Vísir - 21.08.1978, Blaðsíða 28

Vísir - 21.08.1978, Blaðsíða 28
 VÍSIR „Krossá var sem beljandi stórfljótr' — margir jeppar höfðu komið aðfOnsnwÍð við, sogir Þórunn Þórðardóttir, sem var i Þórs- mörkf þogar slysið varS „Mistökin, sem þetta ólánsama fólk geröi, voru að fara yfir ána i myrkri og þá ekki síöur að ætla að fara yfir einbíla," sagði Þórunn Þórðar- dóttir, sem var farar- stjóri hjá hóp frá Ferðafélagi Islands, sem dvaldi í Þórs- mörk um helgina. „Það var öllum ljóst, sem voru i rútu Ferða- félagsins, að það var meira i öllum þeim ám, sem viö fórum yfir en venjulega. Skýringin held ég að sé sú, aö mikill hiti var á föstu- deginum, eða 18 gráður um miöjan dag, og iofanálag rigndi alltaf af og til þenn- an dag. Krossá var lika orðin svo vatnsmikil, að hún var sem beljandi stórfljót. Tveir jeppar höfðu fylgt okkur fast eftir, en þegar við fórum yfir Krossá hættu þeir við, enda farið aö dimma. Við megum aldrei gleyma þvi, að jökulár geta verið mjög hættulegar. Sérstaklega er erfitt að finna vað i myrkri.” Þórunn kvaöst sannfærð um, að fólkið hefði ekki fundist fyrr en i morguns- árið, ef sænska stúlkan hefði ekki náð að brjótast heim i skálann. „Hávaöinn var svo mikill, og þar að auki var enginn að svipast um eftir bilum. Skálavörð- Fararstjóri Ferðafélagsins, Þórunn Þóröardóttir, sem var við Krossá á laugar- dagsnóttina. Mynd: JA. urinn var nýlega kominn inn úr eftirlitsferö, enda hafði hann séð jeppa hinum megin við ána snúa við hvern á fætur öðrum. Það er i rauninni kraftaverk, að stúlkan skyldi geta brotist þetta upp i skálann. Ég held að það kunni að hafa haft nokkuð að segja, að báðir þeir, sem komust af, voru i lopapeysum, bæði vegna kuldans i ánni og svo er hugsanlegt, að stúlkan hafi flotið betur vegna ullarinnar,” sagði farar- stjóri Ferðafélagsins. Hún kvað aldrei of oft brýndv fyrir fólki sú hætta, sem svona fljót bjóða heim. Enginn skyldi nokkru sinni fara i myrkri og einbila yfir slikar jökulár. —BA. Þrennf lét lífið í Krossás „Alófært þar sem jeppinn ók út í ána" Þrjú ungmennidrukknuðu í Krossá, aðfaranóttlaugardagsins en tvö komust af, þegar jeppabif reið hvolfdi í ánni. Slysið varð á þeim stað, þar sem venja er að fara yfir ána til að komast i Langadal í Þórsmörk, nálægt Skagf jörðsskála Ferðafélagsins. Mikið vatn var í ánni þegar slysið varð. Sveinn Isleifsson, lög- regluvarðstjóri á Hvols- velli, kom að slysstaðnum skömmu eftir að slysið varð og sagði hann i við- tali við Visi, að á þeim stað, þar sem þau lentu, hafi verið alófært fyrir svona litinn bíl. ,,Um leið og þau voru komin nokkr- ar bíllengdir út i ána virð- ist bíllinn hafa oltið”; sagði Sveinn. „Sparkaði upp aft- urhleranum" ,,Þau komust strax út úr bilnum sænsk stúlka og bandariskur piltur. Hún hafði það af að spraka upp afturhleranum, en hann gerði sér enga grein fyrir þvi, hvernig hann komst út, en heldur að hann hafi komist út um dyrnar um leið og hurðin spenntist upp þegar bill- inn fór á hliðina. Sænsku stúlkunni var ekki var ekki kunnugt um, hver afdrif hans voru, fyrr en eftir á, þvi hún synti i land, töluvert sund, og lét vita i Skag- fjörðsskála hvernig komið var. Menn þar brugðust skjótt við og. þegar að var komið stóð pilturinn uppi á flakinu og var þá billinn á hvolfi i ánni. Þá var ekki vitað um afdrif