Vísir - 12.08.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 12.08.1978, Blaðsíða 10
10 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdarstjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson óbm. Ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Gudmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund : ur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Árni Þórarinsson. Ðlaöamenn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Ölafsson. * m Laugardagur 12. ágúst 1978 VISIR " "1 ' Auglysinga- og sölustjóri: Pall Stefanssor Dreifingarstjbri: Sigurdur R Petursson Auglysingar og skrifstofur: SiöumulaB simarBóótl og82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 8661) Ritstjorn: Sióumula 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald erkr. 2000 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 100 eintakiö. Vísir hefur síðustu vikur fetað inn á nýjar brautir varðandi upp- lýsingamiðlun með það fyrir augum að sinna enn betur en áður hlutverki sínu sem óhlut- drægur og sjálfstæður f jölmiðill. Þarna er átt við fréttir og fréttaskýringar af vettvangi stjórnmáianna, upplýsingar um þær hræringar, sem eiga sér stað i stjórnmálaflokkunum og í kringum þá og ítarlegar fréttir af gangi stjórnarmyndunarvið- ræðnanna stig af stigi. Tveir blaðamenn Vísis, þeir Gunnar Salvarsson og öskar Magnússon hafa helgað sig þessum verkefnum undanfarnar vikur og fylgst mjög náið með þróun mála. Þeir hafa leitað upp- lýsinga hjá fjölda manna í stjórnmálaf lokkunum fjórum, sem nú eiga f ulltrúa á alþingi, og oft þurft að ræða við tug eða jafnvel tugi manna til þess aðná fram nægilega miklum og áreiðanlegum upplýsingum um ákveðin pólitísk atriði til þess að hægt væri að skrifa um þau. trausta frétt. AAeð þessu móti hefur Vísi tekist að hafa forystu íslenskra fjölmiðla um fréttaþjónustu af stjórnarmyndunartilraununum, sem staðið hafa undanfarið og standa enn yf ir. Fréttir Vísis um efni viðræðna, tillögur, og önnur atriði, sem snert hafa stjórnar- myndunarmálin hafa birst mun fyrr í Vísi en í öllum öðrum f jöl- miðlum og í sumum tilvikum jafnvel nokkrum dögum áður en þessi efnisatriði hafa verið formlega opinberuð. Þeir, sem að viðræðunum hafa staðið, hafa sjálf ir verið tregfr til þess að upplýsa efni þeirra i f jölmiðlum og í sumum tilvikum hefur verið engu líkara en flokksleiðtogarnir hafi litið á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem sitt einkamál, en ekki mál þjóðarinnar. Þeir fjölmiðlar, sem beðið hafa eftir því að þessir aðilar héldu blaðamannaf undi eða sendu frá sér yfirlýsingar um stöðu mála, hafa einfaldlega flutt þjóðinni gamlar fréttir, — að minnsta kosti þeim stóra hluta þjóðarinnar, sem kaupir og les Vísi. Fréttamiðill, sem vill standa undir nafni verður að afla frétt- anna sjálfur, þótt það sé í mörgum tilvikum erfitt, og birta þær sem allra fyrst. Hann getur ekki beðið eftir fréttatilkynn- ingum og eftir því að einhverjum þóknist að skýra þjóðinni f rá því, sem hefur verið að gerast. Til þess að geta staðið undir kjörorði Vísis: „Fyrstur með fréttirnar" hefur ritstjórn blaðs- ins lagt megináherslu á að afla f réttanna áður en þær eru á allra vitorði. Blaðamenn leggja hart að sér við slíka upplýsingaöf lun og blaðið nýtur góðs af traustum tengslum við menn á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins, sem eru starfsmönnum á ritstjórn Vísis hjálplegir við upplýsinga- öflunina. Viðfréttaflutninginn hefur Visir lagt áherslu á að gæta fyllstu óhlutdrægni og blaðamennirnir kappkostað að vera fullkomlega heiðarlegir bæði gagnvart þeim aðilum, sem láta þeim í té upplýsingar og lesendum sínum. Þannig hafa þeir getað áunnið sér traust beggja þessara aðila. Yfirleitt hefur blaðamönnum reynst erfitt að fá fréttir af gangi mála í stjórnmálaheim- inum hér á landi, enda má segja, að tjaldið hafi að mestu leyti verið dregið fyrir hið pólitíska svið. AAargs kyns makk að tjalda- baki hefur þvi oft aðeins verið á vitorði fárra manna. AAálgögn stjórnmálaflokkanna hafa ekki séð sér hag í því að skýra f rá því, sem þannig hefur gerst; slíkt gæti valdið þeim erfiðleikum í næsta þætti hins pólitíska sjónar- spils. Og ríkisfjölmiðlarnir hafa farið varlega í sakirnar. Vísir hefur nú haft frumkvæði um að toga í spottann og draga tjaldið frá pólitíska sviðinu. Þetta blað hefur þannig getað veitt lesendum sínum innsýn