Vísir - 21.08.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 21.08.1978, Blaðsíða 12
12 Mánudagur 21. ágúst 1978 vism „Mikill skortur á íslenskum bók- um um kynlíf" — segir Helgo Gunnarsdóttir hjá kynfrœðsludeildinni ,,Við höfum ekki enn séð islensku þýðinguna á bókinni, en enska út- gáfan er ágæt að okkar dómi”, sagði Helga Gunnarsdóttir á kyn- fræðsludeildinni á Heilsuverndarstöðinni, er við leituðum álits hennar á bókinni ,,Sjafnaryndi”. Helga sagði að bókin væri ekki beint skrifuð með það fyrir augum að leysa nein sérstök vandamál, en hún væri fróðleg, og vafalaust spennandi i augum margra. Helga sagði að mikill skortur væri á bókum á islensku um kynlif, og sagði hún að eina bók- in sem mælt væri með á kyn- Sfflmr- ynth fræösludeildinni væri bókin „Æska og kynlif”. Um aörar bækur á islensku væri varla að ræöa. Þá sagði hún aö farið hefði verið út á þá braut að kaupa erlendar bækur um þessi mál, og væru þær lánaöar út frá kynfræðsludeildinni til þeirra er óskuðu. Helga sagöi að kynfræðslu- deildin væri opin tvisvar i viku, á mánudögum o miðvikudögum. Á mánudögum eru það einkum unglingar og ungt fólk sem kemur, en á miðvikudögum eldra fólk og hjón. Sagði hún að aö meðaltali kæmu um 18 manns i mánudagstimana, en á miðvikudögum væru þrjú viðtöl veitt i hvert skipti. Helga Gunnarsdóttir sagði, að nú væri búið að panta islensku útgáfuna af Sjafnaryndi og myndu þær lesa hana yfir er hún kæmi. —AH Leyland MASTIFF vðrubifreiðar heildarþungi 16.260 kg, buröur á grind 11.510 kg. Verð kr. 9.050.000.- Eigum einnig fyrirliggjandi. Leyiand BOXER heildarþyngd 10.160 kg. burður á grind 6.775 kg. Verð kr. 6.250 þús. P. STEFÁNSSON HF. HVERFISGÖTU103 REYKJAVÍK SÍMI 26911 PÓSTHÖLF 5092^5* „Svo mæta allir á réttum tima tfl ræsingar. Við nennum ekki að vera að hafa upp á mönnum i mat hjá öinmu sinni úti i bæ eða eitt- hvað svoleiðis”. Við erum stödd á fundi Bif reiðaiþrótta klúbbs Keykjavikur á Hótei Loftleiðum, og það er Arni Árnason formaöur sem er að leggja þátttakendum i væntanlegu Visisralli lifsreglurn- ar. Fundurinn var haldinn til að kynna keppendum tuttugu og sjö rásrööina og skiptingu bila I flokka. Reyndar var ekki aö sjá, aðneinn hefði I hyggju að bregöa sér I mat til ömmu fyrsta keppnisdaginn. Fiöringur var augljóslega kominn i mannskap- inn, bensinfæturnir farnir aö iða, og galsinn i algleymingi. Yngstu keppendurnir. Þeir Þorsteinn Svavar Mc- Kinstry og Mikael Hreiöarsson Alfonso verða yngstu keppendurnir i rallinu. Þorsteinn, sem er nitján ára, verður öku- maður, og Mikael aðstoðaröku- maður, enhann er átján ára gam- all. „Þetta veröur i fyrsta skipti, sem við tökum þátt i svona keppni”, sögöu kapparnir, þegar við svifum á þá þar sem þeir voru að stinga samannefjum á fundin- um. „Við höfum auðvitaö verið meö óskaplega biladellu i mörg ár, og verið i þvi aö hræða hvor annan i biltúrum. Aöalmarkmið okkar i þessu ralli er aö vera með og koma bilnum i mark. Við litum frekar á það sem æfingu en keppni. Búast má viö, að rallið verði mjög erfitt, enda þaö lengsta, sem haldið hefur verið hér á landi, og við höfum frekar litla von um að vinna”. ,,Ekki hræddir heldur skíthræddir” Þorsteinn og Mikael