Vísir - 21.08.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 21.08.1978, Blaðsíða 3
VÍSIR Mánudagur 21. ágúst 1978 önnur greiðslan vegna Sikorsky-þyrlunnar í september: „Sikorskyvélin er sú besto í heimi" Björn Jónsson þyrluflugmaöur Landhelgisgæslunnar. „Viö teljum þessa Sikorsky S 76 þyrlu þá bestu i heimi, miðað við stærð hennar. Hún getur raunverulega gert ailt betur en til dæmisMBB Bo 105 sem nefnd hefur verið tii samanburöar,” sagöi Björn Jónsson, þyrluflug- maður hjá Landhelgisgæslunni er rætt var viö hann um þá þyrlu sem Gæsian hefur pantaö. Er Björn var beöinn um aö út- skýra hver værihelsti munurinn á þýsku þyrlunum MBB Bo 105 sem eru helmingi ódýrari en Sikorsky S 76 sagöi hann aö bilið milli þeirra væri ansi breitt. Skikorsky væri til dæmis miklu langfleygari. Og þaö sem væri e.t.v. helsti kostur hennar um- fram aðrar þyrlugeröir væri krani.sem hægt væri aö nota til aö hifa sjúklinga upp ef um sjávarháska væri aö ræöa. Reynslan væri sú aö þetta væri bráðnauösynlegt tæki sem gæti skipt sköpum. Slíkum krana væri hægt aö koma fyrir I MBB þyrlum en þar tæki hann mikið pláss. Sikorsky tekur 12 farþega auk tveggja flugmanna en MBB er fimm manna. Um leiö og búiö væri aö koma fyrir krana á henni væri hún ekki nema 4ra manna. Kraninn er um 80 kiló að þyngd þannig aö Björn sagöi að það kæmi tæplega til greina fyrir þá sem væru á MBB vélum aöhafa hann á i hverri ferö. Um stærö Sikorskyvélarinnar sagöi Björn að hún yröi raunverulega ekki nema 7 manna þegar búiö væri aö koma fyrir öllum þeim tækjum sem þyrfti miöaö viö hin fjölþættu not.sem eru fyrir hana. Þyrla þessi væri I milli- stærb þegar allar geröir væru athugaöar. Kemst i skýli varðskipanna Björn kvab þaö ekkert vanda- mál aö koma þyrlunni fyrir i skýli á varöskipunum. ,,Viö þurfum ekki annað en taka af henni tvö blöö og gera gróp I gólf skýlisins, þá kemst hún inn. Við þurfúm að gera þetta meö Hughes þyrluna i dag og það tekur um 10 minútur. Þyrlan kæmist I skýli þriggja af varö- skipunum.” Um tankstærð og flugþol sagöi Björn að hún myndi geta flogið I sex klukkustundir eftir þær breytingar sem yröu gerðar frá „standard” stærö. HUn kæmi til meö aö geta flogið 300 milur á haf Ut og til baka aftur án þess aö þurfa aö fá áfyllingu. „Sikorsky-þyrlurnar njóta mjögmikils álits og þannig mun bandariska strandgæslan hafa i hyggju aö kaupa slikar. Um 100 S76 þyrlur hafa veriö pantaöar en þyrlan er ennþá I reynslu- flugi og er ekki enn kominn til almennra nota. Viö munum vera númer 90 á biölistanum. Endanleg ákvörðun hefur hins vegar ekki veriö tekin um þaö hvort þyrlan veröur keypt. I september næstkomandi þurf- um viö hins vegar aö inna af hendi greiöslu númer tvö, sem mun vera regla um greiöslu 11 mánuðum fyrir afhendingu.” Björn sagði að Pétur Sigurösson, forstjóri Land- helgisgæslunnar heföi skoöaö þessa vél.en hann heföi sjálfur hins vegar ekki skoðaö hana. „Ég hef hins vegar skoöaö þýsku MBB þyrlurnar og þær eru góöar sérstaklega i sjúkra- flug en hreinlega ekki nógu fjöl- hæfar miðað viö þaö sem viö þurfum á aö halda.” —BA— ' MAIU.AK (iKKDIK MEÐ VENJULEG- l \I H Kl, ()(i UDFFVLLTUM HÆL Hafnarstræti 15 Simi 19566 ' \ mH ■B n i , 1 xIl \, NÝ AÐFERÐ í MILLI- VEGGJAGERÐ Ný aðferð í skilrúma- og innveggjagerð varð kynnt blaðamönnum i gær. Hún felst i þvi að nota málm í stað timburs. Helstu kostirnir viö notkun málmgrinda i staö timburs eru þær aö uppsetningartiminn er mun skemmri og efnisnýtingin meiri, þar sem efniö kemur til- sniöiö I vegginn. Þá breytir grind- in sér ekki vegna raka og þvi er unnt aö ljúka annarri hliöinni og fresta aöljúka hinni, ef eftir er aö ljúka raflögnum, simalögnum og jafnvel vatnslögnum. Þá er málmgrindin eldtraustari en trégrindin. Þess má geta aö á Noröurlöndum þekkist varla lengur notkun timburs i milli- veggjagerö af ýmsum ástæöum. Þaöer fyrirtækiö Þ. Þorgrims- son & Co. sem kynnti hiö nýja byggingarefni og aöferð þá sem notuö er viö uppsetningi hennar en i nýbyggingu Borgarspitalans er nU veriö aö reyna hana i fyrsta skipti herlendis. —HL. Hér sést h var veriö er aö skeyta málmgrindina saman, en upp- setningartimi slikra grinda er mun skemmri en á trégrindum. ^UmmmJ ísinn á Skalla Ótal tegundir af ís. ís meö súkkulaöi, ís meö hnetum. -Allskonar ís, shake og banana-split. Lækjargötu 8, Hraunbæ102 Reykjávíkurvegi 60 Hf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.