í málefni, sem þeir eiga að fá að fylgjast með. Það hefur einnig sýnt sig, að fréttirnar hafa verið réttar þótt þær hafi að mati ýmissa aðilá ekki átt að koma fyrir augu og eyru „almenníngs" fyrr en ein- hverntíma siðar. Fréttaskýringagreinar blaða- manna Vísis um einstaka stjórn- málaflokka hafa varpað nýju Ijósi á það, sem hefur verið að gerast á pólitiska sviðinu og mönnum hefur orðið Ijóst aþ margt af því sjónarspili e'r þrungið meiri alvöru en títt er í harmleikjum eða er spaugilegra en almennt gerist í gaman- leikjum á aðalsviði hins raunverulega Þjóðleikhúss. TJALDIÐ DREGIÐ FRÁ PÓLITÍSKA SVIÐINU Um frið í Flóko- lundi Mikiö hef ég lagt á ritvélina mina á þessum slöustu og verstu tlmum, skrifaö þátt eftir þátt og grein eftir grein, ósjald-- an meira af vilja en mætti. A tvöföidu kosningaári veröur mikiö aö skrifa. Engu er likara fyrir kosningar en allt sé undir þvf komiö aö skrifa sem mest. Mikiö lifandis skelfing var vélin mín oröin leiö og þreytt á mér, enda hvort tveggja ekki alltjent upp á marga fiska. Hvernigsemá stóö, máttihún þola aö ég settist niöur aö skrifa, jafnvel ósofinn meö öllu eftir hverja talningarnóttina á fætur annarri, einstaka sinnum sigurglaöur og ánægöur, oftar en hitt agndofa, sár og vonsvik- inn, en umfram allt þreyttur. En þaö varö aö skrifa. Langt mál, fullt af hugsjónum og stefnu, fyrir kosningar. Stutt mál, fullt af þakklæti, æöruleysi og ábyrgöa rtilf inningu , eftir kosningar. Stundum var ég svo óupplagöur, ófrumlegur og staglsamur, aö viö sjálft lá aö ég gubbaöi ofan I ritvélina. Hiin var lika hrædd og hvumpin og textinn morandi I barnalegum ritvillum. fo tók aö kviöa fyrir hverri nýrri grein, hlakkaöi jafnvel ekki lengur til aö skrifa viötal viö skemmtilegan mann. Vaninn er sterkur. Ég var kominn með ritvélina áleiðis i feröatöskuna, en ég áttaöimig i tima og lét hana eftir á skrif- borðinu. Auðvitað var það dóna- skapur og tillitsleysi, ef hiln fengiekki lika sumarfrt, og ögr- un við sjálfan mig aö taka hana meö. Var ég ekki að fara i alvörufri? Vestur, I friðinn sem ég fann I Flókalundi fyrir tæp- um tveimur árum. Ég var aö efna loforð, sem ég haföi gefið mér, halda heit, að þangað skyldi ég fara snarlega aftur. * Vissulega var mér allt annað i huga en ritvél, þegar ég ók móti hrannarekstrinum sem stóð af flóanum inn hlíðar Gilsfjarðar og Geiradals, og ekki kom mér ritvél i hug á langvegum Þorskafjarðar og Baröastrand ar. En ég haföi ekki tafiö fulla tvo sólarhringa i Flókalundi i friöi og hvild, svefni og áti, laus um sinn viö sima, blöð, sjónvarp og útvarp, þegar ég tók að ókyrrast og mér þótti sem eitt- hvað vantaði. Ég hamaðist við aö tilreykja gjöf dætra minna, nýju mastapipuna. Ekki vantaöi mig tóbak, ekki var ég svangur. Langaöi mig kannski I drykk? Nei, ég sannfærðist um að svo var ekki. Allt í einu stóð ég inni á skrif- stofu og ég heyrði mig spyrja hvort ég gæti fengið lánaöa rit- vél smástund. Auðvitað var ekkert sjálfsagðara, og i sömu svifum var ég tekinn til. Og nú var gaman. Þáttur varð til fyr- irhafnarlaust, og á örskömmum tima hafðiég leyst verkefni sem mér fannst að ég næði aldrei tökum á, áður en ég fór að heim- an. Og textinn var næstum villu- laus. Það var likast þvi að ég væri dottinní þaö. Égsateins og á nálum og munaði minnstu aö ég visaði á dyr elskulegum ung- um manni sem kom til min og vildi tala um daglegt mál. Mig klæjaði i gómana og ég lofaði guð þegar ég gat byrjað aftur. Liklega er það hvildin sem er svona merkileg, eða er það frið- urinn sérkennilegi i Flókalundi, fegurðin úti fyrir, alúðin inni fyrir, áhyggjuleysið um sinn. Eitthvað i ætt við sköpunarþörf leysist úr læðingi, og það sem áður gat verið hvimleið skylda, verður nú ljúfur leikur. Og þeg- ar ég hef lokið við að vinna úr punktum aö löngu viötali, liður mér ósköp notalega og konan min verður að hlusta á allt les- málið, sem ég hef hrúgað sam- an meðástfðufullum hraöa. Hún er alltaf jafn þolinmóður, gagn- rýninn og uppörvandi hlustandi. Ég fæ vægar aðfinnslur, tals vert hrós og er glaður eins og krakki. Og úr þvi að Rómaborg brennur, munar vist minnstu þótt ég kveiki mér i pipu og setj- ist út á pall. Þar get ég horft spekingslegur út í fegurðina, rétt eins og hæstvirtur dóms- má la r á ðhe rr a , ólafur Jóhannesson, á landsmóti hestamanna i Skógarhólum. 20.7.’78 G.J.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.