Vísir - 29.08.1978, Blaðsíða 5
vism
5
Baldur Möller, ráðuneytisstjóri:
Þyrla hefur veríð pöntuð, en
ekki er ákveðið að kaupa hana!
Ákvörðun um þyrlukaup Landhelgisgæslunnar
verður ekki tekin fyrr en um leið og fjárlaga-
frumvarp verður samið, og þá væntanlega ekki
endanlega tekin afstaða til kaupanna fyrr en ný
rikisstjórn hefur tekið við”, sagði Baldur Möller,
ráðuneytisstjóri dómsmálaraðuneytisins, i sam-
tali við Visi i gær.
Akvörðun um það hvort þyrla
er keypt og þá hvaða tegund er
tekin af ráðherra, að fengnu
samþykki rikisstjórnar eða
fjárveitingarvalds, að sögn
Baldurs Möller. Sagði hann að
hér væri um að ræða fjárfest-
ingu fyrir svo háa upphæð, að
nær útilokað væri að ákvöröun
yrði tekin án samþykkis fjár-
veitingavaldsins. Sagði Baldur
þó, að raunverulega væri Land-
helgisgæslan „teknískt” séð sá
aðili, sem ákvörðunina tæki I
raun, en ekki að formi til. For-
stjóri Gæslunnar og flugmenn
væru ráðgjafar, en annarra
væri aö taka endanlega ákvörö-
un.
Það að ákveðin þyrla var
pöntuð, og þar með farið inn i
svokallaða afgreiðsluröð, var
gert til aö tryggja réttindin,
sagði Baldur ennfremur, rétt-
indi til kaupa á alveg ákveöinni
gerð þyrlu. Sagði Baldur að
þessi Sirkorsky-þyrla væri
eintak i frumröð þessarar gerð-
ar. ,,En ég vil taka það fram, að
þessi kaup hafa enn ekki verið
ákveðin”, sagöi Baldur að lnk-
um. —AH.
Baldur Möller.
ÞYRLUKAUP LANDHELGISGÆSLUNNAR
„Cngin ákvörðun verið tekin um
aðild Slysa varnarfélagsins' ‘
— segir forseti félagsins
,,Pétur Sigurðsson
forstjóri Landhelgis-
gæslunnar, ræddi um
þessi þyrlumál við mig á
sinum tima. Á þessu
stigi vil ég hins vegar
ekkert um það segja,
hvort Slysavarnarfélag
íslands verður aðili að
þyrlukaupum Landhelg-
isgæslunnar.” sagði
Gunnar Friðriksson for-
seti Slysavarnarfélags
íslands.
Haft var samband við hann
vegna skrifa um þyrlumál Land-
helgisgæslunnar. í þeim hefur
veriðvakin athygliá þvi aðSlysa-
varnarfélagið hafi yfirleitt átt
hlut i þyrlum Landhelgisgæslunn-
ar.
„Slysavarnarfélagið átti helm-
inginn I fyrstu þyrlunni, sem
Landhelgisgæslan keypti. Við
fengum vátryggingarfé út vegna
þeirrar þyrlu, sem við höfum sið-
an lagt i aðrar þyrlur, sem keypt-
ar hafa verið. Þannig erum við
aðilar að þyrlunni GNÁ.”
Aðspurður sagði Gunnar, að
Slysavarnarfélagið hefði lagt
fram fé úr Björgunarskútusjóði
Austfjarða en i hann hafði verið
safnað i áraraðir. Ætlunin hefði
verið að verja fénu til kaupa á
björgunarskútu,en siðar verið af-
ráðið að verja honum til þyrlu-
kaupa fremur.
„Það má öllum vera ljóst að
það er ofviðamikiðfyrirtæki fyrir
Slysavarnarfelagið að vera veru-
legur aðili að þyrlukaupum. Það
þarf þvi að athuga það mál mjög
vel áður en nokkur ákvörðun
verður tekin.
Gunnar vildi sérstaklega taka
það fram að þegar þyrlur hefðu
verið skoðaðar hefðu ávallt verið
sendir til þess þeir fulltrúar, sem
mesta tæknilega þekkingu hefðu
á slikum málum. Þannig hefðu til
dæmis i vetur verið sendir þeir
Hannes Hafstein, framkvæmda-
Gunnar Friðriksson.
stjóri Slysavarnarfélagsins og
Björn Jónsson þyrluflugmaður
Landhelgisgæslunnar, til Þýska-
lands til að skoða þyrlur. Þar
hefðu þeir skoðað MBB Bo 105
þyrlur. Skrifað hefur verið um
þessar þyrlur hér i Vfsi og þessi
tegund borin sarnan við Sikorsky
S76 sem Landhelgisgæslan hefur
tryggt sér afgreiöslu á.
„Skýrsla um niðurstöður af
þessari athugun hefur ekki borist
stjórn S.V.F.l. Éghef þvi ekki álit
þessara aðila á getu viökomandi
þyrlu til að annast þau verkefni
sem liggja fyrir. Þessi þyrla er
mun ódýrari en Sikorskyþyrlan”.
Gunnar vildi að lokum taka þaö
fram, að rekstur á slikum þyrlum
væri alltof viðamikill fyrir
S.V.F.l. — enda heföi Landhelgis-
gæslan ávallt séð um rekstur á
þeim þyrlum, sem keyptar hafa
verið.
—BA.
Síðasta
sýningarviko
ó Light Nights
Síðustu sýningar á Light
Nights á þessu sumri verða
n.k. mánudags-, þriöjudags-,
miövikudags- og fimmtu-
dagskvöld kl. 21.00 i Ráð-
stefnusal Loftleiðahótels.
Light Nights eru kvöldvökur,
sem sérstaklega eru ætlaðar
enskumælandi ferðamönnum
til fróðleiks og skemmtunar.
Þetta er niunda sumarið i röð, j
sem Ferðaleikhúsið stendur j
fyrir slikum sýningum.
mríoum jl
i / t
l
Þaðerenginn
einmana sem hefur
mig í bílnum
PHILIP
15655
Eneinn framleiðir meira af bUtækium en
Philips.
Heimilistæki hafa á boðstólum mikið úrval út-
varpa og kassettutækja ásamt sambyggðum út-
varps og kassettutækjum, í öilum verðflokkum.
Líttu inn við höfum örugglega tæki, sem henta
Jiér. Isetning á verkstæði okkar.
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 •
okkur
sjó um
að smyrja
bílinn
reglulega
Passat
Auói
0000
Audi 100 Avant
0PIÐ FRÁ KL. 8-6.
hekla Hl
Smurstöð
Laugavegi 172
— Simar 21210 — 21246.