hinna, tslendings, Bandarikjamanns og sænskrar stúlk% hvort þau hefðu lent i ánni. Það kom ekki i ljós fyrr en við komum þarna lögreglu- mennirnir. Við óðum út að flakinu og sáum þá hvar fætur stóðu útundan þvi. Við veltum bilnum þvi næst við og þá komu þau i ljós likin þrjú undir bilnum. Það var hryggi- leg aðkoma”, sagði Sveinn. —H.L. Vélhjólakappakstur var haldinn t gær á vegum Vélhjólaklúbbsins við Þrengsiaveginn á móts við Sandfeli. Ekin var þúsund metra iöng braut, og voru á henni ýmsar hindranir, stökkhólar, þvottabretti og krappar beygjur. Einhverjum viröist hafa orðið hjólaskort- ur á hindrununum, eins og sjá má á þessari mynd. Slys varð þó ekki af, og kappinn dreif sig af stað aftur um leið og hann var lentur. Mynd: Halldór Sigdórsson Sluppu með tauga- áfall — stúlkan sem bjargaðlst farin heim Þau sem fórust f slysinu við Krossá voru Evá Maria Christina Johanson frá Sviþjóð, Smári Kristján Oddsson, 22 ára Kópavogs- búi, og Ralph Coby 23 ára Bandarikjamaður. Þau sem komust lifs af voru Eva Lena Peterson, 25 ára Stokkhólmsbúi og Donald Brackin, 19 ára gamall Bandarikjamaður. Ullarmállð nú tll wmrasðu í tveimur ráðwneytumt Hata heimild til að stöðva útflutning „Verðum að stefna að því að flytja einungis út fwllunnar ullarvörur", segir Cunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra „Málið er á viðræöu- stigi miili iðnaðar- og viö- skiptaráöuneytis og ullarvöruframeiðenda. Ég tel hinsvegar að viö verðum að stefna aö þvf að vinna alla ull i landinu og flytja hana ekki út óunna eða hálfunna. Viöskiptaráðuneytið hefur heimild til þess aö stöðva eða takmarka út- flutning á uilarbandi og er að vinna að reglum um það i samráði við viökom- andi aðila”, sagði Gunn- ar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra I samtali viö Vfsi. En svo sem skýrt hefur verið frá i Visi, er það farið að standa islenskum prjónaiðnaði fyrir þrifum erlendis að farið er að framleiða eftirllkingar á islenskum fatnaði úr bandi útfluttu héðan. Gunnar sagði að hann teldi þessa þróun mála ákaflega óheppilega og að koma þyrfti i veg fyrir að erlendir aðilar nýttu sér þennan útflutning i þessu skyni. „Málið er náttúru- lega ekki fullleyst með al- geru útflutningsbanni, það þarf að gera ýmsar fleiri ráðstafanir”, sagði Gunnar. Þá sagði Gunnar Thoroddsen að fljótlega mætti búast viö áliti ráöu- neytisins varðandi þetta mál. —HL Sænska stúlkan fór til Stokkhólms i gær. Hún mun hafa sloppið að mestu leyti við meiðsli, en hafði hlot- ið snert af taugaáfalli. Bandarikjamaðurihn dvelst nú á Keflavikurflugvelli, en hann og landi hans, sem fórst, voru báðir sjóliöar i her Bandarikjanna. Bandarikjamennirnir munu hafa verið kunnugir Smára. Þeir munu hafa kynnst sænsku stúlkunum nokkru fyrr og hafði þess ferð verið ráðgerð með góðum fyrirvara. Höfðu piltarnir sótt stúlkurnar, sem höfðu komið saman hingað til lands, inn i tjald- stæðin i Laugardal áður en lagt var i hann. Eftir að slysið varö komu þar aö hjálparsveitin á Hvolsvelli og lögreglan þar og fluttu likin niður á Hvolsvöll. Þangað fóru einnig þau tvö, sem komust lifs af. —BA. SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 86611 íSmáauglýsingamóttaka lalla virka daga frá 9-22. Laugardaga frá 9-14 og sunnudaga frá 18-22. wmmmJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.