Vísir - 21.08.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 21.08.1978, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent h/f 'Framkvæmdastjóri: Davifi GuAmundsson ' Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón mefi helgarblafii: Arni Þórarinsson. Blaöa- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónssor Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Jón Oskar Haf steinsson, Magnús Olaf sson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánufii innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8. Verfi i lausasölu kr. 100 Simar 86611 og 82260 eintakifi. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4 sími 86611 Prentun Blafiaprent h/f. Ritstjórn: Siðumúla 14 slmi 86611 7 linur Vitum við hvers virði frelsið er? Það má segja um f relsið og mannréttindin eins og svo margt annað sem við njótum, að enginn veit hvað átt hef ur fyrr en misst hef ur. Við lítum á það sem sjálfsagð- an hlut að mega haf a ákveðnar skoðanir á því, sem er að gerast í kringum okkur og tjá þær óheft, og sömuleiðis að okkur sé frjálst að setja okkur markmið og vinna að þeim innan ramma þess þjóðfélagsforms, sem við höf- um valið okkur. En það kæmi vissulega flatt upp á okkur, ef blaðinu yrði snúið við einn góðan veðurdag og við yrðum að búa við það þjóðskipulag, sem vfðast hvar tíðkast austan tjalds. Engar skoðanir mætti þá birta, aðrar en þær, sem stjórnvöldum væru þóknanleegar og lýðræðisleg mannréttindi svo sem fundafrelsi og félagsstarfsemi yrðu úr sögunni. Hér yrði aðeins leyfð starfsemi eins flokks. Flokkurinn réði í raun vali þingmanna. Kosn- ingabaráttan yrði fólgin i því að smala 99% kjósenda á kjörstað. Stjórnvöld myndu banna ferðalög, listamenn og vísindamenn yrðu að vinna samkvæmt formúlum vald- hafanna, ritskoðun yrði tekin upp, leynilögreglusveitum komið á fót og óspart beitt símahlerunum og öðrum persónunjósnum. Ef menn sættu sig ekki við þær skorður sem frelsinu yrðu þannig settar yrðu þeir beittir ýmiss konar þvingunum, fangelsaðir eða lokaðir inni á geð- veikrahælum. Alræðiskerfið krefðist þess að öll lýð- ræðisleg mannréttindi yrðu afnumin. Ef eitthvað yrði slakaðá, væri hætt við að grundvöllurinn undir bæði hinu efnahagslega og stjórnarfarslega alræði veiktist veru- lega eða jafnvel brysti. Til þess að koma í veg f yrir slíkt myndu ráðamenn for- ysturíkis alræðishyggjunnar taka til sinna ráða og beita vopnavaldi. Skriðdrekar yrðu brátt komnir hér á götur og torg og þeir, sem ekki gæfust upp skilyrðislaust yrðu fangelsaðir eða skotnir. Þannig hafa viðbrögð Kremlherranna verið við slíkar aðstæður og einmitt í dag er víða um heim mótmælt einu óhugnanlegasta dæminu um ofbeldi þeirra gegn sjálfstæðri þjóð, innrásinni í Tékkóslóvakíu. Ráðamenn í Moskvu töldu þá brýna nauðsyn bera til að gripa í taumana og skipta sér af innanríkismálum í Tékkóslóvakíu vegna þess að talsverð hreyfing í frjáls- ræðisátt var orðin í landinu undir stjórn Alexanders Dubceks og félaga hans. Dubcek hafði ákveðið að stíga eitt eða tvö skref í átt til frelsisins, auka valddreifingu i efnahagskerfi landsins, og gera þær breytingar á stjórnkerf inu, að rit- skoðun yrði afnumin og starfsemi fleiri stjórnmála- flokka en Kommúnistaflokksins yrði leyfð í landinu. Sovétf oringjarnir vissu sem var, aðef leyfð yrði frjáls gagnrýni á stefnu stjórnvalda í Tékkóslóvakíu myndu koma fram kröfur um hið sama i öðrum kommúnista- ríkjum Austur- Evrópu og þá yrði valdakerfi kommúnismans hætta búin. Þess