Vísir - 29.08.1978, Page 11

Vísir - 29.08.1978, Page 11
Þriðjudagur 29. ágúst 1978 Eftir stuðningsyfirlýsingu ólafs Jóhannessonar við Lúðvik Jósepsson I forsæti vinstri stjórnar verður styrkleiki Ólafs innan Framsóknarflokksins vart dreginn I efa. Það þótti merki um þverrandi áhrif ólafs, i upphafi stjórnar- myndunarviðræðna, þegar gengið var til viðræðna um vinstri stjórn i stað hlutleysisyfirlýsingar ólafs. Yfirlýsing Óiafs nú tekur af öll tvimæli um völd Ólafs innan Framsóknarflokksins. Hún er gefin með hinni gamalkunnu aðferö formannsins, persónuleg yfirlýsing án samþykkis frá flokknum. Þennan leik hefur ólafur margoft leikið áöur. Þegar svo yfirlýsingin var komin fram og hafði haft tilætiuð áhrif, tók ólafur þegjandi á móti óanægju flokksbræöra sinna en ekkert breyttist. -------------------------‘ Oskar Magnússon blaðamaður skrifar v um leikfléttur við stjórnarmyndun Hvað sér ólafur langt? Það er rétt að huga ofurlitið að þeim leikjum, sem formenn stjórnmálaflokkanna hafa leikið frá upphafi stjórnarmyndunar- viðræðna i ár. Fyrsta spurningin, sem lýtur að Ólafi Jóhannessyni, er hvort hann hafi þegar, er hann fór I margumrætt „fri” sitt til Þing- valla við upphaf fyrstu vinstri viðræðnanna, vitað um næstu leiki. Það verður mjög dregið I efa. Honum hefur að visu eflaust verið ljóst, að þær viðræður myndu aldrei leiða til árangurs enda hljóðið ekki gott I mönnnum við upphaf þeirra. Þjóðviljinn lýsti þvi t.d. yfir, að vinstri viðræður undir forystu Benedikts Gröndals væru ,,nán- ast hlægilear og liklega skripa- leikur einn”. Ólafur byrjar ekki að flétta fyrir alvöru, fyrr en Fram- sóknarflokkurinn gengur inn i viðræðurnar undir forystu Lúð- viks Jósepssonar. Hugmyndin var minni- hlutastjórn. Eftir ályktun Verkamanna- sambandsins ætluöu Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur aldrei að mynda stjórn með Framsóknarflokki. Hugmyndin var minnihlutastjórn og það undir forsæti Benedikts Gröndal og með a.m.k. einum utanþings- manni og þá I embætti utan- ríkisráðherra. Atti það að vera maður úr utanrikisþjónustunni, sem áunnið hefði sér traust á erlendum vettvangi. Nú ruglar ólafur spilið. Lúð- vik Jósepsson fékk umboð til myndunar meirihlutastjórnar. Hann var þvi neyddur til að hafa Framsókn með. Ætlunin var þvi, að leggja fyrir Framsókn strax á fyrsta formlega viðræðufundi flokkanna þriggja, nokkuð fastmótaðar tillögur sem Framsókn gæti ekki gengiö að. Þannig átti að losa sig við þá út úr viðræðun- um. Að þvi búnu gengi Lúövik á fund forseta og tilkynnti honum, að myndun meirihlutastjórnar hefði mistekist. Hitt væri svo aftur folald undan annarri meri, að hann og Benedikt hefðu minnihlutastjórn tilbúna. Atti þá Benedikt að fá umboðið og verða forsætisráðherra minni- hlutastjórnarinnar. Þetta sá ólafur. Það er þvi með ráði gert, að Ólafur gengur að ýmsum tillög- um Alþýðuflokks og Alþýöu- bandalags i upphafi og þá er hann þegar með næsta leik tilbúinn. Sá leikur er siöan stuðnings- yfirlýsingin við Lúövik. Hún veldur þvi, að skiptingin milli Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags riðlast. Lúðvik sér sér leik á borði. Breyttar forsendur. Lúðvik segir nú Alþýöuflokks- mönnum, að forsendur fyrir for- sæti Benedikts séu breyttar. Framsókn sé komin inn i mynd- ina og hafi lýst yfir stuðningi við sig i embættið. Alþýðuflokkur- inn verði að svara af eða á um það. Ólafi Jóhannessyni var auð- vitað ljóst, að Alþýðuflokkurinn myndi aldrei samþykkja forsæti Lúðviks, til þess væru allt og margir „kommahatarar ” I flokknum. Böndin hlytu þvi aö berast að honum sjálfum aö Lúövlkfrágengnum. Hann stæði þá með pálmann i höndunum, forsætisráðherra I stjórn með krötum og þar með gæti hann stöðvað það sem Framsóknar- menn kalla „umbótabrölt” kratanna. Eða hvað gat Alþýðu- flokkurinn annað gert en að samþykkja Ólaf? Attu þeir að láta aðra stjórnarmyndunartil- raun stranda á manni en ekki málefnum? Reyndu samt. Alþýðuflokkurinn gerði engu að siður lokatilraun til að leysa forsætisráðherramálið fyrir flokksstjórnarfundinn, þar sem afstaöa skyldi tekin. Rætt var við Alþýðubandalagið og reynt að ná samstöðu um að forsætis- ráðherrann yrði utanþings- maður. Það tókst ekki. Lyktirn- ar urðu siðan þær, að Alþýðu- flokkurinn samþykkti loðna ályktun með Gylfalegu yfir- bragði. Lúövik tók ályktunina sem neitun og boltinn barst til Ólafs. Hann var nú kominn I óskastöðu sina. Allir möguleik- ar Alþýðuflokksins á að koma fram kröfum sinum um endur- skoðun ýmissa hlunnindamála stranda á ólafi. SIS verður ekki haggaö. Og bær tillögur, sem Framsóknarflokkurinn gekk að upphafi Lúðviksviðræðnanna þótt óaðgengilegar hafi verið, getur ólafur eflaust sveigt til nú, þegar hann er kominn i forsæti. Ef reynt er aö skyggnast örlitið lengra, þá er það ekki ósennilegt, að þeir Ólafur og Lúövik hafi brætt með sér að þessi stjórn.sem nú er i burðar- liðnum, verði aðeins til vorsins og þá verði efnt til nýrra kosn- inga. A þeim tima verði hægt aö fara svo illa með Alþýðuflokk- inn að fylgið muni hrynja af honum. Það er og vert að hafa I huga, að Ólafur Jóhannesson i em- bætti forsætisráðherra getur rofið þing, þegar honum þókn- ast og raunar ekki ósennilegt að það verði gert fyrr en siðar ef að þessari stjórn verður. Lögum samkvæmt þarf Ólafur ekki fulltingi samstarfsflokks sinna. Og þegar vitað er um áhuga Ólafs á utanþingsstjórn, sem aöeins starfaði til vorsins, verður þessi möguleiki enn sennilegri. Hvar fléttaði Lúðvik? Neitun Alþýðubandalagsins á þátttöku i nýsköpunarstjórn var skýr og afdráttarlaus og auð- sætt að við tækju vinstri við- ræður. Hvort sem það nú var Alþýðu- flokkurinn eða Alþýðubanda- lagið, sem sprengdi þær við- ræður, er ljóst, að I þeirri sprengingu fólst ekki nein flétta nema ef vera skyldi, aö Alþýðu- bandalagið hafi þá haft litinn áhuga á stjórnarþátttöku. Vitað er um skiptar skoðanir þar um innan flokksins um það leyti. Að öðru leyti var næsti leikur þá óráðinn. Hafi Alþýöubanda- lagið sprengt viðræðurnar, hef- ur það verið Reykjavikurarmur flokksins, að frátöldum verka- lýðsleiðtogunum, sem orðið hef- ur ofan á. Þvi hefur raunar veriö haldið fram, að eftir að Framsókn er orðinn beinn þátttakandi I við- ræðunum og minnihlutastjórn ekki sýnileg, hafi Lúövik gengið illa að fá sina menn til aö sam- þykkja meirihlutastjórn án þess aö hermálið verði tekið inn I. Er sagt að þeir sem haröast börð- ust fyrir hermálinu hafi aðeins talið tilslökunina byggjast á þvi, að um minnihlutastjórn væri aö ræða. Þá kemur stuðningsyfir- lýsing ólafs enn til skjalanna. Alþýðubandalagið sér þá, að möguleiki er á forsætisráð- herraembættinu ef hermálið er látið biöa. Spilin stokkast upp, Lúðvik verður ekki forsætisráöherra, en of seint er að gera hermálið að skilyrði nú. Alþýðubandalag- ið sitji þvi herstöðvarmálslaust i rikisstjórninni. Ef á heildina er litiö, veröur ekki séð, að Lúövik Jósepsson eða Alþýðubandalagið hafi ver- iö með þaulhugsaða leiki fram i timann nema ef vera skyldi að Lúðvik og Ólafur hafi tvinnað saman á endasprettinum og hyggi á kosningar eftir skamm- an tima. Ályktun Verkamanna- sambandsins. Astæðan fyrir kúvendingunni á afstöðu Alþýðuflokksins og Albvðubandalagsins til hvor annars er fyrst og fremst sú, aö óánægja landsbyggðarhópsins, að meðtöldum verkalýðsleið- togum úr Reykjavik, kemur upp á yfirborðið innan Alþýðu- bandalagsins. Verkalýðsleiðtogar beggja flokka sjá fram á sundrung verkalýðshreyfingarinnar og stöðugt strið miili Alþýöuflokks- manna og Alþýðubandalags- manna