verða á Lada 1200, árgerð ’74, en hafa sett i bílinn vél úr Lada Topas. Einnig fengu þeir i hann dempara, sem var breytt litállega. ,,Við eigum þennan bil sjálfir, þvi að byrjend- ur eins og við fáum ekki lánaða bila hjá fyrirtækjum. Þau treysta okkur ekki nógu vel til þess, sem er ekki von. Hins vegar fá þeir dyggileganstuðning frá nokkrum fyrirtækjum, Bifreiðum og land- búnaöarvélum, Bilayfirbygging- um iKópavogi, Biltaki i Kdpavogi og Smyrli.” „Við erum ekki hræddir við þetta, heldur skithræddir”, sögðu þeir er viö spurðum hvort ekki væri kominn örlitill skjálfti I þá. „En það er einmitt gaman — að vera skithræddur. Ætli við séum ekki eins konar masókistar?”. Mikael sagöist búast fastlega við þvi, að leiöin yrði i meira lagi kvikindisleg. „Ég ætla bara að passa mig að hætta ekki að telja sekúndurnar hvað sem á dynur”, sagði hann. „Menn mega ekki láta útafkeyrslur hrista upp I reikningsformúlunni”. ,,Nú er bara að keyra af stað” Arni Bjarnason var að sjálf- sögðu mættur á fundinn, en hann varö annar I Húsavikurrallinu. „Þetta litur út fyrir að ætla aö verða mjög skemmtilegt rall. Mér HSt vel á þá nyjung að hafa næturstopp eftir fyrri daginn þvi að þaö hefur geysimikiö að segja aö geta hvilt sig. Leiðin ku vera mjög erfiö, og ekki er það verra, siður en svo. Ég fæ ofboðslega mikið út úr þessum keppnum. Þaö er einhver andskotinn, sem maður fær út úr þvi að haga sér svona. Allavega kemst ég allur á ið, ef langt líður á milli ralla”. Arni verður á Lada-bil, sem Bifreiöar og landbúnaðarvélar eiga. „Þaðer sami bill og ég var á i Húsavikurrallinu, en þó hef ég setti hann I600kúbika vél”, sagði hann. „Mér finnst gott að þurfa ekki að keppa á eigin bil, þvi að nú þarf ég ekki að hafa eins mikl- ar áhyggjur af að koma honum i stand ogáður. Þegar ég hef verið á eigin bil, hefur fylgt þvi mikil spenna, og ég hef komið örþreytt- ur til keppni. Undirbúningsvinn- an verður ekki svo mjög mikil núna. Aðstoðarökumaðurinn minn, Sigbjörn Björnsson, hefur verið með mér f jórum sinnum áð- ur, og við erum farnir að þekkja hvor annan. Nú er eiginlega bara að keyra af stað”. ,,Mjög slæmur bflstjóri” „Hlutverk aðstoöarökumanns- ins er að hugsa um ailt annaö en að halda bilnum á veginum,” sagði Sigbjörn, sem kom aðvif- andi i þessu. „Ef honum verður á að byrja að hafa áhyggjur af keyrslunni, fer hann strax aö reikna skakkt. Það er ekkert erfitt að gleyma keyrslunni, ef maður hefur fullt traust á öku- manninum, og það hef ég”. „Ég er sjálfur mjög slæmur bil- stjóri. Aðalatriðið fyrir aðstoðar- ökumann er aö kunna að leggja saman tvo og tvo og fá út fjóra. Það er allur galdurinn. Einnig verður hann að vera stöðugt á veröi, og passa sig að slappa aldrei af. Þriðja mikilvægasta boðorðiö er að stressa sig ekki fyrr en að keppni lokinni. Þá mega taugarnar fara að segja til sin, enda svikjast þær yfirleitt ekki um það”. ,,Get bókstaflega ekki hætt” Erna Bjömsdóttir, kona Arna Bjarnasonar, erfélagi i Bifreiöa- iþróttaklúbbnum, en tekur þó „Alit veröur á fullu og leiöin skemmtileg, og þá meina ég djöfulleg” sagöi ómar Kagnarsson. Aöstoöarökumaöur hans er Jón Ragnarsson bróöir hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.