Vísir - 21.08.1978, Blaðsíða 24

Vísir - 21.08.1978, Blaðsíða 24
sértrúarflokkur, hryðjuverkamenn eða andleg-félagsleg hreyfing? Föstudaginn 4. ágúst siöast- liöinn birtist i Visi grein sem bar yfirskriftina „Dularfullur sér- trúarflokkur”. Ósannindi rang- færslur, sleggjudómar og mark- lausar fullyröingar einkenna þessa grein, en slikt er þvi miöur dæmigert um fréttaflutning blaöa og f jölmiöla vfösvegar um heim i dag. Ætlunin meö svargrein okkar er ekki aö svara skitkasti meö ööru skitkasti, heldur benda á ákveönar staöreyndir, eins og þær aö umnefnd grein byggir nær eingöngu á misgóöum heimildum frá bandariska timaritinu News- week og fréttastofunni Reuter. Einnig aö greinin er bragöbætt meö notkun oröanna „sértrúar- flokkur” og „sértrú”. Lýsir þaö ákveönu dómgreindarleysi aö birta slika grein án þess aö hafa samband viö tslenska félaga úr Ananda Marga hreyfingunni um sannleiksgildi hinna ýmsu gifur- yröa. Mætti i þessu sambandi varpa þeirri spurningu fram hvað blaöamaöurinn viti I raun um hreyfinguna, tilgang hennar, eöli og starfshætti. Slikt lýsti sannari Anandaniurti leiötogi Ananda Marga. og hlutlausar i blaöamennsku, þar eö litil og litt fjársterk hreyfing eins og Ananda Marga er, hefur af skiljanlegum ástæöum ekki yfir aö ráöa eins góöri aöstööu og mörg önnur félagssamtök til aö koma stnum skoöunum á fram- færi og getur þvi oröiö fyrir ómetanlegum skaða af slikri blaöamennsku. Þetta er aö öllum likindum ekk- ert einsdæmi meö Ananda Marga heldur gildir um fjölmarga aöra, bæöi einstaklinga og ýmsan féiagsskap. Eins og kannski mörgum er kunnugt starfar i Reykjavik deild úr hinum „dulúölega sértrúar- flokki” og „alþjóðlega hryöju- verkahring” og rekur m.a. mat- vöruverslunina Kornmarkaöur- inn viö Skólavörðustfg og leik- skóla i Skerjafiröi og veitir ókeypis kennslu i öllu sem viö- kemur persónulegu og félagslegu yoga. Telur hreyfingin sig meö þessu starfi sinu vera aö vinna heiðarlegaaö aöalmarkmiöi sinu alhliöa þroska einstaklings og samfélags. MUNUM TÉKKOSLÓVAKÍU Útifundur á Lækjartorgi mánudaginn 21.ágúst n.k. Magnús Kjartansson, Pálmi Gunnarsson, Sigurður Karlsson og félagar leika átorginu frá kl 17,30 Ræðumenn veróa: FinnurTorfi Stefánsson,alþingism. Jóhanna Thorsteinsson,fóstra Jón Magnússon, lögfr. Jón Sigurósson,ritstj. Fundarstj: Einar Guðfinnsson,nemi Tinna Gunnlaugsdóttir leikari flytur Ijóð Lýóræóissinnuó æska Mánudagur 21. ágúst 1978 vism Persónuleg kynni af of- sóknum á hendur Ari- anda Marga Veröur nú reynt aö færa til sannara máls hinar ýmsu mis- færslur sem fram hafa komiö i fjölmiölum varöandi Ananda Marga. Jafnframt skal reynt aö draga fram helstu einkenni An- anda Marga hreyfingarinnar og þeirrar hugmyndarfræöi sem hún byggir á og staöfæra um leiö hvaö Ananda Marga er ekki. GuömundurS. Jónasson félagi i Þjóömálahreyfingu Islands (PROUT, sem stendur fyrir Pro- gressive Utilization Theory) hefur haft dágóö kynni af hreyfingunni bæöi hér heima og erlendis og veriö i góöri aöstööu til aö fylgjast meö framvindu þeirraofsókna sem einkennthafa sögu Ananda Marga siöastliöin ár. Honum segist svo frá: „Ég var staddur á Indlandi þegar málaferlin yfir leiötoga og stofn- anda Ananda Marga Shri Shri Anandamurti stóöu sem hæst. Þar hitti ég t.d. persónulega aö máli alla sakborninga réttarhald- anna (þ.á.m. Anandapurti sjálf- an) og meira aö segja einn þeirra „áhangenda sértrúarflokksins sem snúist höföu frá trúnni” og áttiaöhafa veriö myrtur aö fyrir- mælum Anandamurtis. Hann var eins lifandi og þúsundir þeirra sem iöuöu i' kringum okkur i miö- borg Patna en var ekki lengur tal- inn I tölu hinna lifandi af rikis- kerfinu. „Sérstakar aðgeröir” CBI (indversku leyniþjónustunn- ar) og annarra þjóna Indiru Gandhi á timum einræöis- stjórnarinnar höföu gert honum kleift aö heimsækja sina eigin gröf.” Tilhæfulausar stað- neitaöu engu án ástæöu” eru ráö- leggingar, sem Anandamurti hefur gefiö fylgjendum sinum Ananda Marga byggir á sál-likamlegum visindum og and- hyggju sem nefnist TANTRA. Raunvisindalegar aögeröir og heildræn athugun á mannlegu eðli, sem miöa aö þvi aö auka þroska persónuleikans á öllum sviöum, likamlegum, vitsmuna- legum, tilfinningalegum, félags- legum og andlegum, veitir ekki svigrúm fyrir trúaríega eöa of- stækisfulla afstööu. Meö sjálfs- könnun og hugleiöslu, sem er afl- vaki óeigingjarnar þjónustu, reynir