Vísir - 21.08.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 21.08.1978, Blaðsíða 11
Mánudagur 21. ágúst 1978 11 ,,Nú setjist þið bara þarna niður og hafið það gott, og ég skal skýra þetta út fyrir ykkur í f Ijótheitum", sagði Ágúst Valfells, kjarnorkuverk- fræðingur þegar við heimsóttum hann til þess að ræða við hann um þann árangur sem bandarískir vísindamenn við Prince- tonháskóla náðu nýlega er þeim tókst að hita vetni i sextiu milljón gráður á rannsóknarstof u. Ágúst kennir kjarnorkuverk- fræði við háskólann í lowa en er um þessar mundir staddur á Islandi. ,,Efni er hægt að umbreyta i orku með tvennum hætti”, hélt Agúst áfram. „Annarsvegar er hægt að kljúfa þung frumefni, eins og til dæmis úranium, og fá út léttari efni og orku, sem kem- ur fram sem hiti. Hins vegar má taka létt frumefni, svo sem vetni, og láta það renna saman til að fá orku. Til þess að unnt sé að láta tvivæga vetniskjarna renna saman, þarf að hita þá upp i fjögur hundruð milljón gráður. A hinn bóginn þarf ekki nema fjörutiu milljón gráður til þess að láta tvivægt vetni renna saman við þrivægt vetni. Þeg- ar það er gert.kemur út afbrigði af helium, létt frumefni og orka. Það var einmitt gert þarna i Princeton”. „islendingar gætu fram- leitt litíum úr hvera- og vatnsorkunni" Að sögn Ágústs er þrivægt vetni ekki til i náttúrunni, en hægt er að framleiða það með sérstökum aðferðum úr litium 6, sem svo er kallað. „Til fram- leiðslu á litium 6 þarf þó mikla orku”, sagði hann. ,„Ekki væri úr vegi fyrir tslendinga að nota eitthvað af hvera- og vatnsork- unni til að framleiða litíum 6. Ef farið verður út i að framleiða orku fyrir alvöru með kjarna- samruna, ætti eftirspurnin eftir litium 6 og tvivægu vetni að verða talsverð i framtiðinni”. „En svo við snúum okkur Vfsisinenn fengu dálitla kennslustund i vetnisorkufræðum hjá Agústi Valfells, kjarnorkuverkfræðingi, en hann kennir kjarnorkuverkfræði við Háskólann i Iowa. Mynd SHE „íslendingar gœtu selt efni til kjarn- orkuframleiðslu ## segir Ágúst Valf ells^kjarnorkuverkfrceðingur, í viðtali við Vísi aftur að efninu. Vetnisplasmað, sem er gas með vetnisatómum, sem eru leyst upp i lausa kjarna og rafeindir, þarf sem sagt að hita upp i fjörutiu milljón gráð- ur til þess að samruninn i plasmanu skili meiri orku en fór iað hita það upp. Fjörutiu millj- ón gráður er enginn smáhiti, og verður aö gripa til einhverra ráða til að halda plasmanu frá veggjum kjarnaofnsins, þvi að annars mundi það kólna, og veggirnir auk þess euðileggjast. Með þvi að búa til segulsviö, sem veikist inn að miðju, er hægt að fá plasmað til að leita þangað sem segulsviðið er veik- ast, inn i miöju þess. Þannig hefur tekist aö hemja plasm- að”. Um skilyrðin þrjú „Auk lágmarkshitans, fjöru- tiu milljón gráöa, veröur að vera lágmarksþéttleiki i plasm- anu, minnst 10 14 kjarnar i hverjum kúbiksentimetra. Loks þarf að halda öllu saman gang- andi i minnst eina sekúndu til þess að nýtilegur kjarnasam- runi náist. Þessi þrjú skilyrði verður að uppfylla samtimis. „Fyrir tiu árum tókst að upp- fylla tvö þeirra, ná lágmarks- þéttleika og lágmarkstima, en ekki samtimis. Arangur vis- indamannanna i Princeton þýð- ir, aö tekist hefur aö uppfylla þriðja skilyrðið, lágmarkshita, og meira en það. Nú er hægt að uppfylla hvaða tvö af skilyröun- um þremur sem er samtimis, en ekki öll.” //Þarf að hita vetnið í 100 milljón gráður minnst?" Agúst sagði, að næsta skrefið i