vegna notuðu þeir herafla sinn og vígvélar til þess að kæfa þessa merkilegu tilraun Dubceks nánast i fæðingu, — þessa viðleitni til þess að f ramkvæma sósíal- isma með manneskjulegum blæ, eins og frumkvöðlarnir nefndu hana. Rússar og leppríki þeirra hafa svo undanfarinn áratug beitt hervaldi til þess að halda þjóðinni i greipum sínum. Nú eru þar á bak við lás og slá þúsundir pólitískra fanga. Þótt margvíslegar breytingar hafi orðið í Evrópu á siðastliðnum 10 árum er enn sami grundvallarmunur og áður var á stjórnarháttum í kommúnistaríkjunum og lýðræðisríkjunum. Þar eru andstæðurnar jafn miklar og þegar borið er saman svart og hvitt. En vestræn lýðræðisríki verða að halda vöku sinni. Það verður best gert með því að þegnar þeirra geri sér grein fyrir hvers virði frelsið og öryggið er. Mánudagur 21. ágúst 1978 VISIB Þannig litur kjarnaofninn góði f Princeton-háskólanum út. í honum tókst að hita vetni upp i sextiu milljón gráður, sem er þrjátiu og fimm milljón gráð- um meiri hiti en áður hefur tekist að ná. Tiu kíló af vetni nœgjq til að rafmagna USA Bandarískum vísindamönnum við Princeton- háskóla tókt nýlega að hita vetni í sextíu milljón gráður í afbrigði af Tokamak-kjarnaofninum svo- nefnda, eins og flestum er sjálfsagt kunnugt um af fréttum. Er það þrjátíu og fimm milljón gráðum meiri hiti en áður hefur tekist að ná í slíkum ofni. í hitanum bræddustsjö milljón vetnisatóm saman, og úr varð helíum og ósköpin öll af orku. Hvað gerðist í ofninum? Dr. Melvin Gottlieb, sem haföi yfirumsjón með tilraun- unum i Princeton, sagði á blaðamannafundi þar sem til- kynnt var um árangurinn að hann væri betri en nokkur hafi þorað að vona. „Vegna hitans náði vetnisplasma að fara af stað af sjálfsdáðum, og halda áfram andverkunum sagði hann „Hefðum við veriö með stærri kjarnaofn, hefðum við getaö lokað fyrir upptök hitans án þess að andverkun samrun- ans stöðvaðist. Nokkurs konar keðjuverkun hefst með einni samruna andverkun, sem leysir orku og veldur öðrum andverk- unum. Eftir að það takmark næst, verður unnt að framleiða 180 sinnum meiri orku en þarf til þess að koma keðjuverkun- inni af stað.” Visindamenn úr. öðrum til- raunastofnunumsem hafa notað Dr. Melvin Gottlieb, sem hefur yfirumsjón með kjarnorkutii- raununum i Princeton, kynnti árangurinn á blaðamannafundi fyrir skömmu, og sagði þá að tilraunin hefði tekist mikið fyrr og árangurinn orðið mun betri en nokkur þorði að vona. aðrar aðferðir til aö koma af stað kjarnasamruna, svo sem leisergeisla og speglaútbúnað, hafa náð hærra hitastigi á vetn- inu en náðist i tilrauninni i Princeton, en þeir hafa hins vegar verið i vandræðum með að halda plasmanum heitum. Árið 1970 náöu visindamenn fimm milljón gráðu hita i Tokamak-kjarnaofni. I lok árs- ins 1977 náðu þeir tuttugu og fimm milljón gráðu hita. „Það tók okkur sjö ár að fara úr fimm milljón gráðum og upp i tuttugu og fimm milljónir”, sagði Gottlieb. „Þaö hefur tekið okkur sex mánuði að ná siðari þrjátiu og fimm milljón gráðunum”. Það er engum erfiðleikum háð að ná vetni úr sjónum. Úrganginum er ekki hægt að breyta i sprengjur. Litill geisla- virkur úrgangur er samfara kjarnasamruna. Að visu er geislavirkni i vegg kjarnaofns- ins, en hann er auöveldara að ráða viö en eldsneytisstengirnar frá venjulegum kjarnorkuver- um. Til gamans má geta þess, að allt það rafmagn, sem þörf er á i Bandarikjunum á einni klukkustund, væri hægt að fá úr tiu kilógrömmum af vetni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.