Ananda Marga aö leysa úr læöingi bæöi einstaklingsbundna og félagslega orku til endurbóta á samfélaginu. Ananda Marga er ekki hryöju- verkahreyfing og boöar ekki of- beldi Þó aö Ananda Marga sé i eöli sinu róttæk hreyfing á styöur hún ekki ofbeldi þar sem ofbeldi elureinungisafsér meira ofbeldi. Hugmyndafræði hreyfingarinnar teluraöhugarfarsbylting veröi aö eiga sér staö á meöal einstaklinga hvaö varðar skoöanir, gildismat, lifsgildi o.fl. en þjóöfélagsþróun hvaö varöar stofnanir, lög og aöra þætti samfélagsins. Hryöjuverk, morö og önnur ódæöi veröa einungis hindrun á vegi okkar til mannúölegs sam- félags. Hugmyndafræöi Ananda Marga gerir hins vegar ráö fyrir aö þær leiöir. sem auöæfi eru framleidd eftir, dreift eftir og neytt samkvæmt, geti i sjálfusér leitt til eyöileggjandi lifsstefnu. Ef svo er getur veriö nauösynlegt aö beita ákveönum þrýstingi (með lögum, reglugeröum o.fl.) tilað knýja þjóöfélagsþróunina af rangri braut. Andhyggja — hin nýja lifsskoö- un. hæfingar bornar til baka Aöur en fariö veröur nánar út i eöli.tilgangog starfshætti Ananda Marga, langar okkur aö benda á eftirtalin atriöi varöandi föstu- dagsgrein Visis 4. ágúst sl.: I fyrsta lagi hefur Anandamurti leiðtogi Ananda Marga ekki veriö I „hungurverkfalli af og til i þrjú ár” heldur stanslaust I fimm ár. Þessi staöreynd þó ótrúleg sé hefur veriö staöfest af visinda- mönnum, yfirmönnum fangelsins og málsvörum rikisstjórnarinn- ar. I staö þess aö afhjúpa og skýra frá þvi misrétti og þeim pyntingum sem hann hefur sætt i sjö ára fangelsisvist þykir fjöl- miölum vesturlanda tilhlýöilegt aö bæta gráu ofan á svart meö áframhaldandi lygum um eöli málsins. í ööru lagi hefur ekkert af þeim ásökunum um hryöjuverk, sem borin hafa verið á hreyfinguna sannast fyrir dómstólum og enginn félagi i Ananda Marga viöurkennt aö hafa átt aðild aö þeim, hvort heldur i Astraliu, Indlandi eba annars staöar i heiminum. 1 þriöja lagi var Anandamurti ekkilátinnlaus gegn tryggingu og hann á ekki yf ir höföi sér málsókn vegna ólöglegra vopna eins og getiö er um i titt nefndri grein. Hvaöan þessar fullyröingar koma er okkur gjörsamlega hulið, þar sem dómstóllinn I Patna (þar sem Anandamurti sat i fangelsi og réttariiöldin fóru fram) hefur friaö Andandamurti og meðsak- borninga hans af öllum sakargift- um. Hvað Ananda Marga er ekki Ef til vill er skýrustu svörin viö hvaö Ananda Marga er, fengin meö þvi aö byrja á þvi aö telja upp hvað Ananda Marga er ekki. Ananda Marga er ekki sér- trúarflokkur eöa trúarbrögö. „Trúöu engu án sannana og af- 1 sem stystu máli má segja aö Ananda Marga sé alþjóöleg hreyfing, sem hafi þjóöfélagsleg jafnt sem andleg stefnumið, veiti kennslu I hugrækt og skyldum greinum útvikkunar persónuleik- ans og reki umfangsmikla hjálparstarfsemi viös vegar um heiminn. Ananda Marga er hluti þeirrarlifsskoöunar sem nefnd hefur verið andhyggjaog sprottiö hefur fram á siðasta áratug og gerir m.a. ráö fyrir aö andlegir, sálrænirog likamlegir möguleik- ar mannsins séu miklu meiri en viö almennt teljum, aö handan við hina venjulegu vökuvitund búi æðrivitund sem viö getum kynnst, okkur og öörum til blessunar, og aö markmiö þjóðfélagsþróunar sé aukinn einstaklingsþroski og öf- ugt. Lokaorð. Svargrein sú er hér birtist, gef- ur aö sjálfsögöu heldur grunn- færnislega mynd af eðli og til- gangi og starfsháttum Ananda Marga, enda er henni fyrst og fremst ætlaö aö benda á skaðleg- an fréttaflutning og koma 1 veg fyrir áframhaldandi misskilning hjá fólki. öllum er ' áhuga hafa á itarlegri kynnum á hreyfingunni er frjálst a koma i aðálmiöstöð hennar að Bugöulæk 4 og kynnast henni nánar þar. Aö lokum má benda á eitt atriði til nánari ihug- unar og þaö er að nú hefur Anandamurti (öðru nafni P.R. Sarkar) verið sýknaður og þar meö sannab aö hann stóö ekki aö þeim moröum, sem hann var ásakaöur fyrir. Er ekki mögulegt aö þær ásakanir, sem bornar hafa veriö á Ananda Marga um hryðjuverkastarfsemi og önnur ódæðisverk, séu einmitt af sama toga spunnar og þær sem leiddu til fangelsunar Anandamurtis? Allir þeir sem notiö hafa góös af leiösögn Anandamurtis fagna nú um allan heim sýknun hans og sigri réttlætisins. Meö þökk fyrir birtinguna. Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum i póstkröfu. Altikabúoin Hverfisgótu 72. S 22677

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.