Vísir - 30.08.1978, Blaðsíða 23

Vísir - 30.08.1978, Blaðsíða 23
VISIR Miövikudagur 30. ágúst 1978 FRIÐRIK ÓLAFSSON HÉLT TIL HOLLANDS í MORGUN LEITAR UPPL ÝSINGA UM ÞÁ SEM EKKI HAFA ENN TEKIÐ AFSTÖÐU ,,Ég verð í Hollandi næstu tvær vikur og mun þar hitta að máli Ineke Bakker, ritara FIDE. Þar vonast ég til að geta aflað mér sem gleggstra upplýs- inga um stöðuna eins og hún er i dag/' sagði Friðrik ólafsson stjórmeistari, er rætt var við hann í gær, en hann hélt utan í morgun. „Ég kem aðallega til með að vera þennan tima að störfum við framkvæmd skákmóts Interpolis, sem haldið verður i Tilburg um 100 km suðaustur af Amsterdam, en vonast til að mér gefist tóm til að fá upplýsingar, sérstaklega um þær þjóöir sem hingað til hafa ekki látið uppi afstööu sina til for- setakjörsins. Kjörið fer fram þann 7. nóvember, svo segja má, að timinn sé orðinn dýrmætur.” Friðrik var spurður aö þvi, hvort hann ætlaði að hitta Euwe núverandi forseta FIDE. Hann sagði að það gæti veriö, en hann legði þó fyrst og fremst áherslu á fund með ritaranum. „Það ætti ýmislegt að skýrast á þessum tima og þar á meðal hvort og þá hvaða þjóðir ég þurfi að heimsækja upp á að tryggja mér stuðnine beirra. Ég vil ekki fara i slikar feröir nema ég sé viss um að þær beri árangur. Eftir Hollandsferðina vonast ég til að geta rekið smiðshöggið á bækling, sem ég hef verið að vinna að undanförnu. Þár skýri ég afstöðu mina til FIDE og þær hugmyndir sem ég hef um starf- svið þess auk fleiri atriða. Þessum bæklingi verður dreift til allra skáksambanda sem eiga aðild að FIDE, og auk þess til aðila sem þykja vera i lykil- aðstöðu. Þá er verið að senda út bréf til flestra skáksambandanna, og þá sérstaklega til þeirra sem höfðu áður lýst yfir stuðningi við Euwe. Þar er gengið á þessa aðila um það, hvort stuðnings þeirra sé að vænta við framboð mitt. 1 þvi sambandi er rétt að nefna að sum skáksamböndin koma þvi ekki við að senda fulltrúa, en þeim er heimilt að senda umboð fyrir sig. Þessi og fleiri atriði er nú verið að kaúna, en skáksam- bandið sér um að senda þetta út.” Aðspurður sagðist Friðrik ekki geta sagt fyrir um hvað tæki við er hann kæmi til baka. „Það ræðst mikið af þeim upplýsing- um, sem ég fæ um það, hvaða þjóðir eða skáksambönd er ástæða til að athuga nánar.” —BA. STYÐJUM KOSNINGA- BARÁTTU FRIÐRIKS Visir tekur við fjárframlögum Barátta eins og sú sem Friörik ólafsson þarf að heyja til að ná kjöri er mjög kostnaöarsöm og því þörf fyrir fjárfram- lög fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Vísir hefur lagt barátt- unni lið með 100 þúsund króna framlagi. Jafn- framt hefur blaðið tekið að sér að veita móttöku framlögum til kosninga- baráttunnar. Þeir einstaklingar og for- svarsmenn fyrirtækja, sem áhuga hafa á því, að íslendingur verði forseti FIDE og að bæki- stöðvar FIDE verði á tslandi, geta komið framlögum sinum á ritstjórn Visis að Siðumúla 14, Reykjavik. Framlögum er veitt móttaka frá klukkan 8-20 daglega. Visir vill hvetja fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga til að styrkja baráttuna. NYTT AF NÁLINNI Umsjón: Katrinj Pólsdóttir 23 - Undanfarin ár hafa flætt yfir markaðinn úr sem sýna tima meö tölustöfum. Þessi nýjung hefur hlotið góðar 1 undirtektir, en samt sem áður eru fjölmargir sem vilja halda sér viö gamla formið og hafa visa á úrinu sinu. Texas Instruments sem É hafa framleitt milljónir tölvu- úra hafa nú sent eitt nýtt á markaðinn og það er með Lí visum. Þetta úr er það full- komnasta sem þeir enn hafa sent frá sér og jafnframt það dýrasta. En talsmenn fýrir- tækisins segja að ekki veröi langt að biöa þa r t il aö veröiö færist niður á viö og verði viðráðanlegt fyrir hvern sem er. —KP. Staurinn fellur við Þúsundir umferðaslysa I Bandarikjunum veröa með þeim hætti að bilar auka á Ijósastaura meöfram hraö- brautum. Þar i landi eru nú i gangi tilraunir með létta ál- staura, sem falla niöur við högg. Komiö hefur I Ijós með þeim tilraunum sem geröar hafa verið, aö hægt er að koma i veg fyrir meiriháttar slys með þvi að nota álstaur- ana. Þeir eru einnig mun ódýrari en þeir staurar sem notaðir eru nú svo kostnaöur er einnig minni. —KP. Tölvuúr með vísum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.