerplu kom út hans fyrsta hljómskífa er ber heitið „Sveitin milli sanda." Við lögðum leið okkar heim til Jónasar að Kapla- skjólsvegi 57 og spjölluðum við hann um heima og geima. Hérá eftir fara nokkrir fróðleiksmolar sem við náðum að festa á blað, um Jónas sjálfan og hver tildrög þess voru að hann lék inn á hljómskífu. Djammaöi á flygilinn Spilað af fingrum fram „Ég man það ekki glöggt hvenær ég fékk fyrst áhuga á tónlist. En báðir foreldrar minir eru tónlistarmenntaðir og raun- ar starfar faöir minn sem fiðlu- leikari i sinfóniuhljómsveitinni, og þess vegna hefur töluvert verið rætt um tónlist og leikið á hljóöfæri á heimilinu. Það er þvi ekki undrunarvert að ég skyldi fá áhuga á þessu lika.” „Ég tók það upp hjá sjálfum mér þegar ég var átta ára gam- all að nú skyldi ég læra á hljóö- færi. Það var hvorki orgel né pianó sem varö fyrir valinu heldur lærði ég i fimm ár á fiðlu. Fyrsti kennarinn minn var Daniei Jónasson sem þá var söngkennari i Melaskóla. Ég lærði hjá honum i eitt ár en fór siöan i Tónlistarskólann og lærði hjá Birni Ólafssyni. Þegar ég var þrettán ára hætti ég þvi mér fannst klassiska tónlistin ekki þjóna mér lengur. Mér fannst mun skemmtilegra aö spila létt lög eftir eyranu og spila af fingrum fram.” „Ég man eftir einum timan- um hjá Birni á þeim árum sem sýnir glöggt hvert stefndi i tónlistinni hjá mér. Björn var eitthvaö upptekinn er ég kom til hans i fiölutima og bað hann mig þvi um að biöa i næsta her- bergi á meðan og æfa mig. Ég ætlaöi aö gera þaö en þegar ég sá aö i biðherberginu var stór flygill, lagði ég fiöluna frá mér settist við flygilinn og byrjaði að „djamma.” Ekki held ég aö ég hafi glatt Björn neitt með þvi.” „Ég spila aðallega „eftir eyr- anu” núna enda þótt ég geti spilaö eftir nótum. En þetta tvennt er raunar mjög ólikt. Ef spilaö er eftir nótum er gefin einhver ákveðin formúla sem ber að spila eftir. Leiki maður „eftir eyranu” þá hefur maður frjálsari hendur með þaö hvern- ig lagið er spilað. Ég hef mjög gaman af þvi aö leika af fingr- um fram og þaö er kannski vegna þess hve ég hef lært litið i tónlist að ég er ekki bundinn við það að lesa nótur. En þaö er samt gott að hafa lært nótna- lestur þegar ég er að læra ný lög. Þá fæ ég laglinuna rétta með þvi að spila Jagið fyrst yfir eftir nótum. Siðan get ég fariö að leika mér með hana og spilað eftir eigin höfði.” Samdi lag viö Hávamál Okkur lék forvitni á að vita hvort Jónas hefði fengist eitt- hvaö við að semja lög sjálfur. „Já þaö er ekki laust við þaö. Þaö er eitt lag eftir mig á „Sveitin milli sanda” sem ég kalla „Lost” en ekki „Losti” eins og misritaðist á plötuum- slaginu. Það er náttúrulega grundvallarmunur á þessu en það verður bara að hafa það. Svo samdi ég lag sem Þuriður Sigurðardóttir söng i trimm- keppninni sem var haldin hér um árið. Svo voru nokkur lög eftir mig flutt i sjónvarpsþætti Rœtt við Jónas Þóri orgelleikara sem nefndist „Ég vildi geta sungið þér” Við kristján Þórar- insson og Jóhanna Sveinsdóttir unnum þennan þátt ásamt Tage Ammendrup”. Við höfðum heyrt aö Jónas hefði samið lög við Hávamál og spurðum hann hvort það væri rétt. „Já, reyndar. Viö lásum Hávamál i menntaskólanum og kveöskapurinn heillaði mig, bæöi að inntaki og hve þau voru skemmtilega ort. Ég bjó til lög við átta visur úr Hávamálum, en Atli Heimir Sveinsson sem þá var tónlistarkennari i M.R. hjálpaði mér við aö koma lögun- um á blað. Þau voru frumflutt i fyrra i söngskólanum þegar vin- ur minn Pétur Guðlaugsson flutti þau sem prófverkefni sitt.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.