Vísir - 16.08.1978, Síða 11
11
VISIR Miðvikudagur 16. ágúst 1978
Hvað gerist nœst?
Þau tfðindi hafa nú gerst i
s t jó rn m álaheiminum, að Al-
þýðuflokkurinn hefur hætt þátt-
töku i stjórnarmyndunarviö-
ræðum Geirs Hallgrímssonar
svo að segja fyrirvaralaust. i
tilefni af þvi leitaði Visir áfits
nokkurra þingmanna á stöðunni
sem upp er komin og innti þá á-
lits á þvi hvað tæki við.
Vmsar skoðanir eru uppi um
það hver næsti leikur verði.
Flestir hallast að þvl að ekki sé
annað hægt fyrir Geir Hall-
grlmsson en að skila umboðinu
til forseta. Hvernig forseti
bregst þá við er erfitt að segja
og veltur mjög á þvl hvort raun-
hæfur grundvöllur er fyrir sam-
starfisigurvegara kosninganna,
Alþýöuflokks og Alþýöubanda-
lags. Sé hann fyrir hendi og for-
menn flokkanna lýsa þvl yfir I
viðræðum við forseta er næsta
lfklegt að öðrum hvorum for-
manninum verði færður hinn
margumtalaði bolti.
Af meirihlutamöguleikum
hafa allir veriö reyndir nema
þrir, þ.e. stjórn Sjálfstæöis-
flokks, Framsóknarflokks og
AlþýðubandaIags,og viðreisnar-
stjórn, aö ógleymdum mögu-
leikanum um framhald núver-
andi stjórnarsamstarfs. Þeir
möguleikar eru vart taldir
koma til greina. Minnihluta-
stjórn sigurvegaranna er llkleg
og utanþingsstjórn mikiö rædd
þessa dagana. Ennfremur má
minna á hugmynd um minni-
hlutastjórn Alþýðuflokks ins.
En línurnar skýrast væntan-
lega eftir daginn I dag.
Gsal/ÓM
m Lúðvlk Jósepsson
■„Viljum alitaff
rœða við Al-
þýðuflokkinn"
i- segir Lwðvfk
■ Jósepsson
■ „Það er afskaplega einkenni-
Iegt að viðræöur þessara
í jþriggja flokka skuli vera farnar
út um þúfur”, sagði Lúðvlk
1 Jósepsson(formaður Alþýðu-
bandalagsinsjlsamtali við VIsi I
gær.
„Þessir flokkar höfðu allir
[ Jýst yfir að þeir væru meðmælt-
ir gengislækkun og skerðingu á
■umsömdu kaupi. Ég lýsi þvi
i undrun minni yfir þessu”.
Lúðvik var inntur eftir því
Hhvort Alþýðuflokkur og Alþýðu-
bandalag væru I framhaldi af
wlþessu liklegir tíl þess að hefja
ngstj ó rnar myndu narv iðræðu r.
„Við viljum alltaf ræða við
HAlþýðuflokkinn, ég tala nú ekki
fgum ef hann hefur upp á eitthvað
nýtt að bjóða. En við enim ekki
tilviðtals um lækkuná kaupi frá
i gerðum samningum”.
Lúðvik kvaöst ekki vilja spá
_um það hvort vinstristjórnar-
! |möguleikinnkæmi aftur upp, en
sagði að fram hefði komið að Al-
■ þýðuflokkur og Framsóknar-
flokkur aðhyllast gengislækkun,
Bsem að dómi Alþýðubandalags-
•;manna þýddi nýja verðbólgu-
öldu og nýjan vanda eftir örfáa
I. mánuði.
,,Nú — ef um breytta afstöðu
er að ræða hjá Alþýðuflokknum
Her það min skoðun að það sé
■eðlilegt að kannað verði hvort
Alþýðubandalag og Alþýðu-
Qflokkur nái samkomulagi, það ■
er grundvallaratriði”, sagði
Lúðvik Jósepsson.
Gunnar Thoroddsen
■
IrKom a
évart"
- segir Gunnar
Thoroddsen
„Mér kom þaö nokkuð á óvart
að Alþýðuf lokkurinn skyldi
ákveða svo skyndilega að slíta
þessu viðræðum og ætla ekki að
mæta á fundinn sem boðaður
var f dag ”, sagði Gunnar
Thoroddsen, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, I gær.
