Vísir - 24.08.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 24.08.1978, Blaðsíða 3
3 VISIR Fimmtudagur 24. ágúst 1978 Er fyrirhugað að smíða þrjó togara í Póllandi? „TEL FULLVÍST AÐ BÚIÐ SÉ AÐ SEMJAUMSLÍKT" segir Jón Sveinsson í Stólvik — „Virðist úr lausu lofti gripið'/ segir forsœtisróðuneytið „Rétt er að upplýsa það að rlkisstjórninni hafa borist marg- ar aðrar umsóknir um leyfi til að flytja inn skuttogara bæði siðla árs 1977 og á yfirstandandi ári en þeim hefur öllum verið hafnað. 1 tilefni af fréttum þess efnis að veitt hafi verið leyfi til samninga um smiði þriggja skuttogara i Póllandi skal upplýst að engin beiðni hefur borist hvorki til rflíisstjórnarinnar eða Fiskveiða- sjóðs um smiði þessara skipa og viröast þessar fréttir þvi úr lausu lofti gripnar.” Þannig segir I yfirlýsingu sem Visi hefur borist frá rikisstjórn- inni vegna þeirrar umræðu sem að undanförnu hefur farið fram um lánakjör til skipasmiða hér innanlands og erlendis. Visir bar þessa yfirlýsingu undir Jón .Sveinsson forstjóra Stálvikur h/f og sagðist hann ekki efast um að þetta væri rétt. „En ég er jafn öruggur um það að það er búið að semja um slika smiði” sagði Jón. „Það er samið fyrst um smiðina og slöan er sótt um leyfi á eftir. Það er þá bara spumingin hvenær kemur næsti toppur I inn- flutninginn. Oruggasta leiðin til aðfáhannerþegar innlendsmíði er stöðvuð. Éger sannfærður um aö fréttin frá rikisstjórninni er rétt, en ég er einnig sannfærður um að fréttin sem Visir var með á sinum tima er hárrétt. Frétt rikisstjórnarinnar segirbara ekki alla söguna”, sagði Jón einnig. Þá segir i fréttinni frá rikis- stjórninni að aöeins sé lánað 50% til skipakaupa erlendis en 85% til smiði hér innanlands. Um þetta sagði Jón: „Þettaer alveg eins og ég hef hvað eftir annað sagt. En svo eru bara gerðar undan- tekningar æ ofani æ og þar að auki erum við ekki búnir að jafna okkur eftir það þegar áfanga- greiðslurnar vorusettar niður i 35 1/2% og allt stöðvaðist hér. Þaö kostaði okkur á árinu 1976 um 30 milljónir. Þvi hefur ekki verið hnekkt að rikið hafi lánað allt upp i 102% af erlendum skipum. Það eru stóru skipin frá Spáni. Heildarreglurnar hafa alltaf átt aö vera okkur i vil. En svo er allt- af eins og þurfi að skarða i inn á milli. Þess vegna er þessi frétt rikisstjórnarinnar rétt svo langt sem hún nær en hún segir bara ekki alla söguna”, sagði Jón Sveinsson. Þá sagði Jón Sveinsson að lok- um að lánamismunurinn væri nauðsynlegur til uppbyggingar innlends skipaiðnaðar og honum væriað þakkasú uppbygging sem hér hefur átt sér stað þrátt fyrir stórfelldar niðurgreiðslur á er- lendum skipum sem stundum hafa verið stundaðar. —HL Vísisrollið ó fullu nú um helgina Það er vist aiveg hægt að lofa lesendum VIsis og áhuga- mönnum sem fylgjast vilja með Visisrallinu sem fram fer um helgina, að þar verður llf I tusk- unum. Með blaðinu á morgun fylgir sérstakt blaö með öllum upplýsingum sem koma mega væntaniegum áhorfendum að notum. Kort verður þar birt af leiðinni með merkingum og timasetningum fyrir þá sem fylgjast vilja með. Til upprif junar skal þess getið að keppendur verða 27 talsins og meðal þeirra allir þekktustu rallökumenn landsins. Oryggis- búnaður þeirra verður af fullkomnustu gerð, þannig að þeir eru eins vel i stakk búnir og mögulegt er i slikum keppnum. Keppnin