innan verkalýðshreyf- ingarinnar ef þessir flokkar verða ekki saman i stjórn. Hugmyndin að ályktuninni er komin frá Karli Steinari Guðna- syni, þingmanni Alþýðuflokks- ins og varaformanni Verka- mannasambandsins. Það er svo með náinni samvinnu hans og Guðmundar J. Guðmundssonar að hún er samþykkt. Hafa þeir tveir allar götur siðan verið sem Síamstviburar og ötullega reynt aö miðla málum t.d. fyrir flokkstjórnarfund Alþýöu- flokksins. þegar Lúövik var hafnaö. Þjóðstjórnartöfin. Ýmsum þótti undarlega lang- ur sá timi, sem I það fór að reyna myndun þjóöstjórnar. Var þeirri skoðun haldiö á lofti að Geir Hallgrimsson hefði átt að afgreiöa Alþýðubandalagið strax. Þeir hefðu enda verið búnir að lýsa yfir þvi, þegar Benedikt reyndi nýsköpun, aö hún kæmi ekki til greina, þar eð stefnuskrá Alþýðubandalagsins samræmdist ekki stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Þar meö þótti mönnum málið útkljáð, eða var stefnuskráin eitthvað samrýmanlegri nokkrum dög- um siðar? Eini sjáanlegi tilgangurinn við þjóðstjórnarviðræðurnar var sá, að fyrirfram væri vitaö, að Alþýðubandalagið féllist ekki a álika stjórn. Sjálfstæðismenn gætu þvi lýst yfir þvi, eftir að viðræðurnar væru farnar út um þúfur, að Alþýðubandalagið heföi eyðilagt þriðja stjórnar- myndunarmöguleikann. En þegar gefist var upp á þjóðstjórninni var heldur betur annaö upp á teningnum. Bæði formaður og varaformaöur Sjálfstæðisflokksins kepptust viö að lýsa yfir þvi, að slit við- ræðnanna væru ekki neinum einum að kenna. Höfðu Sjálf- stæðismenn einhvern pata af þvi, að verið væri að reyna að ná samkomulagi milli Alþýöu- flokks og Alþýöubandalags og vildu þeir gefa tlma til að það tækist? Heldur þykir það ósennilegt enda er Geir Hallgrimsson einn af þeim sem leikur beint og blátt áfram og ekki verður séð að hann beiti l'eikfléttum. Hvað var þá veriö að gaufa? Alþýðuflokkurinn og sérstaða Benedikts. Stjórnarmyndunarviðræöurn- ar nú og þáttur Alþýðuflokksins I þeim verður að skoðast i ljósi þess, að Alþýðuflokkurinn vann mikinn kosningasigur. Þeir llta þvi þannig á, að það sé skýlaus krafa fólksins, að þeir taki þátt I næstu rikisstjórn. Vegna þessa hafa þeir ekki getaö „spilað eins töff” og aörir eins og það var orðaö. Þá er og að lita á það, að Benedikt Gröndal hefur nokkra sérstöðu meðal flokksformann- anna og ekki sist vegna þess aö lið hans er að meginstofni skip- að ungum mönnum og óreynd- um og sumum hverjum all- óstýrlátum. Ekki verður Benedikt sakaöur um neina fimleika. Þvert á móti viröist hann hafa tekiö þátt I leik hinna án þess að fá aö gert. Er nú svo komið að Alþýðu- flokksmenn geta varla veriö ánægðir meö niöurstööuna. Það er eins liklegt, að Framsóknar- menn og Alþýðubandalagsmenn muni reyna allt hvað þeir geta til að hafa þá að leiksoppi fram til vorsins og ekki láta nein af hinum vinsælu málum Alþýðu- flokksins ná fram að ganga. Hitt er svo annað mál, að Ólafur Jóhannesson er I verk- stjórasætinu og allt útlit fyrir að hann verði forsætisráðherra þegar þetta er ritað. Ber hann sem slikur ábyrgð á verkum rikisstjórnarinnar og verður aö svara fyrir hana. Þykir ýmsum hann og hans menn ekki beint liklegir til að gera kraftaverk i efnahagsmálum, af fyrri reynslu að dæma. Og það siö- asta sem fréttist af skoðunum Alþýðuflokksins var það, aö þeir voru ekki eins bjartsýnir og aðr- ir á að stjórnarmyndun tækist og töldu sumir þeirra af og frá að fallast á þátttöku án þess að gengiö væri tryggilega frá öll- um málum til lengri tima.-óM. LílKFLÉTTUR FOMMNNANNA ólafur Jóhannesson hélt stifa fundi um helgina i stjórnarmyndunarviöræö- unum, og áfram i gær. Myndin hér aö ofan var tekin á fundinum siödegis i gær. Visismynd: J.A.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.