„Þingflokkur Sjálfstæöis-
flokksins hefur veriö kallaður
saman til fundar strax i dag og
þá veröur ákveðiö hver við-
brögð okkar verða”, sagði
Gunnar.
„Alþýðuflokkurinn hafði ekk-
ert minnst á þaö áöur aö draga
sig út úr þessum viðræðum, en
aö öðru leyti er ekki ástæða til
að rekja það nánar núna hvaö
hver lagöi til málanna”.
Um möguleika á nýsköpunar-
stjórn sagöi Gunnar:
„Ef nýsköpunarmöguleikinn
kemur upp aftur þykir mér lík-
legt að afstaða Sjálfstæöis-
flokksins verði sú sama og síð-
ast það er að flokkurinn muni
ekki neita að taka þátt I viðræð-
um.
Sighvatur Björgvinsson
„Taka mið aff
ályktuninni"
— segir Sighvatur
Björgvinsson
„Okkar afstaða mótaðist af
þvi, að við teljum sjálfsagt að
taka þátt i viðræðum við alla að-
ila, sem bjóða til viötals”, sagði
Sighvatur Björgvinsson.
„Þar sem þeir flokkar, sem
stóðu að ‘ þessum viðræð-
um virtust ekki hafa áhuga á aö
breyta um stefnu frá þvi sem
verið hefur, töldum við okkur
ekki fært að vera með. Með þvi
hefðum við einungis verið að
framlengja llf fráfarandi
stjórnar með óbreyttum stefnu-
málum.
Það er erfitt að segja hvað
tekur nú við, en ég tel að menn
eigi að taka mjög mikið mið af
ályktun Verkam annasam-
bandsins”, sagði Sighvatur.
„Það athyglisverðasta i þeirri
ályktun er m.a. það, að ekki er
gerð krafa til að nein ein leið
verði farin frekar en önnur við
úrlausn efnahagsmálanna.
„Mér þykir
jjað lakara"
— segir Ólaffur
Jóhannesson
,,Mér þykir það lakara”,
sagði Ólafur Jóhannesson, for-
maöur Framsóknarflokksins, I
samtali viö VIsi er hann var
inntur álits á þeirri ákvörðun
Alþýðuflokksins aðdraga sig út
úr viðræðum um stjórnarmynd-
un Sjálfstæðisflokks, Fram-
sóknarflokks og Alþýðuflokks.
Ólafur kvaöst ekki hafa hug-
mynd um það hvað við tæki nú,
en kvaðst ekki hafa nokkra von
Ólafur Jóhannesson
um að vinstri stjórnarviðræður
kæmu aftur á dagskrá. Er hann
var spuröur að þvi hvort Fram-
sóknarflokkurinn væri reiðubú-
inn til slikra viðræðna aftur,
svaraði hann:
„Ætli við munum ekki hugsa
okkur um i einn til tvo sólar-
hringa áður en við ákveðum
hvort við tökum boði um slíkt”.
Þá var Ólafur spurður að þvi
hvort hlutleysisstuðningur
Framsóknar kæmi til greina ef
Alþýöuflokkur og Alþýðubanda-
lag vildu reyna myndun minni-
hlutastjórnar. Kvaöst hann ekki
geta svarað þvi, enda væri ekki
fram komin nein ósk I þá átt.
Aibert Guðmundsson
„Pöntuð
samþykkt og
skripaleikur"
— segir Albert
Guðmundsson
„Ég býst við að Geir haldi á-
fram tilraunum sinum en ég vii
ekki giska á hvað hann reynir
næst en likurnar á að honum
takist stjórnarmyndun hafa ó-
neitanlega minnkað”, sagði
Aibert Guðmundsson i samtali
við VIsi I gær.
Um frumkvæði Verkamanna-
sambandsins sagöi Albert:
„Alyktun Verkamannasam-
bandsins ruglar engu hvaö mig
snertirog ég vona, að hún trufli
ekki þá, sem standa aö stjórnar-
myndun. Ég lit á þetta sem
pantaða sámþykktogskripaleik
sem áaö veraherbragö. Ef aör-
ir vildu leika samskonar skrlpa-
leik, þá er ekkert auöveldara en
aö panta einhvers konar sam-
þykkt hjá atvinnurekendum tíl
þess aö hafa ballans i vitleys-
unni. Ég vona nú aö það veröi
ekki gert”, sagöi Albert Guð-
mundsson.