tilraunum með kjarnasam- runa yrði það að reyna að uppfylla öll skilyrðin samtimis. „Það er þó ekki alveg nóg”, sagði hann. „Nú liggur það i augum uppi, að þvi heitara sem plasmað er, þvi meiri orku skil- ar það umfram þá orku, sem fór i að hita það upp. Til þess að fá jafnmikla orku út úr kjarna- samruna og unnt er aö fá með kjarnaklofningi, þarf að hita plasmað upp i minnst hundrað milljón gráður, og þvi takmarki hefur ekki verið náð enn. Næst verður að nota árangurinn og reynsluna af kjarnaofninum sem þeir voru með i Princeton, til þess að hanna nýtt tæki, sem gæti skilað fullnægjandi ár- angri. Vonandi tekst það, þvi aö þessi aðferð til að breyta efni i orku kann að reynast hag- kvæmari en kjarnaklofningur, auk þess sem kjarnasamruna fylgir litill geislavirkur úrgang- ur. Ef jafngóður árangur næst i áframhaldandi tilraunum er út- lit fyrir að um miðjan næsta áratug verði búið að leysa það vandamál að framleiða orku meö samruna vetniskjarna”. —AHO Úr sjónum fœst orka tíl nœstu 5 þúsund milljóna óra — rœtt við Magnús Magnússon, kjaneðlisfrœðing, um kjarnorkutilraunir i Princeton ,, Kjarnaofninn í Princeton hefur komist nær því en nokkur annar of n að f ramleiða meiri orku en í hann er látin, en þó er hann enn langt frá þvi marki," sagði Magnús AAagnússon, kjarneðlisf ræðingur, er við innt- um eftir áliti hans á árangri vísindamannanna við Princeton-háskóla. „Nú er i undirbúningi gerð stærri tækja i Bandarikjunum, Rússlandi, Evrópu og Japan, og er ætlunin að þau verði fullgerð eftir tvö til fjögur ár. Þau eiga að komast mun nær þvi að framleiða meiri orku en i þau er látið. Hér er þvi aðeins um að ræða áfanga að markinu, en ekki lokaskrefið”. Að sögn Magnúsar hafa verið uppi raddir um, að þessi gerð kjarnaofna, sem nefnist Toka- mak, leiði ekki til hagkvæmrar orkuframleiðslu. „Astæðan til þess er sú, að ýmis verkfræðíleg vandamál eru fyrirsjáanleg i sambandi við notkun hans, og einnig er mikill kostnaður fólg- inn i starfrækslu slikra ofna”, sagði Magnús. „Þvi hefur verið bent á, að Bandarikin ættu ekki að setja nærri allt sitt rannsókn- arfé á þessu sviði i tilraunir með Tokamakofninn, heldur leggja meira fé i aðrar leiðir. Þetta mundi þýða, að dregiö yrði úr fjárveitingu til Princeton. Ef til vill er verið að reyna að koma i veg fyrir það með þvi að blása þetta út eins og gert hefur ver- ið”. Orka til næstu f imm þúsund milljón ára „Almennt er álitið, að til- raunaraforkuveri, sem byggi á vetnisorku, verði ekki komið upp fyrr en um næstu aldamót, og hagkvæm orkuframleiðsla hefjist ekki fyrr en tiu til tuttugu árum eftir það. Meiri óvissa rik- ir á þessu sviði en var fyrir nokkrum árum, vegna þess aö nú eru menn lengra komnir, og hafa ekki einungis áhyggjur af visindalegu erfiðleikunum, sem virðast leysanlegir, heldur einn- ig verkfræðilegum erfiðleikum og kostnaðarhliðinni.” „Hins vegar ber að sjálfsögðu að stefna að nýtingu vetnisorku, ef unnt reynist að leysa þessi vandamál. Tvivægt vetni er hægt að vinna úr sjónum og með þvi móti fengist næg orka til aö minnsta kosti næstu fimm þús- und milljón ára. úranium til kjarnaklofnings er á hinn bóg- inn ekki óþrjótandi, og búast má viö, að þaö verði á þrotum eftir hundrað þúsund ár”. -AHO Magnús sagði, að raddir væru uppi um aö kjarnaofnar af þeirri gerð sem notaðir hefðu verið f Princeton, leiöi ekki til hagkvæmrar orku- framleiðslu. Mvnd SHE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.