Vísir - 30.08.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 30.08.1978, Blaðsíða 9
9 Orlofsheimili verkalýðsfélaga: Eiga fatlaðir greiðan aðgang? Sigursveinn D. Kristinsson skrifar: Verkalýöshreyfingin hefur frá upphafi vega sinna verið for- ustuafl i hverskonar baráttu fyrirauknu jafnrétti i þjóðfélag- inu. Þeir hópar, sem búið hafa við skarðastan hlut, hafa jafnan notið stuðnings hennar, er þeir hófu baráttu fyrir rétti sinum. 1 fimm orlofshverfum, sem verkalýðsfélögin hafa látiö reisa, eru samtals um það bil eitt hundrað hús. Ekkert þeirra er búið nauösynlegri aðstöðu fyrir fólk i hjólastólum. í Munaðarnesi, orlofshúsa- hverfi Bandalags starfsmanna rikis og bæja, er eitt hús sem fullnægir þessum kröfum. Þvi má ekki gleyma að fjöl- margir félagar i verkalýössam- tökum vinna við erfiðar aðstæö- ur, þar sem tiðni slysa og at- vinnusjúkdóma er hærri en á öðrum sviðum þjóðlifsins. Þvi má búast við að hlutfallstala ör- yrkja sé hærri meðal þessa fólks en annarra þjóðfélagsþegna. Það er hægt að tryggja sig gegn slysum, þannig að fébætur komi fyrir, ef slys ber að hönd- um. En það er ekki hægt að kaupa af sér fötlun, hvort sem hún stafar af slysi eöa sjúk- dómi. Þvi er hyggilegt vegna allra þjóðfélagsþegna — án undantekninga, að réttur fatlaðra verði sem best tryggð- ur. Verkalýðshreyfingin þarf að standa vörö um jafnrétti á öll- um sviðum til handa fötluðu fólki. Annað er ekki samrýman- legt sögu hennar og markmið- um. Einn þáttur þess máls er aö orlofshúsabyggingar og félags- miðstöðvar samtakanna séu öll- um jafn-aðgengilegar. Þakkað fyrir „Lilju" Sjónvarpsáhorfandi skrifar: ,,Ég get ekki stillt mig um að koma á framfæri þakklæti minu til þeirra, er stóðu aö gerð sjón- varpsmyndarinnar „Lilju” sem sýnd var á sunnudagskvöldiö. Myndin var frábær að allri gerö aö minum dómi, og öllum þeim til sóma, er þar komu viö sögu. Þaö leikur varla nokkur vafi á þvi lengur, að Hrafn Gunnlaugsson er einn af okkar lang-bestu sjónvarpsmönnum. Er vonandi að meira sjáist frá Hrafni á næstunni, þvi að mynd- ir frá honum bregöast sjaldan eða aldrei, hvort heldur hann semur handritið eða leikstýrir verkum eftir aðra. — Kærar þakkir, Hrafn og þið hin!” Viðar Eggertsson i hlutverki sfnu f Lilju DUSCHOLUX Baðklefar í sturtur og baðherbergi Auðhreinsað matt eða reyklitað óbrothætt efni, sem þolir hita. Rammar fást gull- eða silfurlitaðir úr áli, sem ryðgar ekki. Hægt er að fá sér- byggðar einingar i ná- kvæmu máli, allt að 3.20 metra breiðar og 2.20 metra háar. ■ Duscholux baðklef- arnir eru byggðir fyr- ir framtiðina. Söluumboð: Heildverslun Kr. Þorvaldssonar og Co. Grettisgötu 6, Rvik. Simar 24478 og 24730 , ------------------- REVLON snyrtivorur Ein vinsælasta, þekktasta og vióurkenndasta snyrtivörulína hins vestræna heims. Mjög fjölbreytt úrval af öllum gerðum snyrtívara til allra nota, sem við þó, því miður, eigum aldrei nema brot af vegna innflutningserfiðleika. Amerísk gæðavara í lúxusflokki. Hagstætt verð miðað við gæði. Einnig aðrar snyrtivörur, t.d.: Christian Dior CUorl*» JtkulUtj. phyris • SANSSOUCIS jnflffYOUflHJ R?C MAX FACTOR LÍFLEG BORG H.P. skrifar Reykvikingar hafa verið til skamms tima heimsmethafar i leiðindum og ófrumlegum tiltekt- um. Fyrir utan brauðkast i nokkrar endur niður við tjörn er ekkert sem einkennir bæjarbrag- inn eða hefur hann upp frá hvers- dagsleikanum. A þessu hefur þó orðið ánægju- leg breyting, og munaöi um þegar hún loksins kom. Um siðustu helgi iðaði bærinn af lifi og viö- burðum. Þúsundir manna skriöu úr hibýlum sinum til að fylgjast með þvi sem var aö gerast. Þarna var borgarbúum boðiö upp á á einni og sömu helginni flugsýningu, sólkveðjuhátið, rall- keppni og úrslitaleik I bikar- keppninni. Mönnum, sem ekkert hafa haft fyrir stafni i allt sumar stóð þarna til boöa meira en þeir gátu komist yfir til aö fylgjast með. Ég held að allir séu sammála um aö þetta sé miklu skemmti- legri borg fyrir vikið og mér finnst að það ætti að ýta undir þá, sem geta látið sér detta eitthvaö frumlegt i hug og hafa framtak til aö koma þvi I verk. Sparið EMCKI sporin en sparið í innkaupum Útsöluvörurnar fœrðar um set BUXUR SKYRTUR PEYSUR BOLIR LEÐURJAKKAR JAKKAR BLÚSSUR, OFL. OFL. Allt ó útsöluverði Litið við á loftinu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.