Utanþings-
stjárn liklegust
— segir Ingvar
Gislason
,,Ég tel að það muni reynast
erfitt að mynda þingræöisstjórn
núna”, sagði Ingvar Glslason,
alþingismaður, er við ræddum
við hann I gær.
„Ég er vantrúaður á að Al-
þýöuflokkur og Alþýöubanda-
lag nái saman, en það er þó
ekki útilokað. Égvil minna á, að
Framsóknarflokkurinn hét þvi
eftir kosningar að beita minni-
Ingvar Gislason
hlutastjórn þeirra hlutleysi og
ég tel að þaðkomi enn til greina.
Þaö er aö vi'su háð þvi, að við
getum I stórum dráttum fallist á
málefnasamning þeirrar rikis-
stjórnar.
En eins og nú er ástatt er ég
vantrúaður á myndun þing-
ræðisstjórnar. Og það er 1 sjálfu
sér ekkert óeölilegt þó sú staða
komi upp á 20 til 30 ára fresti.
Þákemur til kasta forsetans, en
égheldaðþaðsé sýnilegt aö þaö
verði að kjósa fljótt aftur, lik-
lega að vori eftir vetursetu ut-
anþingsstjórnar”.
Um viðræður Sjálfstæðis-
flokks, Framsóknarflokks og
Alþýðuflokks, sagði Ingvar:
„Ég held að það hafi verið til
þeirra viðræöna stofnað á mjög
veikum grunni og þvi kemur
mér það ekkert á óvart þótt Al-
þýðuflokkurinn dragi sig út úr
þeim núna. Innan mlns flokks
eru skiptar skoöanir um þetta
mál, en ég er í hópi þeirra sem
eru andvigir þvi aö Framsókn-
arflokkurinn taki þátt i stjórn-
arsamstarfi nú”, sagði Ingvar
Gislason.
„Ekki tekin
nýjum tökum"
— segir Kjartan
Jóhannsson
„Þaðhorfði ekki vænlega um
að málin yrðu tekin neinum öðr-
um tökum en gert var i núver-
andi rikisstjórn og við sann-
færðumst um það að þetta gæti
ekki gengið”, sagði Kjártan Jó-
hannsson, varaformaöur Al-
þýðuflokksins.
„Viö höfum enn áhuga á aö
landiö fái starfhæfa rikisstjórn
á grundvelli þeirrar stefnu, sem
við höfum boöaö.Þar er aðalatr-
iöið samstaða verkalýðshreyf-
ingarinnar og ríkisvaldsins.
Alþýöuflokkurinn tók þátt i
þessum viðræöum”, sagði
Kjartan, „þvl hann taldi sjálf-
sagt að kynnast viðhorfum allra
aðila. Samstarf kom aðeins tíl
Kjartan Jóhannsson
greina, að viö fyndum, að mál-
in yrðu tekin þeim tökum, aö
likur væru á góðu samstarfi viö
verkalýöshreyfinguna”, sagöi
Kjartan Jóhannsson.
„Markar
skýr
þáttaskil"
— segir Ólaffwr
Ragnar
Grimsson
ólafur Ragnar Grlmsson.
„ Þetta markar skýr þátta-
skil”, sagði ólafur Ragnar
Grimsson, formaður fram-
kvæmdastjórnar Alþýöubanda-
lagsins og alþingismaður, er
Vfsir ræddi viö hann i gær.
„Verkalýðsflokkarnir og
verkalýðshreyfingin veröa i
sameiningu aö skoða þá stöðu
sem upp er komin með tilliti til
þess hvort samkomulag næst
með Alþýðuflokki og Alþýöu- '
bandalagi, sem hyti stuðnings
verkalýðshreyfingarinnar. Þeir
myndu sameiginlega verða
sterkasta afliö á Alþingi”.
Ólafur Ragnar sagði, að þessi
mál yrði að skoða til hlítar og
það myndu þessir aöilar gera.
„Þetta er þaö eina sem ég get
sagt að svo stöddu”, sagði Ólaf-
■■BBSBHHHIBBBHIHIBB■■■
■■■■■■■■■