verður án vafa hörð um efstu sætin og reynir á hvern þátt, ökumann, aðstoðarmann og ökutæki, ef eitthvað bregst jafnvel þó I smáu sé og skipti ekki nema örfáum minútum, getur það gert gæfumuninn. Keppnin verður þvi mikil. Okutækin verða sýnd á morg- un föstudag þegar þau aka hring um bæinn klukkan fjögur og einnig þegar þau verða skoöuð klukkan átta við Iðnskólann. Allir verða bilarnir i sérstakri vörslu um nóttina I porti við Austurbæjarskólann. Ræst verður af stað klukkan tiu við sama skóla og til baka koma keppendur klukkan ellefu á laugardagskvöld eftir erfiða ferð um Suður-eöa Vesturland. Um nóttina verða bilarnir i geymslu I porti Austurbæjar- skólans og þeir verða ræstir af stað aftur i slðari hluta keppn- innar klukkan sex á sunnudags- morgun. Þeir koma væntanlega aftur seinnipartinn á sunnudag og kærufrestur er til klukkan sex. Verðlaunaafhendingin fer siðan fram á „rallballi” á Loft- leiðum um kvöldiö. Að lokum skal þeirri ábend- ingu komið til þeirra sem fylgj- ast vilja með Visisrallinu að fylgja vel þeim leiöbeiningum sem fylgja munu Visi á morgun. —HL ÍSLENDINGAR GERA ÓHAGSTÆDARIINNKAUP EN ALLAR HINAR NORÐ- URLANDAÞJÓÐIRNAR Georg Ólafsson, sagði á fundinum að sitt hlutverk væri að skilgreina vandamálið og ráðast síðan á það. Mynd: GA Innkoupsverð 1/4 hœrra hér ó londi Georg ölafsson, verðlagsstjóri, kynnti f jölmiðlum I gær heildar- niðurstöður samnorrænnar verðlagskönnunar. Hér er um rey nslukönnun að ræöa sem unnin er að frumkvæði islend- inga. A vorfundi verðlagsyfir- valda á Norðurlöndum, sem haldin var hér á landi i vor var ákveðið að hún skyldi vera til- búin fyrir haustfund i september. Verðlagsstjóri tókþað fram að nokkurs fyrirvara þurfti aö gæta en ljóst sé að hún gefi svipaðar niðurstööur og Londonarkönnunin, sem var gerð 1976. Ótvirætt er að við skerum okkur alveg úr miðað við hinar Norðurlandaþjóðirnar, þar sem okkar innkaupsverð eru áber- andi hæst, að meðaltali 21-27% óhagstæðari. A fundi verðlagsstjóra . var greint frá þvl að könnunin tæki til 30-40 vörutegunda, bæði heimilistækja, matvöru og leik- fanga svo dæmi séu nefnd. Reynt var að leiða I ljós hvort nákvæmlega sömu vörur væru keyptar inn á mismunandi veröi til hinna fimm landa. Sam- komulag varö um þaö milli landanna aö birta ekki opinber- lega niðurstööur um einstakar vörutegundir heldur heildar- niðurstöður. „Sú skýring sem nærtækust er, að hiö stranga og lltt sveigjanlega verðlagskerfi, sem við búum við, hafi i ýmsum til- vikum haldið álagningu i inn- flutningi svo lágri að innflytj- endur hafi af ráðnum hug gert óhagkvæm innkaup, tekið óeöli- lega há umboöslaun erlendis og/eöa fluttinni gegnum óþarfa milliliöi,” sagði Georg sem kvaðst sfet vilja mæla þessum vinnubrögöum bót, en ekki yrði gengið framhjá hinni lágu álagningu, sem innflytjendur kynnu að hafa bætt sér upp á' framangreindan hátt. Georg kvaðst þeirrar skoö- unar að frjáls verðmyndun ætti fullan rétt á sér, a.m.k. I ákveðnum greinum, en kvaðst ekki viss um að hún gæti upp- rætt þá óheilbrigöu starfshætti sem þarna hafa verið viðhaföir. —BA— -----w 1 NYTT TÍSKUVAÐSTrGVE'L FRÁ ÍTALÍU NR. 34-41 Litir: Beige, I jósbrúnn og brúnt, svart og rautt. Rautt einnig með loðfóðri. Verð 7.365 með fóðri 9.230. Domus Medica Egilsgötu 3 Sími: 18519.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.