Vísir - 30.08.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 30.08.1978, Blaðsíða 11
VISIR Miðvikudagur 30. ágúst 1978 11 Gott verð fyrir skreið til Ítalíu •en framleiðsla hér sáralitil »Það er nægur markaður fyrir skreið á italíu fyrir ágætt verð en við höfum lítið getað framleitt fyrir hann," sagði Bragi Eiríksson hjá Samlagi skreiðarfram- leiðenda við Vísi i morg- un, en Samlagið hefur hvatt framleiðendur til að láta meta skreið hjá sér til útflutnings. Bragi sagði að Italir keyptu þó aðeins skreið af ákveðnum gæðaflokki, það besta Ur is- lenskri skreið, en þeir vilja ekki skreiðina sem við höfum verið að selja til Nigeriu. Á ttaliu er nú markaður fyrir um 4-5 þúsund tonn af skreið og veröið er frá 1,3-1,5 milljarður á tonnið eftir gæðaflokkum. Bragi bjóst við þvi að við ættum sára- litið af skreið á Italiumarkað enda hefðu viðskiptabankar ekki lánaö út á verkun skreiðar þangað fvrr en i mai s.l. Þá sagðist Bragi hafa heyrt að að hefði ekki uppfyllt ströngustu leitað eftir skreið frá tslandi, — skreið frá Noregi á Italiumark- gæðakröfur og væri þvi frekar KS. Lltiö hefur veriö hengt upp I skreiö fyrir ltaliumarkaö enda hafa iánastofnanir veriö tregar til aö lána til slikrar verkunar. Hér er veriö aö vinna viö skreiö I Bæjarútgerö Reykjavikur. Vfsismynd: JA. FISKIÐNAÐUR ENN í VANDA! REKSTRARHAGFRÆÐINGUR FÉKK ORÐIÐ S.l. fimmtudag kom rekstrar- hagfræðingur nokkur að máli viö þjóðina i blaðagrein i þessu blaði. Erindiðvar að ræða greinsem ég hafði skrifað i Alþýðublaðiö nokkrum dögum áður sem fjallaðium fiskiðnað i vanda. Til- efnið til þess að ég skrifaði um- rædda grein i Alþýðublaðið var að ég hafði áhuga á að vekja athygli á nokkrum staöreyndum er snúa að fiskvinnslunni og aö gangskör yrði gerð að þvi að rekstur fisk- vinnslunnar yröi kannaöur frá öllum hliðum þannig að koma mætti þessum rekstri I viöunandi horf. Kjarni máls mlns var sá að mér þætti það óeðlilegt ástand að fiskvinnslueigendur þyrftu að lokahúsum sinum þegarmikill og góður afli bærist á land þannig að dæmi þekkjast um það að þorski sé ekið i bræöslu vegna vinnslu- álags ifiskverkunnarhúsunum og siðast en ekki sist þaö að markaðsverð á helstu fisk- afurðum okkar erlendis er mjög hátt eða svo hátt að um tima hræddust islenskir útflytjendur að af þvi gæti leiðst sölukreppa. Allar ytri aðstæöur eru þvi fisk- vinnslunni mjög hagstæöar. En rekstrarhagfræðingurinn segir að þetta dugi ekki til. Rekstrarhag- fræðingurinn upplýsir þjóðina um þaðað laun, vextir af afurðarlán- um og aðrir vextir og hráefni að ailir þessir liðir hafi hækkað svo um munar frá miðju siðasta ári til júli'78. Rekstrarhagfræðingn- um hlýtur að vera kunnugt um það að mikil óðaveröbólga hefur geisað i landinu undanfarið ár og allt til þessa tima og af henni hljóta að leiða nokkrar hækkanir. En rekstrarhagfræðingnum hefur láðst að upplýsa hverjir hinir raunverulegu vextir eru. Vextir af afurðalánum i dag eru 18,25% og vextir á viðbótarlánum eru 23,5% á ári. Miðað við 40-50% verðbólgu hlýtur rekstrar- hagfræðingurinn aö vera mér sammála um að þetta séu lágir vextir og hverju vel reknu fyrir- tæki ætti að vera það auðvelt aö greiöa þá. A meðan ekki hefur veriö komið á fót raunvaxtakerfi og vextir langt undir verðbólgu- prósentunni þá er tæpast hægt að tala um að fyrirtæki tapi af lán- tökunum. Hvað varöar launa- kostnaöinn þá er hann talinn vera rúmlega fimmtungur kostnaðar- ins af fiskvinnslurekstrinum. Eitthvað viröist rekstrar- hagfræðingurinn hafa ruglast i riminu þegarhann mótmælirmér um það að fiskvinnslan borgi verkafólkinunánastlægstu iauná vinnumarkaðinum. Rekstrarhag- fræöingurinn segir aö 200-300 þús. á mánuði séu algeng laun með inniföldu bónusálagi i fisk- vinnslunni. Þetta er rétt en fýrir 50-70 stunda vinnuviku þá eru þetta nánast lægstu vinnulaun sem greidd eruá vinnumarkaðin- um. Rekstrarhagfræðingurinn skal einnig niplýstur um það að þar sem bónusálag er ekki greitt eru vinnulaunin miklu lægri eða þaulægstusem um getur á vinnu- markaðinum. Það virðist eitthvað fara i taugarnar á rekstrarhag- fræðingnum að gerðar yrðu raun- veruiegar rekstrarstöðukannanir á fiskvinnslunni. Rekstrarhag- fræðingurinn likir slikri könnun við uppsetningu popphátiðar. Ef til vúl er það fremur sérsvið rekstrarhagfræöingsins að setja upp popphátiðir heldur en að gera rekstrarkannanir á fiskvinnsl- unni. En burt séð frá þvi þá er það einmitt mergurinn málsins. Það þarf að gera rekstrarkannanir sem leiða siöan af sér þær breytingar á rekstrarskipulaginu sem til heilla horfa fýrir þjóðina fremur en fáeina útvalda fisk- vinnslueigendur. Rekstrarhag- fræöingurinn hefur liklega aldrei heyrt talað um hluti eins og sparnað, hagræðingu, betri nýt- ingu, samvinnu, arðbæra fjár- festingu o.s.frv. Allt eru þetta at- riði sem skipta máli og verður að beita i hvaða rekstri sem er ef hann á annað borö á aö bera sig. Það verður einnig að gera I fisk- vinnslunni en ég leyfi mér að ef- ast um að svo sé fyrr en að ýtar- leg könnun hefur fariö fram.Margumtalaöur rekstrar- hagfræðingur má gjarnan setja upp popphátiðir á meðan fyrir mér. Hver er ábyrgð fisk- vinnslueigenda? Ég spurði i grein minni I Al- þýðublaðinu hver væri ábyrgð fiskvinnslueigenda gagnvart verkafólkinu og þjóðinni. Rekstrarhagfræöingurinn svaraöi og sagöi að ábyrgðin væri fólgin I þvi að „kynna þjóðinni ástand og horfur á hverjum tima”. Ekki telur rekstrarhag- fræöingurinn mikla ábyrgð vera samfara þvi að hafa 1 höndunum hundruð miljóna króna fjárfest- ingu I undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Reks trarhag- fræöingurinn þekkir sýnilega ekki viða til. 1 fjölmörgum byggðar- lögum byggja nánast allir af- komu sina á fiskiðnaði eins og þjóðin öil gerir. Þjóðin er þvi háð vilja og ákvörðunum fáeinna fisk- vinnslueigenda. Ef ábyrgö þeirra er eingöngu fólgin i þvi að veita þjóöinni upplýsingar um mis- munandi tap á hverjum tima, þá getur almenningur fariö að skilja hvers vegna fiskvinnslan er alltaf rekin með tapi. Það er ljóst aö staöa atvinnurekenda i fiskiðnaði er sterkari i þjóðfélaginu en ann- arra atvinnurekenda vegna þess að þeir eru meö fjöregg þjóðar- innar I höndunum. En fisk- vinnslueigendur geta ekki þess vegna sett fram Urslitakröfur um aö stjórnvöld stjórni eftir þeirra höföi eða stöðvi reksturinn ella. Það verður að gera sömu kröfur til fyrirtækja i fiskiönaöi og ann- arra fyrirtækja i landinu um að þau séu vel rekin. Fiskiönaöurinn getur ekki verið rekinn lengur undir þvi yfirskini aö tapið veröi þjóðnýtt og þvi skipti ekki máli hvernig hann er rekinn. Abyrgö fiskvinnslueigenda er þvi sú að veita atvinnu og stjórna fyrirtæki sinu þannig aöþaðberi sig eins og önnur fyrirtæki i landinu. Ef þeim tekst að ekki þá verður aö athuga hvort heppilegra rekstrarform sé fyrir hendi sem geti leyst vand- ann.Þess vegna erm.a. rekstrar- stöðukönnun á þessum vettvangi nauðsynleg. Þá skal rekstrarhagfræöingn- um bent á það aö þrátt fyrir allar ræöur manna um vanda fisk- iðnaöarins kemur i ljós við athug- un aö ef litið er á þróun skilaverös t.d. frystiafurða á erlendum markaði s.l. 10 ár kemur i ljós aö hlutur frystiiðnaöarins af skiia- veröinu hefur þrátt fyrir allt hækkað meira heldur en hlutur sjómanna, útgeröarmanna og verkafólks. Verkafólkið hefur aö- eins fengið hlutfallsiega helming af þeirri hækkun sem frystihúsin hafa tekið til sin. Þetta er einfalt að sjá með þvi að bera saman fiskverö innanlands og kaup verkafólks viö skilaverð á freö- fiskierlendis fyrir 10 árum og aft- ur I byrjun árs 1978. Þaö er þvi engin furða þó borin séu upp þau vinsamlegu tilmæli að að þessi mál veröi nú athuguð frá rótum með það sjónarmið að leiöarljósi aðupplýsa hver hin raunverulega staða fiskiðnaðarins sé i staö skyndikannananna til að bjarga rekstrinum um einn gálgafrest i þrjá mánuði. Þjóðin hefur ekki efni á sliku lengur. Suðurnesjavandi 6g er ekki þeirrar skoðunar aö öll fiskvinnslufyrirtæki séu illa rekin. Tll eru mörg fyrirtæki sem eru vel rekin og eru eigendum sinum til mikils sóma. Onnur eru verr rekin og illa rekin. En þetta virðist bara ekki skipta máli i umræðunni hjá rekstrarhag- fræöingnum. Mérereinnig kunn- ugt um þaö að fiskiðnaöurinn stendur misjafnlega eftír lands- hlutum. Ég hef t.d. oftar en einu sinni vakið athygli á hinum mikla vanda sem fiskvinnslan á Suöur- Það verður að gera sömu kröfur til fyrir- tækja i fiskiðnaði og annarra fyrirtækja i landinu um að þau séu vel rekin. Fisk- iðnaðurinn getur ekki verið rekinn lengur undir þvi yfir- skyni að tapið verði þjóðnýtt og þvi skipti ekki máli hvernig hann er rekinn. Ábyrgð fiskvinnslu- eigenda er þvi sú að veita atvinnu og stjórna fyrirtækjum sinum þannig að þau beri sig eins og önnur fyrirtæki i landinu. Ef þeim tekst það ekki þá verður að at- huga hvort heppi- legra rekstrarform sé fyrir hendi sem geti leyst vandann, segir Gunnlaugur Stefánsson, alþingis- maður, i svari sinu við grein Kjartans Jónssonar, hagfræð- ings, i Visi i siðustu viku. - nesjum hefur búið við. Ég sagöi m.a. um þann vanda I umræddri blaðagrein i Alþýöublaðinu að á meðan að lifsneisti fannst i fisk- vinnslu á Suðurnesjum hlutu fisk- vinnslufyrirtæki i öörum lands- hlutum að komast vel at. Suöur- nesin byggjaafkomusina fyrst og fremst á sjósókn og fiskvinnslu. En þar hafa komiö upp ýmiss sér- vandamál sem fyrst og fremst ollu rekstrarstöövun þeirri sem þar er. Suðurnesin liggja óheppi- lega að fiskimiðum, þar sem heimamið eru nánast uppurin. Suðurnesin hafa orðið aö þola fjársvelti úr fjárfestingalána- sjóöum eir. og t.d. úr Byggðasjóöi á meðan áhersla hefur verið lögö á fjárfestingar i fiskiönaöi i öör- um landshlutum. Þá hefur litil sem engin endurnýjun oröiö á tækjum og búnaði fiskvinnslunn- ar þannig að hæfni til i samkeppni um nýtingu, gæöi og afköst er bág.Þá hafa Suöurnesin aö miklu leyti farið á mis við endumýjun fiskiskipastólsins á undanförnum árum á meðan nýjum og full- komnum fiskiskipum hefur verið dreift i röðum i aöra landsfjórð- unga. Það er ljóst að gera verður stórátak til þess að tryggja fólk- inu á þessu svæöi lifsviðurværi. Tryggja verður fiskvinnslunni á Suðurnesjum nægilegt hráefni, veita veröur fé til arðbærrar f jár- festingarsem miöi aö endurnýjun tækja og til hagræöingar. Þar duga ekki lengur orðin tóm. At- vinnuleysi er þegar orðiö til- finnanlegt og veldur fólki búsifj- um. Suðumesin veröa að njóta sömu réttínda um eölilega fyrir- greiöslu til uppbyggingar at- vinnulifs og aðrir landshlutar. Staða fiskiðnaðarins er án efa mjög misjöfn i landinu eftir landshlutum og hvernig á málum er haldið innan fiskvinnslufyrir- tækjanna. Þó að á móti blási ýms- um fyrirtækjum þá er ekki þar með sagt aö stjórnvöld eigi alltaf aðhlaupaundirbaggaog gefa féi reksturinn. Fiskvinnslurekendur verða aö standa undir þeirri ábyrgö sem fylgir þvi að hafa þennan rekstur með höndum. En nú eru fiskvinnslueigendur að fara i verkfall og ætla að loka stöðvum sinum þannig að þúsundir verkafólks verður at- vinnulaust. A slikt erekki hægt að horfa án þess aö almenningur spyrji spurninga. Mér veröur hugsað til verkafólksins sem leggur dag við nótt á smánar- launum i fiskvinnslunni aö þurfa aö búa þr að auki við svo ótryggt atvinnuásand, þannig aö um þaö er deilt hvort fólkið eigi upp- sagnarfrest. Það hlýturað hvacla aðfleimm en mérhvort það getur viðgengist að þaö sé á valdi eins eöa fárra einstaklinga hvort undirstöðuvinnustöðum i þorpum og bæjum um allt land sé tokað. Þegar á allt er litiö þá á nú lýö- ræðiö mjög langt i land i þessu landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.